Vikan - 12.01.1939, Síða 14
14
VIKAN
Nr. 2 1939
Tízkan er kröfuhörð, ef
henni á að fylgja út í
yztu æsar. — Hér verður
lítið eitt minnst á fóta-
bragð kvenna.
Það er mikið undir því komið, að sokk-
arnir fari vel og hælarnir á skónum séu
óskældir.
Kona, sem er í snúnum sokkum og á
skökkum og skældum hælum, getur aldrei
verið vel til fara.
1 samkvæmum er sjálfsagt að vera í há-
hæluðum skóm — þeir eru óneitanlega
fallegastir — en það er ekki hægt að
ganga í þeim, hvar og hvenær sem er.
Nú er í tízku að ganga í úthverfum
sokkum, og eru margar tegundir af sokk-
um ofnar með það fyrir augum. Auðvitað
er hægt að ganga í úthverfum sokkum, þó
að saumurinn komi utan á, ef sokkarnir
eru þunnir, en það liggur við, að af þessu
sé meira gert en góðu hófi gegnir, því að
oft standa endar og tjásur út úr sokkun-
um, og þykir það ekki beint fallegt.
Nú sjást varla ullarsokkar hér á landi,
og er þó þörfin fyrir þá hvergi meiri en
einmitt hér. Erlendis ganga stúlkur venju-
lega í ullarsokkum allan veturinn, nema í
samkvæmum.
#
rJjUílcud(m.s áxsLvis.
Fyrsta sporið í Lambeth Walk.
Rakir fœtur.
Þessum leiða kvilla fylgir oft óþægileg
svitalykt, sem stafar frá hörundskirtlun-
um. Hann veldur óþægindum og vanlíðan.
Þetta þarf ekki að stafa af óþrifnaði, held-
ur — eins og það gerir venjulega — af
ofþreytu í fótunum. Stafi þetta af veikl-
un í fótunum, er nauðsynlegt að fá rétt
,,innlegg“ í skóna.
Ef fótrakinn stafar af ofþreytu er ágætt
að þvo fæturna úr heitu vatni með grófu
salti í og sótthreisandi sápu, nudda þá
vandlega í 10-—15 mín., skola síðan úr
köldu vatni, þurrka þá svo og nudda lítið
eitt aftur.
Eins er gott að strá sótthreinsandi dufti
á fæturna og í sokkana.
Um sokka þarf að skipta daglega og
oft um skó.
Ef mikil brögð eru að fótraka, er nauð-
synlegt að snúa sér til fótsnyrtingakonu
til frekari aðgerða.
#
Sá, sem hefir vit á að skýla heimsku
sinni, er ekki heimskur.
*
Kærleikurinn er oft líkur grautnum.
Fyrstu skeiðarnar of heitar, en þær síð-
ustu of kaldar.
Svona
ekki svona.
Ef þér eruð
hálslangar,
strona þá skuluð þér
ekki ganga
með hatt, sem
situr aftur í
hnakkanum,
heldur flatan
hatt með nið-
urbrettu
barði. Hárið skuluð þér hafa sítt. I flegn-
um kjól megið þér ekki ganga.
ekki sirona.
ekki siron*
Ef þér hafið
ljóta húð, skul-
uð þér forðast
áberandi hatta,
sem eru hnýttir
með böndum
undir hökuna. -
Hatturinn þarf
að vera látlaus
með beinum lín-
um.
Þér skuluð mála varirnar laglega og
bera sterkan kinnafarða á kinnarnar, en
til litarins verðið þér að vanda. Önnur
augnabrúnin má ekki koma hærra en hin,
þvi að þá sýnist andlitið skakkt. Klæðn-
aðurinn á að vera blátt áfram, — forðist
allar rykkingar og fellingar.
sirona-r
Húsráð♦
Blekblettir nást bezt úr lérefti með því,
að drepa blettinum niður í brædda tólg,
og þvo síðan tólgina burtu í heitu vatni.
*
Kaffi- og súkkulaðiblettir nást vel úr
með því að þvo þá sem fyrst úr brennivíni.
*
Skeiðar, gaflar og aðrir hlutir úr silfri
eða nýsilfri, hreinsast vel í vatni, sem
jarðepli hafa verið soðin í.
Dúkur og fatnaður, sem litaður er, læt-
ur síður lit, ef hann er þveginn úr vatni,
sem hrá, brytjuð jarðepli hafa legið í.
*
Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú
Inga Jónsdóttir og hr. Guðlaugur Guðjónsson,
loftskeytamaður. Heimili þeirra er á Sellands-
stíg 16.