Vikan - 12.01.1939, Síða 18
18
VIKAN
Nr. 2 1939
Eg er barn eiinnar aldar —
Framh. af bls. 5.
ið. En þegar mér var ekið inn á skurð-
stofuna í Landakotsspítalanum, þá blasti
við mér draumsjónin, sem ég hafði séð
eftir sullaveikisuppskurðinn. Er þetta ekki
undarlegt? Kristján Sveinsson augnlæknir
skar í augað á mér og það var hann og
enginn annar, sem ég sá í draumnum.
Eftir að ég kom á Elliheimilið, var ég
einu sinni milli svefns og vöku — og þykir
mér þá vera komið við öxlina á mér, svo að
ég lít upp. En hvem haldið þið að ég hafi
séð nema Guðmund heitinn Magnússon í
hvíta sloppnum sínum, eins og þegar hann
vitjaði mín á spítalanum eftir uppskurð-
inn.
Já, heimurinn er fullur af undarlegheit-
um. Þess vegna segi ég: Það þýðir ekkert
fyrir fólk að fela sig. Þeir, sem vinna
myrkraverkin, mega vita það, að það er
til einhver alvitund, sem allt sér og skilur
og metur eins og það er vert. Enda sagði
Jesús það fullum fetum — og hann vissi
sínu viti, maðurinn sá. Hann fylgdist vel
með og skildi mannssálina, þó mennirnir
skildu hann ekki. Ekki var hann að kvelja
sig. Hann át og drakk eins og hann þurfti,
— enda kölluðu þeir hann átvaglið og
ísvelginn og krossfestu síðan. Það er ljót
saga, það. En alltaf finnst mér eitthvað
skrítið, að fyrsta kraftaverkið, sem hann
gerði, skyldi vera að breyta vatni í vín.
Eiginlega er ég á móti víni, nema þá svo-
htlu tári út í morgunkaffið, ef ég er sár-
þyrst. Ég er svo oft þyrst á morgnana.
Ekki veit ég af hverju það er, — en það
ágerist með aldrinum. Eg vakna alltaf
snemma á morgnana — þetta um klukkan
þrjú. Meðan ég var með rótgróinn haus-
inn og þykk beinin, gat ég sofið miklu
lengur. En höfuðkúpan þynnist með aldr-
inum, las ég einu sinni eftir frönskum vís-
indamanni.
En verst af öllu þykir mér, ef ég hfi
það að tapa svo sjóninni, að ég ekki geti
lesið. Það hafa löngum verið mínar friðar-
og gleðistundir að lesa, — og þó stráka-
apakettimir og stelpufíflin séu stundum
að stríða mér á því, að ég trúi öllu, sem
prentað stendur, þá er það ekki satt. Ég
hefi mínar skoðanir, hvað sem hver segir
— líka um þetta unga fólk! Það em börn
sinnar aldar — og ég er bam minnar
aldar. Munurinn er nú ekki annar. En sá
aðstöðumunur veldur stundum misskiln-
ingi, ágreiningi og sorgum. Því geta ungir
■og gamlir aldrei setið að sárshöfði.
— Voruð þér aldrei trúlofuð?
— Ó-nei. Það var ekkert. Ekki nema
svona eins og gerðist og gengur í sveit-
inni.
En sorglega tókst þeim til að sækja
bölvaða pestina — ég á við hémahérna
doðakarakúlsauðfjárpestina. Það var nú
ljótanið!
S. B.
Störtebecker sjóræningi.
Framh. af bls. 8.
jöfnunarmenn, af því að þeir skiptu her-
fanginu á milli sín samkvæmt mjög ströng-
um lögum, sem sett vom um leið og þess-
ir flokkar urðu að skipulögðu þjóðfélagi,
smáríki á hafinu.
Gamlar sögur frá þessum ámm lýsa
greinilega þeim hryllingi, sem gripið hefir
skipshafnir verzlunarskipanna, þegar skip-
um Vitaliebræðranna með svörtum fánum
skaut allt 1 einu upp við hliðina á þeim,
og vopnaðir ræningjarnir stukku um borð
og myrtu hvern mann. Það er sagt, að
Störtebecker hafi haft aðalaðsetursstað
sinn í hinum auðuga bæ Visby á Gotlandi.
Þaðan þyrptust skip hans yfir Eystrasalt,
og síðar um Kattegat út á Norðursjóinn.
Störtebecker ríkti þannig á báðum höf-
unum. Mestan usla gerði hann í Málmey
og Björgvin, og svo mikil var dirfska hans,
að hann sigldi suður Elbefljótið og fór á
land í Hamborg.
Herfang hans og f jármunir vom geysi-
mikhr. Og sagt er, að hann hafi, rétt áður
en hann var tekinn af lífi, boðið sér til
lífs, keðju úr hreinu gulli, sem næði í
kringum Hamborg. Þessu var synjað, því
að það var álitið að fjársjóðirnir mundu
finnast, sem og varð, að minnsta kosti eitt-
hvað af þeim.
I annálum í Stralsund er sagt frá því,
hvernig eitt verzlunarskip bæjarins hafi
ráðist á eitt skip Störtebeckers og tekið 100
af mönnum hans til fanga. Áhöfnin óttað-
ist þá svo, jafnvel þó að þeir væru fang-
ar, að hún setti þá í tunnur, boraði gat á
hlemmana fyrir höfuðin, raðaði þeim í lest-
ina og sigldi heim. Tunnurnar vom hik-
laust fluttar á aftökustaðinn, þar sem böð-
ullinn hjó höfuðin af ,,tunnunum“.
En þó að það kæmi oft fyrir, að hópur
Vitaliebræðra væri tekinn, þá gengu alltaf
nýir hópar undir svarta fánann. Það varð
að ná í foringjana, Störtebecker og Gödeke
Michel, ef útrýma átti þessu illþýði.
Albrecht konungur var alltaf fangi
Margrétar drottningar. Að lokum lét hún
hann þó lausan, eftir endalausa samninga,
og eftir að ríkin þrjú höfðu gengið henni
á hönd (Kalmar-sambandið), samdi hún
frið við Hansastaðabæina, en þá fengu
Vitaliebræður engan frið. Bæirnir og
Margrét drottning komu sér saman um
að útrýma þeim, og það varð til þess, að
þeir urðu að leita til f jarlægari staða. Að
lokum settust þeir að 1 Austur-Fríslandi.
Þar ríktu margir höfðingjar yfir sterkri
og djarfri þjóð. Þeir áttu sí og æ í deilum
sín á milli, og í þessu landi, þar sem var
nóg af felustöðum, bæði á meginlandinu
og í eyjunum fyrir utan, var tekið við
Störtebecker opnum örmum, því að hver
höfðingi hélt, að hann gæti látið hann
hjálpa sér á móti hinum.
England og Holland fóru verst út úr
þessum ránum, og lá við stríði á milli
Englands og Hansastaða. Ríkarður H. hélt,
að Hansastaðir væru í sambandi við Störte-
becker til að gera verzlun Englands tjón,
og gaf skipanir um að hertaka öll Hansa-
staðaskipin, hvar sem næðist í þau.
Frísnesku höfðingjarnir höfðu látið ræn-
ingjana hverfa úr landi sínu af ótta við
Hollendinga, og ræningjarnir settust að á
Helgolandi og eyjunni Neuwerk fyrir utan
Cuxhaven, þar ríktu þeir yfir mynni Elbe
og Hamborg.
Vorið 1402 sendi Hamborg vel útbúinn
herflota á móti þeim. Hann leit út eins
og verzlunarfloti, svo að Störtebeck var-
aði sig ekki á honum. Hann var tekinn,
ásamt 70 beztu mönnum sínum.
Á ströndum Eystrasalts og Norður-
sjávar, urðu þessir menn að sagnhetjum,
áður en langt um leið.
Hjálrú og kvikmpda-stjornur.
Til að byrja með má athuga kenjar og
hjátrú hinnar heimsfrægu Gretu Garbo.
Garbo vill hvorki sjá eða tala við aðal-
mótleikara sixm fyrr en sama dag og
myndatakan byrjar. T. d. er sagt frá því,
að hún hafi forðazt Charles Boyer eins
og heitan eldinn, meðan stóð á undirbún-
ingi myndarinnar „Conquest“ (Landvinn-
ing).) Hún trúir því fastlega, að hún verði
að nota belti við að minnsta kosti einn
búning í hverri mynd. Einnig trúir hún
því, að það boði ólán að drepa köngurló,
og að sjá svartan flækingskött á leið sinni.
Hún svarar aldrei í síma fyrr en hún hef-
ir talið upp að tíu!
Hinn skemmtilegi gamanleikari Arthur
Treacher játar það, að hann sé sá hjá-
trúarfyllsti karlmaður, sem hann hafi
nokkurntíma heyrt nefndan. Ef hann rek-
ur olnbogan í vegg, þá slær hann alltaf
hinum olnboganum við sama vegg, af ótta
við að verða annars fyrir einhverjum von-
brigðum eða óheppni. Hann neitar algjör-
lega að ganga undir stiga; honum er illa
við að horfa á nýja peninga, nema þegar
fullt tungl er. Þá vill hann alls ekki hörfa
á tunglið í gegnum glugga, en telur það
boða hamingju, ef hann sér svartan kött!
Marlene Dietrich telur það óheillavæn-
legt að missa gaffal, þegar hún er að
borða. Annars er það almennt talin
ókurteisi, að missa gaffalinn í gólfið.
Ginger Rogers álítur það mikið óláns-
merki að leggja hatt sinn eða regnhlíf í
rúm sitt, og einnig að flauta í búnings-
herbergi sínu. En þess utan er hún alls
ekki hjátrúarfull!
En ef til vill er Helen Vinson (kona
tennisleikarans heimsfræga, Fred Perry)
sú, sem hefir óvanalegustu hjátrúna. Hún
telur það boða mikið happ að brjóta spegil,
og hún brýtur alltaf a. m. k. einn spegil á
afmæhsdegi sínum. Hún gerði það í fyrsta
sinn fyrir mörgum árum síðan, og afmælis-
dagurinn sá færði henni gjöf, sem hún
hafði aldrei búist við — lifandi hest!