Vikan - 12.01.1939, Síða 21
Nr. 2, 1939
VIKAN
21
Jóhannes Steinsson:
Jóhannes Steinsson er einn úr hópi hinna mörgu pennahneigðu,
ungu íslendinga. Hann er upprunninn úr Vestmannaeyjum,
en fluttist þaðan innan við fermingu, og hefir síðan sitt
af hverju reynt til sjós og lands.. Hér skrifar hann
um dagleg störf, andstreymi og drauma messu-
drengsins. Kannske hefir hann sjálfur ein-
hverntíma verið messudrengur? ---
—- Ræs! — Messi! — Ræs! hrópar Óli,
yngsti hásetinn á skipinu, og stjakar við
messudrengnum.
— Hvað er klukkan? spyr drengurinn
og nuddar stýrurnar úr augunum.
— Hún er að verða fjögur, og stýri-
maðurinn verður vitlaus, ef hann fær ekki
kaffið á réttum tíma.
Þögn. — Messudrengurinn teygir sig og
gapir. — Heyrðu Messi — þekkirðu svona
margar stúlkur, Messi?
— Já, og mikið fleiri.
— Hvers vegna raðarðu myndunum
svona einkennilega ? Því hefirðu þennan
auða ferhyrning í miðjunni?
Menn eru aldrei jafn opinskáir og í
svefnrofunum, á takmörkum draums og
vöku. Og áður en Messi veit af hefir hann
gloprað út úr sér: — Hann er fyrir hana?
— Hana? — Hverja? spyr Óli og verð-
ur allur að einu spurningarmerki.
— Ég veit ekki hvað hún heitir, en hún
vinnur í brauðsölubúð í Reykjavík. Hún
hefir svo falleg augu, og svo brosir hún —
Messi þagnar. Hann vantar orð til að
lýsa brosinu. — Það er ekki hægt að lýsa
því með orðum.
Hann bætir aðeins við: — Hún er í hvít-
um slopp, þegar hún er í bakaríinu.
Hann rennir svefnþrungnum augunum
til auða ferhyrningsins, sem myndirnar af
hinum stúlkunum mynda einskonar ramma
utan um. — Og hún réttir honum, bros-
andi, þessu brosi, sem orð fá ekki lýst, með
annari hendinni disk, sem á eru rjóma-
pönnukökur, en með hinni mjólkurglas.
Hún er í hvíta sloppnum og svo falleg að
hann getur ekki haft augun af henni. —
Hann hrekkur upp og draumsýnin
hverfur við að Óli segir í trúnaðartón:
— Ég hitti líka eina á Þingvöllum í
sumar. Geturðu hugsað þér nokkuð yndis-
legra, Messi, en júnínótt á Þingvöllum, með
stúlkunni----------
Óli lýkur ekki við setninguna. Hann átt-
ar sig. — Ekki nema það þó. Hann, háset-
inn, að ræða trúnaðarmál við messudreng-
inn.
— Drífðu þig á fætur, Messi! Trúnað-
urinn hefir vikið fyrir göfgi embættisins
og Óli snarast út úr klefanum.
Messi sezt á kojubríkina og smokrar sér
í sokkana. Um borð í þessu skipi heitir
hann bara Messi — Messi og ekkert annað.
Sjálfur hefir hann hér um bil gleymt
nafninu sínu — fyrir 65 krónur á mánuði.
Húsnæði: Koja og partur úr fermetra.
Það er ískuldi í klefanum.
Drengurinn flýtir sér að hleypa hita á
ofninn — manni er þó ekki of góður yl-
urinn, þegar maður kemur niður aftur.
Bara að þjónsgarmurinn vakni ekki á
meðan. Þjónninn er mesta hörkutól, og
veit sér ekki verra gert, en ef skrúfað sé
frá ofninum á meðan hann sefur.
Þjóninn hrýtur, og messudrengurinn
vonar, að hann vakni ekki á þessum
klukkutíma, sem hann verður í burtu.
Messi flýtir sér í fötin.
Káetudrengurinn umlar og kallar á
mömmu upp úr svefninum.
— Honum leiðist víst, rýjunni, hugsar
Messi með sér og hleypur upp á þilfar.
Það er talsverður veltingur. Öldurnar
falda hvítu og senda nokkrar kaldar kveðj-
ur í andlit drengsins.
Stýrimaðurinn vill fá uxatungu ofan á
rúgbrauðið og ,,stytter“ á hveitibrauðið.
— Vitleysa! Hann vill ekkert hveitibrauð.
Það er meistarinn, sem vill hveitibrauðið.
Áður en talið er upp að tíu, eru báðir
bakkarnir tilbúnir: Sá, sem á að fara upp
í brúna og eins hinn, sem á að fara í véla-
rúmið.
Þá er að gera fyrstu atrennuna til að
,,porra“ III. stýrimann og II. meistara úr
kojunum.
Það gengur ágætlega með stýrimann-
inn. Hann er kominn inn í messuna og
byrjaður að svolgra í sig kaffið, þegar
messudrengurinn kemur ofan úr brúnni frá
því að færa öðrum stýrimanni.
Meistarann þarf hann aftur á móti að
,,ræsa“ fjórum sinnum og fá svo í fimmta
skiptið blóðugar skammir fyrir hvað hann
,,ræsi“ seint.
Messudrengurinn yppir aðeins öxlum. —
Hann er þessu svo vanur.
Meistarinn í maskínunni á eftir að fá
glundrið sitt. Það dugir ekki að doska.
Meistarinn situr inni í kompunni sinni.
Hann er, eins og allt vélarúmið, allur löðr-
andi í olíu. Messi setur bollabakkann á
borðið og styður við hann á meðan meist-
arinn drekkur kaffið.
Næturvaktaskiptin eru um garð gengin.
Allir búnir að fá sitt, nema Messi.
Hann hvolfir í sig einum kaffibolla, dríf-
ur uppþvottinn af, felur kakkalökkunum
messuna og skundar aftur á og niður í
klefann sinn.
Þjónninn er vakandi. — Hann skamm-
ast: — Því í andskotanum gerirðu þetta,
drengur? Ætlarðu að gera út af við mig
með þessum bölvuðum hita?
— Sýður á þér? spyr Messi í sakleysis-
legum vorkunnarróm.
Þjónnin rýkur upp. Hann er orðlaus af
vonzku. Svo snarast hann fram úr rúm-
inu, hryndir messudrengnum til hliðar og
skrúfar fyrir ofninn.
— Helvítis brölt er þetta í þér, Brand-
ur. Það er káetudrengurinn, sem hefir orð-
ið. Hann er í neðrikoju, undir þjóninum.
— Getið þið ekki haldið helv .... kjöft-
unum á ykkur saman, drynur nú í búr-
manninum hinu megin við þilið. Hann ætl-
ar að segja eitthvað meira, en eitthvað
óskiljanlegt muldur, sem kemur frá öðr-
um matsveini, þaggar niður í honum. —
Matsveinninn er danskur.
Svo hljóðnar allt, nema hinn eilífi söng-
ur skrúfuöxulsins einhversstaðar langt
niðri í skipinu. Messudrengurinn smeygir
sér úr görmunum. Klukkan er rúmlega
hálf fimm. Hann verður vakinn aftur um
sjö. Það er ekki griður gefinn. Það er þvi
um að gera að sofna, því fyrr því betra.
— Messi ræs! Ræs! Ræs!
— Hunzkastu á lappir! Klukkan er að
verða hálf átta. Ef þú verður ekki kom-
inn fram úr þegar ég kem niður aftur
skaltu fá bað, sem þú manst eftir. Sæmi
snarast út úr klefanum og skellir hurð-
inni á eftir sér.
Þó þessar kveðjur séu kuldalegar og
minni mann einna helzt á norðlenzkar stór-
hríðar, þá er meining þeirra hlý sem júlí-
dagur, hugsar Messi og skreiðist framúr.
Þjónninn er á annari skoðun. Hann rýk-
ur upp með andfælum, bölvandi og ragn-
andi. — Hverju? — Það veit enginn.
Því þegar þjónninn vaknar í raun og
veru, er Sæmi fyrir löngu kominn upp á
þilfar.
Káetudrengurinn er hlutlaus. Hann
brosir í svefninum.
Veðrið er hvorki vont eða gott. Hvorki
útlit fyrir logn eða storm. Það er bara
dumbungs veður með gjólu úr einhverri
átt.
Hvaða ?
Það veit Messi ekki.
Það gerir heldur ekki neitt — ekki á
hann að stjórna skipinu.
Hann veit samt upp á sína tíu fingur