Vikan - 12.01.1939, Side 22
22
VIKAN
Nr. 2 1939
hvað er fram og aftur. „Borðin“ þvælast
aftur á móti enn þá fyrir honum, svo ef
hann á í snarheitum að gera greinarmun
á „bak“ og „stjórn“, verður hann að
minnsta kosti að klýpa sig í annan hand-
legginn til þess að vera öruggur.
Annir dagsins hef jast.
Messi ber á morgunverðarborðið. Hleyp-
ur til og frá um skipið. Vekur þá, sem sof-
andi eru, svo að þeir geti étið og leyst þá af,
sem vakandi eru, svo að þeir geti líka étið.
Hann fær skammir fyrir eggin. Sumum
finnast þau of linsoðin, öðrum of harð-
soðin.
En Messi getur ekkert að því gert. —
Þá á hann að skamma helvítis kokkana.
Kokkagreyin hafa soðið eggin alveg eins
og þeir eru vanir. — Þá hljóta það að vera
hænurnar. — í æsingu augnabliksins er
hugsanlegum þætti hanans í þessu máli
gleymt.
Messi er kominn á fremsta hlunn með
að nefna hanann í þessu sambandi, en
áttar sig í tíma. Það er ekki í hans verka-
hring að segja „brandara". Og því er sleg-
ið föstu að sökin liggi hjá hænunum.
I kapphlaupi við tímann líður dagurinn.
Ef Messi er snar í snúningum er ekki
óhugsandi, að hann geti fengið sér auka-
blund, og að því stefnir hann.
Uppvask, gólfþvottur, rifrildi útaf græn-
sápu, skjólum og gólfklútum.
Það er hrópað og talað til drengsins
með öllum tilbrigðum tungunnar og í alls-
konar tóntegundum.
Jómfrúin: — Elsku, hjartans Messi
minn. Ristu fyrir mig eina brauðsneið.
Minna mátti nú gagn gera. Messi leit á
hana stórum augum. Hann var óvanur
þessum tóni úr því hljóðfæri.
Mangi kyndari: — Farðu norður og
niður, helvítis ormurinn þinn. Messi bar
nefnilega brygður á sannleiksgildi sögunn-
ar, sem Mangi var að segja honum og
sagðist hafa lesið hana í „Sipohoj“ og þar
hefði söguhetjan verið allt önnur en
Magnús Jónsson.
Fyrsti stýrimaður: — Rakvatn!
Það, sem gerist innan hinna fjögurra
veggja messunnar, er heilagur leyndar-
dómur, sem Messi má ekki hafa orð á,
hvorki innan hennar né utan.
Þó einhverjum stýrimannanna verði það
á að gera New York að höfuðborg Banda-
ríkjanna, af því hvað langt er síðan hann
var í barnaskóla, og einhver annar skrýði
asnann tagli, af sömu ástæðu, má Messi
ekki gera neina athugasemd. Slíkt er
slettirekuskapur. Hann á ekki að blanda
sér í fullorðinna tal.
Hann á að segja: — Jú, já, sjálfsagt,
gerið svo vel, og þar fram eftir götunum.
Og þegja svo.
Þegar önnum dagsins er lokið fagnar
messudrengurinn næturhvíldinni og svefn-
inum. Hann hefir kannske einhverja bók
undir koddanum, eða appelsínu, sem hann
krækti sér í, einu sinni þegar hann átti leið
í kjallarann, um daginn. Það er heldur ekki
ómögulegt að hann nenni að skrifa kunn-
Orð í tíma töluð:
■piNS og allir vita, var Jónas Þorbergs-
son, útvarpsstjóri, sæmdur heiðurs-
merki fyrir tveim árum. Brá Jónas þá
hart við, gekk fyrir konung og þakkaði
honum fyrir sig með knéfalli.
Skömmu seinna var útvarpsviðgerðar-
maður staddur í húsi einu vestur í bæ,
að gera við viðtæki. Tók húsfreyja hann
tali og spurði:
— Fyrir hvað fékk Jónas eiginlega
heiðursmerkið ?
— Það var riddarakross, sagði viðgerð-
armaðurinn.
— Já, veit ég það, sagði húsfreyja, —
en fyrir hvað ætli hann hafi fengið hann?
— Það var riddarakross, sagði viðgerð-
armaðurinn og lét sér hvergi fipast.
#
Eins og kunnugt er, var Jón á Yztafelli
skólastjóri við Alþýðuskólann á Reykjum
í Hrútafirði um skeið.
Eitt sinn var Þingeyingur, góðkunningi
Jóns, á ferð héðan frá Reykjavík og norð-
ur — en kom við á Reykjum til að heilsa
upp á Jón. Var þar fyrir margt gesta og
tók Jón kunningja sínum og sýslunga hið
bezta.enda er hann manna gestrisnastur.
Er þeir höfðu spjallað saman um hríð,
bauðst Jón til að sýna sýslunga sínum
skólahúsið og þáði hann það. Gengu þeir
nú um öll salarkynni og leizt gestinum öll
umgengni hin bezta. Loks koma þeir að
hurð einni og lýkur Jón upp hurðinni og
segir með sínum þjóðkunna málhreim:
— Þetta notum við nú bara fyrir gesti!
I sama mund kvað við angistarvein inn
á herberginu. Þar var stúlka að hafa fata-
skipti.
Vegna verkfalls hafnsögumanna í
Bandaríkjunum fyrir skömmu, tók skip-
ingja sínum bréf. Bara að þjónninn spari
nú röddina í kvöld, og sé ekki að þessu
eilífa söngli, eða kvelji mann með æfisögu-
ágripinu sínu, rétt einu sinni.
En þjónninn er nú ekki alveg á þeim
buxunum að leggja þessi hugðarefni sín
til hliðar, því þegar Messi sagðist kunna
kaflana um „Maleríuna í Braselíu“,
„Hnífaslaginn við blámennina" og „París-
arferðina“, utanbókar, tók hann til að
syngja fullum hálsi, á ýmsum tungum.
Drengurinn vill sofna. Hann reynir að
þagga niður í þjóninum, en ekkert stoðar.
Hann festir því augun á auða ferhyrningn-
um á þilinu.
Hann hefir drukkið mörg glös af mjólk
hjá þeirri hvítu og búinn með allar pönnu-
kökurnar nema tvær, þegar diskurinn
snögglega breytist úr leir í gull og pönnu-
kökurnar í tvö titarndi hjörtu. Bakaríið
verður skínandi marmarahöll. Snúðar og
stjórinn á risaskipinu „Queen Mary“ þá
fífldjörfu ákvörðun að sigla skipi sínu í
höfn í New York, án hafnsögumanns.
Heppnaðist þetta vel og hlaut skipstjórinn
af mikla frægð.
Þegar Sigurður Pétursson, skipstjóri á
Gullfossi, las um afrek stéttarbróður síns
gerði hann boð fyrir fyrsta vélstjóra á
skipi sínu og sagði:
— Heyrðu, Haraldur! Þetta gerðum við
líka!
#
Margar sögur eru til um orðheppni
Gríms Thomsens, en hann var afar skjót-
ur til svara og gætti oft kulda í svörum
hans.
Hann var, eins og kunnugt er, mikið
riðinn við danska utanríkispólitík og var
um skeið sendisveitarráð erlendis.
Eitt sinn sat hann í samkvæmi æðstu
embættismanna í Belgíu og voru þar fleiri
fulltrúar erlendra ríkja.
Var heldur litið niður á Grím í veizlunni,
þegar það varð kunnugt, að hann var frá
lítilli eylendu lengst norður í höfum.
Einn hinna belgisku embættismanna vék
sér að Grími og lét svo lítið að yrða á
hann:
— Hvaða mál talið þið eiginlega, þarna
úti á Islandi?
Grímur leit á hann einarðlega og svar-
aði stutt og snöggt:
— Þar er töluð belgiska.
Ein eins og menn vita er ekkert mál tilr
sem heitir belgiska.
#
Kunningi Jóns frá Hlíð var eitt sinn
að koma úr siglingu og var Jón staddur
á bryggjunni, til þess að taka á móti hon-
um. Þeir heilsast og Jón seglr:
— Kondu nú sæll og blessaður og vel-
kominn í allt fylliríið og svínaríið hérna í
henni Reykjavík. Alveg blöskrar mér
brennivínsflóðið, sem gengur yfir bæinn.
Og ég ætla bara að trúa þér fyrir því, að
ég er ekki vel góður heldur.
rúgbrauð dýrindis krásir og ósýnileg
hljómsveit, sem leikur seiðandi ástar-
söngva, leysir þjóninn af hólmi.
— Höll ástarinnar, hugsar Messi, og
hefir ekki augun af stúlkunni, sem skrýdd
dýrindis djásnum stóð fyrir framan hann.
— Ástarhöllin, sagði stúlkan og rétti að
honum gulldiskinn með hjörtunum.
— Veldu! sagði stúlkan.
Messi stóð eins og glópur. — Hann þorðí
ekki að velja af ótta við að velja gerfi-
hjartað. — Annað hlaut að vera gerfi-
hjarta. — Hann setti það ósjálfrátt í sam-
band við gerfiegg-------—
Snögglega birtust ýmiskonar skrímsli
og óvættir, sem trufluðu drauminn.
Enda ekki allir fagrir draumar þar, sem
þeir ættu eiginlega að hefjast?
— Ræs! Messi! Ræs! Klukkan er kortér
yfir þrjú — —.
Jóhannes Steinsson.