Vikan


Vikan - 09.03.1939, Blaðsíða 8

Vikan - 09.03.1939, Blaðsíða 8
8 VIKAN Nr. 10, 1939 „Kragaslangan“ lifir á litlum spendýr- um, froskum og skordýrum, og henni þykja hrá egg sérstaklega góð. Gráðug slanga gerði bónda einum mikinn grikk. Stjórnin í Suður-Afríku hafði hvatt bændur til að hafa hænsnabú, og viðkom- andi bóndi hafði keypt mikið af eggjum og borgað þau dýrum dómum. Hænur voru látnar liggja á þeim, og bóndinn gerði sér miklar vonir um, að þetta myndi ganga vel. En til allrar óhamingju hafði slanga komizt inn í hænsnahúsið, en bóndinn komst fljótlega að raun um, að eggin týndu tölunni smám saman. Hann vissi ekki, hvernig á þessu stóð og grunaði lengi vel einn vinnumanninn, þangað til hann einn daginn kom sigri- hrósandi með haminn af þjófnum. Nú átti að fara í herferð gegn þjófsa, en það bar engan árangur, og bóndinn lagði höfuðið í bleyti til að finna eitthvert ráð. Og einn góðan veðurdag, datt honum snjallræði í hug. Hann setti gleregg í öll hreiðrin og fór síðan að hátta. Daginn eftir sást slang- an engjast sundur og saman úti í garðin- um, og þrír hnútar báru vott um græðgi hennar. Hinn miskunnsami bóndi var auð- vitað ekki lengi að binda enda á þjáning- ar vesalings skepnunnar. Sjálfur hefi ég lent í svipuðu æfintýri, sem kostaði mig bæði mikla peninga og erfiði. Ég hafði ákveðið að setja upp kanínubú og látið byggja með miklum kostnaði og mikilli vinnu kanínuhús, þar sem voru göng niður í jörðina og upp. Því næst keypti ég mér tólf kanínur og bjóst við að hafa mikið upp úr þessu. Kanínurnar virtust una sér ákaflega vel. Þær átu vel, sváfu vel og grófu sig niður í jörðina, en einhverra hluta vegna fjölg- aði þeim ekki. Ég fór að gruna vinnu- menn mína og eyddi miklum peningum í að láta bæta kanínuhúsið þannig, að það væri öruggt fyrir þjófum — en það bar engan árangur. Að lokum ákvað ég að taka kassana burt, þá sem dýrin notuðu ekki hvort sem var, og hafa þá fyrir býflugnabúr. Þegar við lyftum fyrsta kassanum upp, heyrð- um við svo ljótt hvæs, að við slepptum honum strax aftur. Þegar við aðgættum þetta betur, fundum við tvær spikfeitar ,,Putt“-slöngur, sem höfðu verið þarna mánuðum saman. ,,Puff“-slangan er stór og hættuleg eit- urslanga. Hún dregur þetta nafn af enska orðin puff = að þrútna, því að þegar hún reiðist, verður hún stór og feit. Annars er mamban álitin einhver hættu- legasta slangan í Suður-Afríku. Eitur hennar er reyndar ekki jafn bráðdrepandi og eitur Cobra-slöngunnar, en hún getur höggið hvað eftir annað, án þess að eitrið minnki. Þrjár algengustu tegundirnar eru svarta, rauða og græna mamban. Svarta mamban getur orðið ótrúlega stór. Einhver hryllilegasta slöngusaga, sem heyrzt hefir, er bundin við svörtu mömbr una. Nokkrir Zulubúar sváfu í stórum kofa, og voru dymar að vana harðlæstar, og logaði bál á miðju gólfinu. Svört Zulubúanum tókst að koma gafflinum bak við höfuð slöngunnar og ná henni lifandi. Negrastrákur í Suður-Afríku með slöngu, sem hann borðar eins og ál. mamba, sem hafði villzt upp á þakið, hafði augsýnilega dofnað af hitanum og reykn- um frá bálinu og féll ofan á sofandi dreng. Hann vaknaði og hrópaði skelfdur: „N’yoka! N’yoka! (Slanga! Slanga!).“ I fátinu, sem alla greip, liðu margar sekúndur áður en dyrnar voru opnaðar. En mamban var önnum kafin. I kofanum voru sextán menn, og í dögun var enginn þeirra á lífi. Framh. á bls. 19. Froskurinn var bókstaflega hvítur af hræðslu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.