Vikan


Vikan - 09.03.1939, Blaðsíða 20

Vikan - 09.03.1939, Blaðsíða 20
20 VIKAN Nr. 10, 1939 tli ég fái aldrei að gera neitt, hugs- aði Pési litli, kaupstaðarstrákurinn, fyrsta morguninn í sumarfríinu, þegar nýju foreldrarnir hans voru að sýna hon- um bæinn. Ætli það séu ekki jafnmörg dýr hér og í dýragarðinum? Pési vissi úr dýrafræðinni, að mamma folaldsins hét hryssa, en hérna hét hún Grána. Hann vissi líka, að stóri tarfurinn var pabbi allra litlu kálfanna. — Það má líka sjá, að hann er hreyk- inn af þeim, sagði Pési. — En nú er hann líklega að skamma þá. Tarfurinn baulaði og ranghvolfdi augun- um. — Þú mátt ekki koma nálægt honum, því að það er ómögulegt að segja, hvað hann getur gert, sagði fjósamaðurinn. — Og ef hann reiðist, getur hann stein- drepið þig. — Við skulum segja honum, hvað hann má ekki gera, sagði húsfreyjan, svo að hann geti varað sig. Maðurinn kinkaði kolli. — Fyrst og fremst átti hann að vara sig á tarfinum. 1 hesthúsinu mátti hann ekki koma nálægt Rauð og Nóru, því að þau bitu og slógu. Og hann mátti ekki koma nálægt sláttu- vélinni, því að á henni gat hann skorið sig. Allsstaðar var eitthvað, sem hann átti að vara sig á. Hann mátti ekki snerta á litlu kjúklingunum og andarungunum. 1 garðinum voru tré, sem hann mátti ekki khfra í, og runnar, sem hann mátti ekki tína ber úr. Þar voru líka beð, sem hann mátti ekki stíga í — já, það var svo margt, að honum var ómögulegt að muna helm- inginn af því. Honum þótti vænt um, að þau skyldu ekki hafa sagt sér þetta í gær- kvöldi, því að þá var hann svo þreyttur og syfjaður, að hann mundi ekki hafa skil- ið neitt. Og hann hafði farið að skæla, auminginn litli. En þegar lengra leið á daginn, komst hann að raun um, að hann mátti gera miklu meira en honum var bannað. Og þau voru öll svo góð við hann. Hann mátti borða eins mikið og hann vildi, meira að segja hafði konan sagt honum að borða meira, þegar hann var hættur. Og hann mátti fá egg, þegar hann var í eldhúsinu hjá henni, og eins mikla mjólk og hann gat drukkið. Hann mátti fara með bónd- anum í bæinn og halda í taumana á heim- leiðinni. Og hann mátti hjálpa smalanum að reka kýmar. Einn daginn sýndi smalinn honum, hvemig hann ætti að fara að fiska, og þegar Pési kom heim, spurði hann, hvort hann mætti fiska. Bóndinn hristi höfuðið: — Nei, það máttu ekki, því að ef þú dmkknar, þá verð- ur okkur kennt um það, og pabbi þinn og mamma ná sér aldrei eftir það. Þá fór Pési að hlæja: — Ég segi pabba og mömmu alltaf frá því, þegar ég fer í sundlaugarnar, og þeim leiðist það ekki mikið, því að ég kann að synda. — Þú, litla flónið, sagði bóndinn hlæj- andi, og svo fór konan líka að hlæja. — Eigum við að fara með hann niður að á, þegar við erum búin að drekka kaffið, og sjá, hvað hann getur? Hún hafði ekkert á móti því. Og þegar þau komu að ánni, fór maðurinn úr skón- um og jakkanum og settist í grasið. Pési var fljótur að klæða sig úr. — Kemur þú ekki líka, sagði hann. Bóndinn tók út úr sér pípuna. — Nei, en ég ætla að verða tilbúinn að stinga mér eftir þér, ef þér fatast sundið. — Uss, sagði Pési og stakk sér fimlega niður í vatnið. Hann kom fljótlega upp og kallaði: — En hvað það er heitt. Komdu út í? — Nei, góði minn. Eg er svo feitur og latur. — Hvað er þetta barn. Botnarðu alls staðar? hrópaði konan. — Handleggimir standa upp úr vatninu. — Já, en nú dýpkar allt í einu, svaraði Pési vesældarlega og hvarf. — Ut í með þig, maður, hrópaði konan skelkuð. — Nei, sagði maðurinn hlæjandi. — Hann er að leika sér, strákurinn. Sjáðu nú! Pésa skaut upp og nú lék hann allar þær hstir, sem hann kunni, og fósturfor- eldramir skemmtu sér vel. — Þú mátt fiska, ef þú vilt, sagði mað- urinn. — Og þú færð 50 aura fyrir álinn. — Þú gefur honum líklega krónu fyrir stóra ála, sagði konan. — Jæja, segjum það. Hann má .bara ekki setja mig á hausinn, sagði maðurinn hlæjandi. Síðan sat Pési öllum stundum við veið- ar, en fékk ekkert nema skeljar og aborra. Pési varð fyrir miklum vonbrigðum, því að hann hélt, að hann myndi græða svo mikið, að hann gæti sagt við mömmu sína, þegar hann kæmi heim: — Nú skal ég borga rafmagnsreikninginn einu sinni. Hún hafði svo oft kvartað undan honum. En honum tókst ekki að veiða ála, og hann hélt, að hann gæti ekki fiskað. Einn daginn valdi hann sérstaklega góða maðka og lagði af stað með stöngina. Him- inninn var alskýjaður, en Pési skipti sér ekkert af því. Hann hafði aldrei séð þrumu- veður og var því ekkert hræddur við það. Hann setti stöngina saman og kastaði fær- inu út. Ó, bara ég fengi nokkra stóra, góða ála, ekki eingöngu peninganna vegna, held- ur af því, að hann hafði heyrt bóndann segja, að steiktir álar væru það bezta, sem hann fengi. Hann fann, að kippt var í færið af miklu afli og að það var þyngra en nokk- urntíma hafði bitið á áður. Loksins gat hann dregið fiskinn upp og kastað honum í grasið fyrir aftan sig. Síðan stökk hann á eftir til að skoða veiðina. En hann hljóp skelfdur til hliðar, því að fiskurinn synti í grasinu. — Ó — áll, hrópaði Pési. En nú kom babb í bátinn. Hvernig átti hann að koma þessu spriklandi kvikindi heim? Hann varð að bera það á stönginni, því að hann gat ekki komið við það með höndunum. Hann hljóp nú af stað með ál- inn á stönginni. Honum fannst hann ekk- ert komast úr sporunum. Allt í einu vildi slys til. Állinn beit snær- ið í sundur og spriklaði í grasinu. Pési fleygði sér ofan á hann. En hann gat ekki haldið honum. Hann fór að háskæla. Allt í einu datt honum í hug, að hann hafði séð fiskikarlana taka utan um álana með tuskum. Hann klæddi sig úr blúss- unni og náði í fiskinn. Og svo hljóp hann eins og fætur toguðu. Þvílíkur áll! Þegar hann kom heim í túnið, ætlaði hann að fara að kalla. — Hér er stór áll! En hann rak upp hræðsluóp og fleygði bögglinum frá sér. Állinn hafði vafið sig utan um beran handlegginn á Pésa. Aftur náði hann álnum og þaut af stað, en þá skaut niður eldingu, svo að hann missti hann. En Pési gafst ekki upp, heldur spark- aði nú sandi yfir álinn og tók hann upp. — Hér er stór áll, hrópaði Pési í bæjar- dyrunum. — Hvar hefir þú verið, góði minn? hrópaði konan úr eldhúsdyrunum. — Auðvitað að veiða, svaraði Pési

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.