Vikan - 09.03.1939, Blaðsíða 11
Nr. 10, 1939
VIKAN
11
var í ágætu skapi. ■— Þú hlýtur að hafa
lesið mikið af enskum reifurum upp á síð-
kastið, því að þú hefir aldrei fundið þetta
nafn upp sjálfur.
Teodór hló, en þegar þau voru að leggja
út í æfintýrið, fannst þeim það ekki leng-
ur skemmtilegt.
Teodór svaf, þegar Friðrikka vaknaði
morguninn eftir. Hún nuddaði syfjulega
augun, hoppaði fram úr rúminu og
klæddi sig. Napoleon kom á móti henni
framan úr eldhúsi. Það var mikil huggun
að sjá hann skjóta upp kryppu og nudda
sér upp við græna sloppinn, sem búðar-
stúlkan sagði að væri morgun-einkennis-
búningur vinnukonunnar. Hún opnaði
dyrnar og setti köttinn út.
— Hana, farðu nú út og heilsaðu upp
á blómin, kýrnar og trén.
Hún setti plötu með bollum á inn í ofn-
inn, bjó til kaffi og hrærði egg áður en
hún vakti Teodór.
— Ég held, að hér sé mjög skemmtilegt,
Teddi. — Það er ljómandi fallegt hér —
það er jurtagarður fyrir utan eldhúsdyrn-
ar. En hvernig lízt þér annars á húsbænd-
uma?
Hana hafði langað til að spyrja að þessu
síðan í gærkveldi, þegar hr. Saunders hafði
tekið á móti þeim á stöðinni.
— Mér þykir andstyggilegt að vita til
þess, að þú skulir eiga að matbúa fyrir
þau, sagði Teddi. — Það var aumingja-
skapur að gefast upp. Hugsaðu þér hvað
Grímur og Fríða eru hugrökk.
— Það voru einmitt þau, sem ráku okk-
ur út í þetta, sagði Friðrikka ástúðlega.
Við hefðum aldrei getað átt í því að skulda
allsstaðar. Ó, Teddi — bollumar!
Dagarnir liðu tilbreytingarlaust. Frið-
rikka kvaldist af að sjá, hvernig Teodór
breyttist — hlusta á hann skamma sig,
vitandi, að það var aðeins af því, að það
kvaldi hann að sjá hana alltaf dauðupp-
gefna.
En stundum hlógu þau, — eins og til
dæmis þegar þau jörðuðu deigið, sem vildi
ekki lyfta sér, og Teodór setti blóm á gröf-
ina. Og líka þegar þau fundu gömlu myll-
una, sem búið var að breyta í hús og var
til sölu. Þau gengu hrifin í kringum það,
og Teodór hvíslaði:
— Þetta skulum við einhverntíma
kaupa!
Um kvöldið, þegar Friðrikka sat á eld-
húströppunum og var að hugsa um gömlu
mylluna, þá heyrði hún í ritvélinni hans
Teodórs. Teodór var aftur farinn að vinna
og var kátur og ánægður.
Teodór var að þurrka leirtau, þegar frú
Saunders kom einu sinni fram í eldhúsið.
— Jæja, Bárður, sagði hún vingjarn-
lega, — mér þykir alltaf gaman að sjá
menn hjálpa konum sínum. Við erum
ánægð með ykkur bæði. Hún þagnaði
stundarkorn, síðan hélt hún áfram: — Ég
hefi hér bók, sem ég er nýbúin að lesa.
Mér datt í hug, hvort þér hefðuð ekki
gaman af að lesa hana. Hún er mjög fróð-
leg. Við erum meðlimir fjögurra lestrar-
félaga, svo að þér getið fengið hvaða bók,
sem þér viljið.
Þegar hún var farinn, fór Friðrikka að
skellihlæja.
— Teddi, þú varst svo hlægilegur, þeg-
ar hún fékk þér bókina.
Teodór eldroðnaði.
— Ég er hræddur um, að ég kunni ekki
að meta þetta eilífa spaug þitt. Að maður
skuli þurfa að vera upp á svona fólk kom-
inn!
— Þetta var svo hlægilegt! Friðrikka
var hnakkakert, en varir hennar skulfu.
— Teddi, hvers vegna getur þér ekki þótt
þetta hlægilegt? Þú veizt, hvað þetta fólk
er fíkið í að kynnast frægum mönnum.
Við hlæjum að því. Það er ekki fallegt
Teodór sagði ekki eitt einasta orð á
meðan þau borðuðu, og um kvöldið sat
Friðrikka ásamt Napoleon uppi á girð-
ingu. En svo kom Teodór og hvislaði að
Friðrikku:
— Við skulum ekki rífast!
Friðrikka þrýsti sér að honum og sagði:
— Sjáðu, Teddi, þarna er kvöldstjarn-
an — manstu----------?
En það var leiðinlegt, hvað Teodór og
Friðrikka þurftu lítið til að fara að rífast,
og það varð æ erfiðara að sættast aftur.
Og svo kom frænka frú Saunders í
heimsókn.
Það var seinni part dags. Friðrikka var
úti á vegi og beið eftir því, að Teodór
kæmi frá stöðinni, þegar bílinn kom þjót-
andi, og við stýrið sat ung stúlka og við
hliðina á henni sat Teodór. Napoleon sat
á miðjum veginum og þvoði sér. Friðrikka
hljóp æpandi að honum, en stúlkan beygði
og nam staðar.
— Aumingja litla kisa — gerði ég þig
hrædda, sagði hún ag stökk út úr bílnum
um leið og Friðrikka hafði tekið hana upp.
— Hún mundi aldrei láta bera á því,
þó að hún væri hrædd, sagði Friðrikka
hlæjandi, — hún hefir svo mikið sjálfs-
álit. Henni hefði litist vel á þessa ungu
stúlku, hugsaði hún, ef hún væri ekki alveg
svona mikið upp með sér, og ef Teodór
hefði ekki þurft að hneigja sig og beygja
fyrir henni og bera inn töskurnar hennar.
— Ég heiti Dóra Saunders! Eruð þér
að skemmta yður hér?
— Nei, ég er vinnukona! Friðrikka naut
vandræða Dóru. En eftir dálitla stund náði
hún sér og spurði:
— Eigið þér þennan kött? Hvað heitir
hann?
— Franco! Teodór svaraði.
— Hvers vegna ætti hann ekki líka að
hafa dulnefni, sagði hann síðar við Frið-
rikku.
Dóra gerði þeim allt erfiðara. Það var
þreytandi að þurfa að horfa á hana fara
í skemmtiferðir, en það, sem verra var,
Teodór þurfti alltaf að fara með henni og
bíða eftir henni.
— Ég er dálítið hrædd að aka ein, sagði
Dóra hlæjandi. — Þér akið svo ágætlega,
Bárður.
— Hún ekur langtum betur en þú,
Teddi, sagði Friðrikka og hló dálítið
gremjulega. — Ég er hrædd um, að það
sé þessi fallegi Bárður, sem hún sækist
eftir.
— Ertu afbrýsisöm, Friðrikka? sagði
Teodór aðeins.
— Nei, sagði Friðrikka hranalega, en
mér leiðast léttúðugar stúlkur.
Teodór anzaði henni ekki, og þegar hann
var farinn, fór Friðrikka að þvo upp, og
hún var svo utan við sig, að hún tók ekk-
ert eftir því, að hún setti fingurna undir
heita vatnið og brenndi sig. Henni þótti
vænt um að hafa eitthvað til að gráta af.
Þegar Teodór kom aftur, tók hann hana
í fang sér.
— Friðrikka, kjáninn minn! hvíslaði
hann. Þú veizt, að svona kvenfólk er ekki
við mitt hæfi. En hvað á ég að gera? Ég
get ekki sagt nei við því að aka fyrir hana.
— Teddi, — ég hélt að þú værir hrifinn
af fötunum hennar.
— Kjánaprikið mitt, sagði Teodór hlæj-
andi. Þú manst líklega eftir því, að ég
varð fyrst skotinn í bláa sloppnum þínum.
Hann þurrkaði henni um augun og batt
um hönd hennar. I sama bili var skelli-
hlegið í dyrunum.
— Fyrirgefið, ef ég ónáða, sagði Dóra.
— Ég gleymdi að segja ykkur, að það
koma gestir í dag og frænka er svo óróleg,
því að einn er skáld og hún vill hafa góð-
an mat. Ég átti að spyrja yður, Bárður,
hvort þér vilduð ganga fyrir beina? Meg-
um við ekki kalla yður Fotheringay? Það
er svo gott nafn.
Friðrikka leit upp, en unga stúlkan var
farin, og Teodór hjálpaði hann upp í bíl-
inn.
Teodór var í ágætu skapi, þegar hann
var að hafa fataskipti um kvöldið.
— Sko, er ég ekki fæddur þjónn. Hann
tók upp bakkann og sveiflaði honum fim-
lega.
Friðrikka var að skera melónu í sundur,
þegar dyrnar opnuðust.
— Hvernig gekk, Teddi, sagði hún glað-
lega.
— Ágætlega — ég braut aðeins tvö
glös! En það var ekki Teodór, sem svar-
aði. Friðrikka hrökk við, sneri sér við og
sá Svein ganga að sér.
— Sveinn, hvað ert þú að gera hér?
hrópaði hún.
— Elta flóttamennina með blóðhund-
um, sagði Sveinn. — Ég hefi haft miklar
áhyggjur út af ykkur.
— Þetta hefir gengið ágætlega. Það var
Teodór. Þú verður að fara inn, Sveinn —
ég hugsa, að húsbændunum sé ekkert um
það, að gestirnir haldi sig í eldhúsinu.
— Teddi! hrópaði Friðrikka ásakandi.
Hann meinar þetta ekki, Sveinn — en þetta
hefir verið svo erfitt fyrir hann.
— Ó, slúður, Teddi, sagði Sveinn hlæj-
andi, láttu nú ekki eins og kjáni. Ég varð
að tala við ykkur, en hefði aldrei fundið
ykkur, nema með aðstoð Dóru. Það er
Framh. á bls. 22.