Vikan


Vikan - 09.03.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 09.03.1939, Blaðsíða 19
Nr. 10, 1939 VIKAN 19 Þér mun áreiðanlega þykja leiðinlegt að fá ekki tækifæri til að koma fram opin- berlega undir þessum kringumstæðum — en brúðkaupið kemur aðeins okkur við. Reyndu að fyrirgefa okkur. Lorina las bréfið tvisvar sinnum, síðan lagði hún sig á legubekkinn í dimma svefn- lierberginu sínu og andvarpaði um leið. Hún hafði alveg sérstaka hæfileika til að láta smááhyggjur ekkert á sig fá — vinna hennar var henni fyrir öllu. Þegar hún hafði hvílt sig í hálftíma, voru dyrnar á svefnherberginu hennar opnaðar, og Gordon kom þjótandi inn og braut hina ströngu reglu hússins — að það mátti ekki ónáða Lorinu, þegar hún var að hvíla sig. — Mamma, ég hefi miklar fregnir að færa þér! Lorina hrökk við. — Ég hefi náð ágætu prófi — og ég hefi fengið stöðu! Einn bekkjarbróðir minn á vin, sem vantar aðstoðarmann — í Bradford — og hann hefir lofað að taka mig. Lorinu þótti vænt um, að æðsta ósk son- ar hennar var uppfyllt. — Elsku sonur minn — ferðu svona langt ? — En hvað þú ert heppinn! Hringdu í Hopkins og láttu hann koma með kampa- vín, við verðum að halda þetta hátíðlegt. Á meðan þau drukku, sagði hún honum :frá Madeleine. — Þetta er erfitt fyrir þig, mamma mín, sagði Gordon. En Lorina brosti ánægjulega. — Hún hefir líka fengið sína æðstu ósk uppfyllta. Þið eruð bæði búin að koma ykkur fyrir. Hann tautaði eitthvað, sem enginn skildi, og Lorina hló. — Ég veit allt, góði minn — farðu og segðu Cicely fréttirnar, henni mun áreið- anlega þykja vænt um þær. Gordon eldroðnaði — hann þreif í öxl- ina á móður sinni og hryssti hana. — Þú hefir verið góð móðir, hvíslaði hann. — Og — og ég skal teikna eins fallegt barnasjúkrahús fyrir þig og þú vilt----- Hún ýtti honum blíðlega frá sér. — Reyndu nú að koma þér í burtu! Þegar hún var ein eftir, gekk hún að símanum og hringdi til Lawrence Hold, sem hafði verið fjárhaldsmaður hennar, síðan maðurinn hennar dó. — Segðu mér, Lawrence, hversu mikils virði er ég? — Góða Lucy — Lawrence hafði aldrei getað vanið sig á að kalla hana Lorinu Lee — það er ekki hægt að segja það ná- kvæmlega, en ég gæti trúað, að það væri 30—35 þúsund sterlingspund. Lorina brosti. — Heyrðu, Lawrence, ég ætla að biðja þig að gera dálítið fyrir mig, en það vefð- ur að vera fljótt. Komdu því þannig fyrir, að ég fái 5 hundruð pund á ári og keyptu fyrir mig litið hús langt upp í sveit. — Hvað er nú að þér? — Skiptu afganginum jafnt á milli barnanna, nema þrem þúsundum, sem eiga að ganga til barnasjúkrahúsanna. Og segðu öllum, að Lorina Lee sé dáin! Hús- ið á að kaupa í nafni Lucy Stubbs. Hún heyrði eitthvert uml í símanum. — Ég kem til þín, þegar þú ert búinn að ná þér, Lawrence, sagði hún hlæjandi. — Guði sé lof, að Lorina Lee er búin að vera, hugsaði hún. Síðan tók hún myndina af manni sínum, sem alltaf hafði staðið á litla borðinu við rúmið hennar. Hann horfði á hana með sínum rólegu, vingjarnlegu augum. — Ó, Dick, hvíslaði hún, þú hefir allt- af skilið mig. Nú er þetta liðið. Börnin geta séð um sig sjálf. Þau þurfa mín ekki lengur við. Nú er það liðið þetta andstyggi- Slöngur í Sudur-Afríku. Framh. af bls. 8. Lesarinn má ekki halda, að innfæddu mennirnir séu hræddir við slöngurnar. í þessu tilfelli var það öllu heldur myrkrið, sem hræddi þá. Á daginn sýna þeir óbil- andi kjark og dug í baráttu við slöng- urnar. * Þannig réðist Zulubúi fyrir skömmu á svarta mömbu, sem var 3 m. á lengd, fyrir utan Durban, og náði henni lifandi. Hann var á ferð með vini sínum og tveimur hund- um, þegar hann sá allt í einu slöngu fyrir framan sig. Eina vopn Zulubúans var gaffalmyndað prik. Hann bað vin sinn að halda hundunum, en réðist rólegur á slöng- una. Hún fór bak við stein, og þar tókst Zulubúanum að koma gafflinum bak við haus slöngunnar. En þegar hann tók utan um hana og ætlaði að stinga henni ofan í pokann, varð hún hamstola. Hún barðist um og vafði sig utan um manninn. En hann lét ekki undan og að lokum kom hann henni niður í pokann. Sigri hrósandi fór hann með hana í dýragarðinn í Durban, þar sem hann fékk þenna dýrmæta fengríflegaborgaðan. Þegar fólk veit, hvað ,,kragaslöngur“ eru hættulegar og hvað þær eru gjarnar á að vera í gömlum húsum, þar sem rottu- og músagangur er mikill, þá skilst því eftirfarandi saga, sem sýnir, að oft verð- ur að rífa heil hús niður til að losna við þessi andstyggilegu kvikindi. ,;Kragaslanga“ sú, er sagan hermir frá lá úti í sólskini við garðvegginn, en þegár húseigandinn gekk fram hjá, hvarf hún eins og elding undir þakskeggið. Eigandi hússins gat ekki hugsað sér að búa í húsi, þar sem var slanga, sem lífshætta stafaði af og því varð að rífa það niður til að finna slönguna. Það hefir verið skrifað margt og mikið um vit og bragðvísi slangnanna. Af eigin reynslu, finnst mér mest áberandi sá eiginleiki þeirra, að koma mönnum alltaf á óvart. lega líf, sem ég hefi alltaf hatað. — Allar þessar andstyggilegu auglýsingar, sem ég var neydd til að viðhafa vegna barnanna. Þau hafa ekki alltaf skihð það — en það hefir þú gert! Það hefir þú gert, vinur minn — ég veit það! — Þessi heimska, hégómagjarna Lor- ina, sem alltaf hefir barizt fyrir því að vera ung, er dáin. Nú er ég bara eftir, Dick — aðeins Lucy þín. Það var alveg eins og andlit Lorinu Lees hefði breytzt, þegar hún setti mynd- ina aftur á sinn stað og fór að skrifa börn- um sínum. Það var orðið ellilegra, en það var undarlega viðkvæmur svipur í því, og leiftrið var horfið úr augum hennar. Hún brosti ánægjulega, þegar hún skrifaði undir bréfin: — Þín móðir, Lucy Stubbs, Oft hefi ég á gönguferðum mínum ver- ið tilbúinn með stafinn til að berjast við slöngu, án þess að verða nokkurs var. En ef ég hefi farið fram í eldhús til að sækja mér vatn eða verið úti í garði að tína blóm, og ekki dottið slanga í hug, þá hafa þær ekki látið standa á sér. Einu sinni var ég staddur í bæ í East Griqualandi og var að drekka te úti í garði með mörgu fólki. Húsmóðirin rétti hend- ina eftir mjólkurkönnu, sem stóð á borð- inu, þegar ein kvennanna rak allt í einu upp óp og benti fram fyrir sig. I einu trénu yfir mjólkurkönnunni hékk slanga á hal- anum og drakk úr könnunni. Við þutum öll inn í húsið. Einn maðurinn tók sér byssu í hönd og skaut dýrið. — Teið drukk- um við inni í húsinu. I annað skipti sat ég með nokkrum bændum úti í sumarhúsi. Það var komið að sólsetri, og við vorum að spjalla sam- an yfir vínglösum. AUt í einu kom stór froskur inn á gólfið. Hann var svo undar- legur, að ég ætlaði að athuga hann nán- ar, en fékk ekki tíma til þess, því að græn mamba réðist á hann. Áður en nokkuð var hægt að gera, fór slangan út í garðinn með bráðina og þá sá ég allt í einu, af hverju froskurinn var svona skrítinn — hann var bókstaflega hvítur af hræðslu! Það er alveg eins og sumir menn dragi að sér slöngur eins og segull dregur að sér járn og stál. Kona nokkur, sem gat varla gengið framhjá dýragarðinum í Durban án þess að hrohur færi um hana, var einu sinni í skemmtiferð í Natal og fór ásamt mörgu fólki upp á hátt fjall, þar sem dýr eru yfirleitt engin. En þenna dag hafði slanga villzt þangað og beit hana í fótinn, en hún náði sér til allrar hamingju fljótlega. I annað skipti var þessi sama kona á fjallagöngu um hávetur, þegar ekkert er um slöngur. En þegar hún var komin upp á mitt fjalhð, sá hún allt í einu stóra slöngu. Án efa hefir óp hennar frelsað hana frá bráðum bana, því að slangan varð dauðhrædd og hypjaði sig í burtu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.