Vikan


Vikan - 09.03.1939, Blaðsíða 21

Vikan - 09.03.1939, Blaðsíða 21
Nr. 10, 1939 VIKAN 21 Nýja Öldin. Framh. af bls. 5. á alþýðlegri dulspeki um sverðfisk, fugla úr aldingarðinum Eden og Gethsemane- jurtir. Þarna var sem sé kominn Skíði göngumaður, en ekki með grobbið í skjóð- unni, heldur lítillætið og slatta af vizku um leynda hluti — stéttvís lýsing á íslenzk- um förumanni. Síðar var þetta hlutverk leikið af Eyjólfi Jónssyni frá Herru, mæt- um leikara, sem hafði sjaldgæfa hæfi- leika til að lifa sig inn í hlutverkameðferð meðleikara sinna, og fylgdi hann í einu og öllu þeirri fyrirmynd, sem Jens B. Waage hafði gefið. Eins fylgdi Eyjólfur nákvæm- lega fyrirmynd Andrésar Björnssonar um meðferð á hlutverki Pumpendahls í gaman- leiknum Tengdapabbi nokkru síðar. Og svo kom Galdra-Loftur, maðurinn, sem hefir beðið tjón á sálu sinni. Hafi sam- anburðurinn á álfakonginum og Skugga- Sveini leitt mann til að álykta, að rík rómantísk æð hafi verið í leikhæfileikum Jens B. Waage, þá færir meðferð hans á Galdra-Lofti manni heim sanninn um það, að hann var engu síður markviss skapgerð- arleikari á raunhæfa vísu. Hin mjög svo sundurleita skapgerð Lofts, frá draum- lyndi unglingsins til forherðingar glæpa- mannsins, var lifandi í meðferð Jens B. Waage og það vegna þess, að hann missti aldrei sjónar af þungamiðju leiksins. Á dönsku heitir leikritið ,,Önsket“, og það er einmitt óskin, viljinn að ráða sínum forlög-' um sjálfur, sem er þungamiðjan. Vitfirr- ing Lofts verður fyrst tragísk þegar manni > skilst, að þessi vilji er fyrirhugaður af æðri máttarvöldum, og þá verður Loftur brjóst- umkennanlegur í vitfirringu sinni, eins og vanmáttugur ánamaðkur, sem er traðk- aður niður á fömum vegi. Og það var þessi mynd, gagnstæð nægjusemi Arngríms holdsveika, sem Jens B. Waage gerði oss minnisstæða af Galdra-Lofti. Þar til naut hann frábærs meðleiks Stefaníu Guð- mundsdóttur í hlutverki Steinunnar, og verður með fullum rétti tahð, að þessir ágætu leikendur hafi þá náð hæzt á lista- braut sinni. * Þegar litið er til liðinna leikara nýju aldarinnar, bregður fyrir tveimur einkenni- lega gáfuðum mönnum. Það eru þeir Andrés Bjömsson og Ólafur Ottesen. Að menntun og andlegu atgjörvi voru þeir hreykinn og vafði utan af veiðinni. — Blússan er óhrein. — Það er hægt að þvo hana. En varstu ekki hræddur við veðrið? — Nei, ég var svo önnum kafinn, sagði Pési. Nú kom bóndinn: — Þvílík stærð, hann er meira en krónu virði. Það er allt fullt af álum í þmmuveðri. En hafðu nú körfu með þér næst. Það gerði Pési og hann veiddi svo marga ála, að hann gat tvisvar sinnum borgað rafmagnsreikninginn fyrir mömmu sína. ólíkir, en leikhæfileikar þeirra voru ótví- ræðir og með líkum hætti. En það, sem ef til vill tengir þá fastast saman í endur- minningunni eru hin svipuðu örlög þeirra beggja — að verða úti á lífsins vegi. Ólafur Ottesen lék hér í fyrsta skipti 1905, þá kornungur drengur, en síðar flutt- ist hann til Vestmannaeyja, þar sem hann lék mörg hlutverk og var lífið og sálin í leiklistarviðleitni Vestmannaeyinga. Það vildi svo til, að hann fluttist aftur til Reykjavíkur rétt eftir fráfall Árna Eiríks- sonar. Það leikár átti frú Stefanía Guð- mundsdóttir 25 ára leikaraafmæli og hafði kosið að leika hlutverk sitt, Mögdu í Heim- ilinu eftir Sudermann. Árni Eiríksson hafði leikið á móti henni Schwartze höfuðs- mann í þessum leik, og var nú hinn ungi Vestmannaeyingur fyrir valinu til að leika þetta gamla hlutverk Árna. Þetta tiltæki tókst svo vel, að „áhorfendur gátu ímynd- að sér, að Árni væri þar sjálfur" þar sem var Ólafur Ottesen. Hafði hann séð leik Árna barn að aldri og leikið þetta hlutverk í Vestmannaeyjum, og verður það að telj- ast frábærlega vel gert af ungum manni, að hlaupa í skarðið fyrir jafn góðan leik- ara og Árni var. Önnur helztu hlutverk, sem Ólafur Otte- sen lék, voru Sherlock Holmes (í Vest- mannaeyjum), Jón í Lénharði fógeta, Scapin í Hrekkjabrögð Scapins, Björn í Fjalla-Eyvindi og prófessor Turman í Landafræði og ást, en auk þess mörg minni háttar hlutverk. Dauða hans bar að með snöggum hætti, eftir aðeins þriggja ára starf á leiksviðinu hér, en ef hans hefði notið við lengur, þá hefði leiksvið vort verið einum minnisstæð- um leikara ríkara. Andrés Bjömsson var skagfirskur að ætt og uppruna,. mjög vel menntaður og gáfaður maður. Hann hafði leikið í skóla um aldamót og með stúdentum í sýningu þeirra á Alt-Heidelberg, til ágóða fyrir myndastyttuna af Jónasi Hallgrímssyni, sem stendur á túnblettinum við Amt- mannsstíg. En með Leikfélaginu lék hann fyrst 1911 og þá hlutverk Arnesar í Fjalla- Eyvindi. Sjaldan eða aldrei hafa leikhæfi- leikar komið jafngreinilega í ljós hjá ung- um manni á leiksviði hér og í það skipti. Auðninni í sálu útileguþjófsins Arnesar var lýst með svo næmum skilningi og miklum skarpleik, að menn gátu vænzt mikiis af leikaranum. Síðar uppfyllti And- rés þessar vonir manna til fullnustu með leik sínum í hlutverkum eins og Assessor Svale, Torfa í Klofa, Ráðsmanninum í Galdra-Lofti og Pumpendahl gamla í Tengdapabba, sem var síðasta hlutverkið, sem hann lék, en hann varð úti í Hafnar- f jarðarhrauni í marzmánuði 1916. Þó Andrés Björnsson og Ólafur Otte- sen séu fyrstir taldir, þá er margra ann- ara leikenda að minnast á fyrstu tveimur tugum nýju aldarinnar, þó ekki verði gert að sinni. í leikhstarstarfinu mæðir hiti og þungi dagsins ekki einasta á þeim leikurum, sem mikið ber á, heldur fullt eins mikið á öll- um hinum, sem leysa af hendi vanþakk- látari hlutverkin. Það er eins og í hernaði, að ekki er komið undir herforingjunum, heldur líka dugnaði óbreyttu liðsmann- anna, ef sigur skal vinna. Á leiksviðinu hér hefir það og verið svo, að hiti og þungi dagsins hefir mætt á óbreyttum hðsmönn- um og þeirra starf hefir verið mikið og gott, þegar ahar aðstæður eru athugaðar og ekki sízt, þegar þess er gætt, að iðu- legast bera hinir minnimáttar leikarar skarðari hlut frá borði en þeir, sem unnið hafa hylli áhorfenda. Þess er að gæta, að sá áhugi, sem komið hefir mikilhæfum leikurum til að leggja fram krafta sína fyrir lítil laun og stundum engin, sem því nafni geta heitið, hefir einnig búið í brjóst- um þeirra, er skipuðu hina breiðari fylk- ingu. En starfsáhugi og‘þolgæði margra þeirra er því mun aðdáunarverðari sem þeir hafa uppskorið meira vanþakklæti í launastað en hinir. Hér með er þó ekki sagt, að f jöldi þeirra leikenda, sem hiti og þungi dagsins mæddi einkanlega á, hafi verið hæfileikalausir með öllu. Leiklistar- hæfileikum er, eins og öllum listarhæfi- leikum, ójafnt deilt milli iðkenda listar- innar — sumum var gefið ríkulega, aðrir hlutu minni skerf. Það gerði nú máhð einfaldara, þegar gert er upp á milli leikara, ef aðeins væri að líta á augljósa hæfileika eða augljósan hæfileikaskort. I einstökum tilfellum er leyfilegt að gera sér ákveðnar hugmyndir um vöntun hæfileika hjá ákveðnum leik- urum. En þegar litið er yfir langan starfs- feril á maður á hættunni, að standa aht í einu andspænis þeirri staðreynd, að leik- arinn hafi leyst af hendi hlutverk með ágætum, svo að varla varð á betra kosið. Að öllu þessu athuguðu verður ekki farið út í mannjöfnuð milh þeirra, sem hiti og þungi dagsins mæddi á. Þeir standá og falla með þeim sýningum, sem þeir tóku þátt í. En það er eftirtektarvert, að út- koman verður þá bezt, heildarsvipurinn skýrastur, leikmeðferðin minnisstæðust, þegar íslenzku leikritin voru sýnd. Með tilliti til þjóðlegra viðfangsefna var arfurinn frá gömlu öldinni heldur fátæk- legur, en á nýju öldinni bættist nokkuð úr í þessu efni. Að minnsta kosti sköpuðu leikrit Jóhanns Sigurjónssonar og önnur íslenzk leikrit möguleika fyrir því, að mikilhæfir leikendur eins og Jens B. Waage og Stefanía Guðmundsdóttir fengu að njóta sín til fullnustu. En það er eins og gamla öldin segir í Aldamótasjónleik Matthíasar: Vandi’ er vel að enda, valda nomir hins foma. Vandi gömlu aldarinnar að enda, verð- ur vandi nýju aldarinnar að halda áfram, þvi nomir hins forna eru hinar sömu enn sem fyrr. L. S.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.