Vikan - 09.03.1939, Blaðsíða 18
18
VIKAN
Nr. 10, 1939
hennar skildi hlutverk sitt. Hún lék auð-
vitað aðalhlutverkið.
Æska Lorinu hafði svo mikið að segja
fyrir hana, að Madeleine gat ekki gert
neina athugasemd í þá átt.
Madeleine og Gordon höfðu ekkert á
móti því, að móðir þeirra væri fræg leik-
kona, — uppeldi sitt og skemmtanir fengu
þau fyrir hin háu laun, sem hún hafði sem
leikkona, en þeim fannst viðbjóðslegt, að
einkalíf þeirra skyldi alltaf vera birt al-
menningi.
Leikurinn heppnaðist með afbrigðum
vel. Gordon tók eftir því, að gagnrýnend-
umir voru glaðvakandi. En Gordon og
Madeleine kærðu sig ekkert um alla þá
hrifningu, sem móður þeirra var sýnd, því
að hennar vegna var þeim veitt mikil at-
hygli.
Gömul kona lagði hendina blíðlega á
handlegg Gordons og lét í Ijósi undrun
sína, að „litli drengurinn“ hennar Miss Lee,
skyldi vera stór og myndarlegur maður,
tuttugu og tveggja ára gamall.
— En hvað þér eigið yndislega móður!
hrópaði hún og klappaði ástúðlega á hand-
legginn á honum. Ég get aldrei gleymt,
hvað hún var góð við börnin á East End-
sjúkrahúsinu. Hún hefir alveg sérstakt vit
á meðferð barna!
— Áreiðanlega! sagði Gordon kuldalega
og flýtti sér í burtu til að leita að Cicely
Gay. Hann sá, hvar hún stóð og hallaði
sér upp að einni súlunni.
— En hvað mér þykir gaman að sjá
yður, sagði hún og rétti honum hendina.
— Þér hljótið að vera sonur Miss Lee —
og samt, hvernig getur það verið-------
Gordon sló fast á hendina á henni.
— Þegiðu, hreytti hann út úr sér. — Ég
er búinn að fá meira en nóg af þessu í
kvöld. Mér finnst ég vera eins og baktería
í smásjá. Við skulum fara héðan — ég er
búinn að gera skyldu mína!
Cicely hló lágt og leiddi hann. Um leið
og þau fóru út, sáu þau hvar Madeleine
stóð, umkringd af mörgum konum, sem
urðu að láta sér nægja að tala við dóttur-
ina, þar sem móðirin var vant við látin.
Madeleine gaf syni leikritahöfundarins,
Bill Barry, merki um að koma og frelsa
sig, og þegar honum loksins tókst að kom-
ast til hennar, hrópaði hann í hrifningu.
— Móður þinni hefir tekizt vel í kvöld.
Ertu ekki hreykin af henni?
— Við skulum tala um eitthvað annað,
Bill, sagði Madeleine og andvarpaði.-----
Og getum við ekki farið eitthvað annað?
Ég þoli þetta ekki lengur!
Hún benti með höfðinu á langt borð, þar
sem móðir hennar sat fyrir endanum eins
og í hásæti.
Við aðra hlið hennar stóð faðir Bills, en
við hina leikstjórinn og fyrir aftan stóhnn
stóðu nokkrir blaðamenn og leikarar.
Lorina var að skrifa á ljósmyndir. —
Þær sömu, sem voru í auglýsingunni um
barnasápu — „Miss Lee hefir alltaf notað
þessa sápu á sín börn.“ Og í hvert skipti,
sem hún afhenti mynd, ljómaði andlit
hennar af brosi.
— Að þessu hefir hún gaman, sagði
Madeleine gremjulega um leið og hún
horfði á móður sína. — Henni er ekkert
heilagt — hún notar allt sem auglýsingu
fyrir sjálfa sig. Ég hefi aldrei getað fyrir-
gefið henni viðtalið, sem hún lét birta við
sig, þegar pabbi dó.
— Það var í hræðilegum bruna á ein-
hverju veitingahúsi í Bourne-on-Sea, var
það ekki?
Madeleine kinkaði kolli.
— Jú, pabbi hélt að það væri barn uppi
á efstu hæð — en það kom síðar í ljós, að
svo var ekki — og fór inn, en hann kom
aldrei út aftur. Þeim þótti ákaflega vænt
hvoru um annað, og maður gæti haldið,
að hann hefði bara gert þetta fyrir hana.
Aumingja pabbi var allt of rómantískur til
að geta unnið sér inn peninga, og þetta
er það eina, sem hann hefir hjálpað fjöl-
skyldunni fjárhagslega.
— Hefir móðir þín séð um hitt?
— Já, hún hefir unnið eins og hestur
síðan pabbi dó. Mamma hefir gert allt fyrir
okkur, en ég sé ekki, að þessar auglýsingar
séu nauðsynlegar.
— Hún er ágæt verzlunarkona, sagði
Bill. En hún getur líklega ekki sett sig í
spor annarra. Hún er orðin svo sjálfselsk
— það eina, sem einhverja þýðingu hefir
fyrir hana, er gengi hennar sjálfrar.
Þau horfðu stundarkorn á Lorinu, sem
virtist una sér vel, en allt í einu fylltust
augu Madeleine tárum og hún sneri sér
að Bill og sagði:
— Farðu með mig héðan, Bill! Farðu
með mig héðan!
Gömul kona, hin sama, sem hafði ráðist
á Gordon, tók eftir þessu og hún hrópaði:
— En hvað þetta er fallegt. Blessuð
stúlkan er utan við sig af því, hvað hún er
hreykin af móður sinni. Það er engin furða
á því! Þetta verð ég að segja Miss Lee!
Lorina, sem þekkti Madeleine allt of vel
til að trúa þessu, lézt verða mjög hrærð.
— Hún er svo viðkvæm, sagði hún blíð-
lega. Henni hafði verið sagt, að Madeleine
væri farin með hinum unga, rauðhærða
manni. Hún vissi, að það var Bill Barry.
Hún hafði oft hugsað um, hvað úr þessu
mundi verða. Þau höfðu verið saman í
mörg ár, en ekki minnzt á trúlofun. Þetta
mundi annars verða ágæt auglýsing fyrir
hana — sonur rithöfundarins og dóttir
fegurðardrottningarinnar.
Lorina stóð allt í einu upp og fór inn
í búningsherbergið. Eftir dálitla stund kom
hún aftur í grænum kjól með víðum erm-
um.
-----Dálítið hégómagjörn eins og allir
listamenn, sagði blaðamaður við unga leik-
konu. Einu sinni gekk hún niður eftir
Reqeut Street með hitapoka í rauðum
flúnelspoka í stað þess að hafa hann í tösk-
unni sinni.
Lorina hafði satt að segja einu sinni
gert þetta, bömum sínum til mikillar
gremju. Önnur saga var það, að einu sinni
tók hún bíl, en þegar hún kom til ákvörð-
unarstaðarins hafði hún enga peninga á
sér. Það var kallað á lögregluþjón, sgm
skrifaði hjá sér nafn hennar og fjölskyldu
þeirrar, sem hún ætlaði að borða hjá —
þekkt og tigin fjölskylda. Hópur af for-
vitnu fólki hafði flykkzt í kringum hana,
og auðvitað hafði sagan komið í blöðunum
ásamt yndislegri mynd af hinni óheppnu
leikkonu.
Lorina var eðlilega aðalmanneskja
kvöldsins og hélt ræðu, þar sem hún þakk-
aði framkvæmdarstjóranum, leikstjóran-
um og rithöfundinum. Þegar allt stóð sem
hæst fór hún að gráta og kyssti Jarvis
Barry. Þetta mundi taka sig vel út í blöð-
unum, hugsaði hún.
Eftir fmmsýninguna varð lífið dálítið
friðsamara hjá Stubbs-fjölskyldunni. Lor-
ina var að vinna seinni hluta daganna og"
á kvöldin í leikhúsinu.
Madeleine var mikið úti, og Gordon, sem
var að bíða effir úrslitum húsameistara-
prófsins, var mjög órólegur.
— Mér fyndist, að þú ættir að fara úr
bænum í viku og hvíla þig, sagði Lorina
við hann. Farðu niður á „Grand“ í Boume-
on-Sea, svo skal ég koma til þín um helg-
ina.
Börnin störðu óttaslegin á hana.
— En mamma, þetta er veitingahúsiðr
þar sem pabbi dó! Þú ætlar þó ekki-------
— Og það er bráðum dagurinn, sem
hann dó, sagði Lorina rólega. Það er ein-
mitt ástæðan — nokkurs konar pílagríms-
för.
Gordon hnyklaði brýrnar. Hann er líkur
pabba sínum, hugsaði Lorina------Gordon
hafði aðeins hin góðlegu, bláu augu móður
sinnar.
— Mér dytti aldrei í hug að gera neitt
þess háttar, hreytti Gordon út úr sér.
— Það væri andstyggilegt! sagði Made-
leine æst. Getur þú ekki séð pabba í friði
í gröfinni? Þarftu endilega að draga hann
inn í þessar andstyggilegu auglýsingar
þínar ?
Lorina var orðin föl.
— Hinar andstyggilegu auglýsingar
mínar, eins og þú kallar þær, hafa orðið
þér að miklu gagni, Madeleine mín, svo að
það stendur ekki næst þér að hæðast að
þeim og fyrirlíta þær.
Madeleine titraði. Gordon fór upp í her-
bergið sitt og fór að láta niður í tösk-
una sína.
Þau voru bæði undrandi, því að það var
í fyrsta skipti, sem móðir þeirra hafði gef-
ið þeim í skyn, að þau skulduðu sér eitt-
hvað.
Gordon var fjarverandi í eina viku, en
hann fór ekki til Bourne-on-Sea. Madeleine
var alltaf úti með Bill Barry, og einn góð-
an veðurdag fór hún líka leiðar sinnar og
skildi eftir bréf til móður sinnar.
Mér þykir það mjög leiðinlegt, en ég þoli
þetta ekki lengur. Mig langar ekkert til
að halda stórt brúðkaup. Við Bill förum
upp í sveit og verðum gefin saman í kyir-
þey í lítilli kirkju.