Vikan


Vikan - 23.03.1939, Side 4

Vikan - 23.03.1939, Side 4
4 VIKAN Nr. 12, 1939- Þessi orðamunur er því sjaldnast raun- verulegur, heldur orsakast hann af því að orðið, sem um er að ræða, er ritað á marg- víslegan hátt; þetta er oft mjög villandi og eykur mjög fyrirhöfnina, þar sem af því leiðir, að athuga verður öll orð, sem hugsanlegt er að til greina geti komið. Orðið „sin“ getur t. a. m. táknað „sin“, „sín“, „sínn“, „syn“, „sýn“, „sýnn“ o. s. frv. vegna þess að afritarar gera oft ekki greinarmun á „i“ og „y“, „í“ og „ý“ og rita ýmist einfaldan eða tvöfaldan sam- hljóðanda. Það er á þessu ófremdarástandi í ís- lenzkri stafsetningu, sem höfundur 1. mál- fræðiritgerðarinnar í Snorra-Eddu, senni- lega Sæmundur fróði, hyggst að ráða bót með hinu nýja stafrófi. En fulln- aðarsigri, á ónákvæmninni í stafsetn- ingunni, sem var arfur frá rúnastafsetn- ingunni, hefir honum ekki tekist að ná, og þótt það ætti við hér að ræða afleiðingar þessa ósigurs hans, þá er það ekki hægt vegna þess, að það er alltof langt mál. 1 fimmta lagi kemur til greina, að marg- ir af stöfum gotneska letursins, sem menn rituðu, voru svo líkir, ef ekki var vandað til letursins, að menn réðu þá ranglega. Lásu I = s, og i, k, r og t rugluðu menn saman; u og n urðu oft svo líkir stafir að ekki varð á milli þeirra greint o. s. frv., og því að „um“ verður ,,inn“, „in“ að „ni“ o. s. frv. veldur að líkindum annað hvort misgáningur eða óhreinindi, sem sezt hafa á blaðið. Stundum hefir h orðið að „li“, eða li að h, og t að r (eins og getið var hér að framan). Þannig verður orðið „ht- uðr“ að „hrodr“ í einu handritanna af Glymdrápu. Sumir afritarar virðast ekki hafa kunnað skil á því, hvort orð eða at- kvæði byrjuðu á h eða ekki; t. a. m. ritar einn afritari „hjalphendr" þar sem hinn skrifar „hjalpendr", í einni af vísum Egils Skallagrímssonar. Allar þess villur eru svo algengar í handritunum að til þeirra verð- ur að taka tillit, jafnvel þótt þær komi ekki fyrir í fáum afritum, sem til eru af vísunni, því að afritaskortur getur verið ástæðan til þess að enginn ágreiningur er um orðin, sem grunsamleg eru. Hinir svo- kölluðu „titlar“ hafa einnig valdið margs- konar villum, að því er virðist. Einu villurnar, sem raunverulega eru óviðráðanlegar, eru leiðréttingarnar, sem sumir afritaranna hafa gert að yfirlögðu ráði, á sama hátt og menn gera nú á tím- um, ef þeir skilja ekki það, sem í hand- ritunum stendur. En sem betur fer hefir slíkur „vandalismus" verið mjög fátíður þá. Loks verður að geta þess, að athugi menn gaumgæfilega A-deildina af Norsk- isl. Skjaldedigtning, þá leynir það sér ekki, að frumritin, af vísunum, hafa verið rituð með rúnum, því að, svo að segja, í hverri vísu reka menn sig á orð, sem í sumum handritanna eru fullráðin, en í öðrum ann- aðhvort ráðin til hálfs, eða rituð óbreytt frá því, sem þau voru rituð með rúnum. Þessu til sönnunar skal ég benda á Hjálmar Gullberg: Þá mun oss ekki verða að holdsins hömum nein hindrun framar eða sálarspjöll. Við spegil forsals tekur höndum tömum í trygga geymslu af herrum og af dömum, sá hljóði vörður ytri plöggin öll. Meðan hann hörundi, eyrum, augum raðar, ásamt með nefi og munni í fimmskipt hólf, vor sála hljóð og hugsi nemur staðar. Um hringsal bláan snúast stjörnur glaðar, hvar loks vér stígum fyrir Guð á gólf. Magnús Ásgeirsson þýddi. Heimskringlu Snorra, svo að ekki verði sagt að riðið sé þar á garðinn sem hann er lægstur, því að þeim sem um Snorra rita kemur öllum saman um það, að hann hafi ritað Heimskringlu, búið til ræðumar frá eigin brjósti, m. ö. o. að Hkr.. sé „histor- iskur róman“ saminn af Snorra Sturlusyni., Þeir skeyta því engu að Snorri tekur það sjálfur fram, ekki með óákveðnum orðum, heldur beinlínis, að hann hafi látið rita bókina. Hann tekur það og fram að heim- ildir sínar sé sumar munnlegar, en hann nefnir og aðrar heimildir og hljóta þær að hafa verið ritaðar, þar sem þær að öðrum kosti hefði ekki verið frábmgðnar hinum munnlegu heimildum. Inglinga saga segir hann að sé rituð eftir „sögn“ Þjóðólfs úr Hvini, en þar sem hann var dauður mörg- um öldum áður getur ekki verið um aðra „sögn“ hans að ræða, en letraða. Hér skulu því tahn nokkur dæmi úr Inglinga- tali: Rúnaorð, Ólík orð í hdrr. sem táknar þau bæði X. v. áigling : sikling siklik 2. v. dusla : dysla tusla 3. v. véttr : vettr uitr — baga : baka- baka 4. v. byrði : byrðe burþi 5. v. ruðo : rvðv ruþu 8. v. orðe : yrðe urþi 9. v. geta : getta kita 11. V. frændr : frendr fratr 14. v. lattr : latr latr 21. v. vitta :: vita uita 30. v. sauk: saukk sauk 33. v. laungo : laugu lauku Þetta er aðeins lauslegt hrafl. Báðar ráðningamar em réttar;, ef aðeins er htið á rúnastafina, en aðeins. annaðhvort orð- anna getur átt heima í vísunni, sem það stendur í. Og þriðji möguleikinn er sá, að hvomg ráðningin sé rétt vegna þess að ráða megi rúnaorðið á fleiri vegu, en tvo. Samskonar orðamunur kemur og fyrir í óbtmdha málinu, en miklu sjaldnar vegna þess að það hafa rúnaráðendurnir skilið betur, en vísumar. Samt hefi ég við laus- lega yfirför á um 50 blaðsíðum, í sögu Ólafs helga, fundið um 40 villur af þessarri tegund. T. a. m.: lægia út ór höfninni = leggja (róa) o. s. frv., sameiginl. r.orð = lakia, ekki : engi, sameiginlegt r.orð = aki. væntu : vættu, sameiginlegt r.orð = uatu. fyikt : fylgt (honum höfðu þangat fylgt), sam- eiginlegt r.orð = fulkt. Þetta er svo algengt, að sé um torskilda vísu að ræða, þá er einfaldasta ráðið að rita hana stafrétt eftir handritinu, með rúnastafsetningu, og finna síðan allar leyfilegar ráðningar á rúnaorðimum, sem fyrir koma, og velja síðan úr þeim orða- forða, sem fæst á þenna hátt. Öll orðin em að sjálfsögðu jafn sennileg þar sem rúna- frumorðið getur táknað þau öll, en hvert þeirra skal velja fer auðvitað eftir því, hvert. þeirra er í samræmi við heilbrigða skynsemi, íslenzkt mál, kveðandi og metr- um. Að ræða þetta mál ítarlega, með dæm- um og rökum, er ekki hægt í stuttri grein, þvl að um þetta mál mætti og þyrfti að rita heila bók, ef vel væri. Hér hefir að- eins verið drepið á hið helzta af því, sem hver sá, er skýra vill vísu, verður að rann- saka og gera sér ljóst, ef hann vill gera fomskáldunum þau skil, sem þau verð- skulda. Að endingu skal ég svo sýna mönnum í fáum oróum hvemig þessar reglur, sem ég hefi nefnt, verka, ef þeim er beitt við þessar vísur Kormáks. Framit þottumz ek flotta freyr minum gram dreyra gautz at gatna moti galldrs bloðfrekum hallda ne glym ranar gina gatt hliðs init mattið minn leikr hugr a henni hlunn ios við banmunni. Lesi maður vísvma er enga bragvillu að finna í henni. Orðin „Framit þóttumk" Framh. á bls. 23.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.