Vikan - 23.03.1939, Blaðsíða 5
Nr. 12, 1939
VIKAN
5
SVIPIR IJR DAGLEGA LÍFINU:
r
I forsœlu
Bjarnaborgar.
Brynki gamli í kofanum.
Hann getur ekki staðið kyrr! Og þótt
hann eigi að baki sér hartnær átta-
tíu ára úlfúðaræfi, vappar hann í
kringum kofann sinn, eins og gæflyndur
tóuhvolpur og iðar allur í skinninu af
stríðni og stráksskap eins og hugsunar-
laus unglingur, sem enn á allt í vonum.
Fullu nafni heitir hann Brynjólfur Jóns-
son, en það vita fáir nema kirkjubækurn-
ar og bæjarskráin, því síðasta mannsald-
urinn hafa allir nefnt hann Brynka — og
sumir segja: Brynki gamli til aðgreining-
ar og staðfestingar á því, að það sé
þessi eini og sami gamh Brynki, sem þeir
eiga við. Foreldrar Brynjólfs hétu Guðrún
og Jón, ákaflega bláttáfram og alþýðleg
nöfn á bláttáfram og látlausum einyrkj-
um lélegrar kotjarðar í erfiðri sveit. Þau
bjuggu að Söndum á Meðallandi. Jóni þess-
um entist nákvæmlega aldur til að geta
tíu böm við konu sinni, og dó hann síðan.
En Guðrún á Söndum fytjaði upp á nýju
hjónabandi, ól seinni manni sínum fimm
böm og dó í fyrravetur hjá syni sínum,
Lofti bónda á Strönd á Meðallandi. Hafði
hún þá lifað í níutíu og sjö ár og einu
sinni fært heimilisfang sitt úr stað um eina
bæjarleið. Svo skammt fara sumir, þótt
lengi hfi.
Á þrítugsaldri yfirgaf Brynjólfur æsku-
stöðvar sínar, systkini, móður og stjúp-
föður, og hugði að höndla hamingjuna í
blámóðu fjarlægra stranda. Hvort hann
fann ævintýralandið, skal ekkert fullyrt.
En hitt er vitað, að eftir örfá vistaskipti
og nokkrar vertíðir suður með sjó, kom
hann hingað th Reykjavíkur og staðfesti
hér ráð sitt 1891. Reisti hann bú í kot-
greni, er Kasthús nefndist og var við
Hverfisgötu, þar sem nú er verzlunarhús
Ámunda Árnasonar:
— Meðallandið var mögur sveit, segir
Brynki, byggð bláfátæku og óupplýstu
fólki — vertu blessaður, lagsmaður. 1 ung-
dæmi mínu var þar ekki nema einstaka
fulltíða maður, sem gat lesið skrift. Sum-
ir þekktu staf og staf á stangli. Marg-
ir kunnu vart að lesa, enda var bókakost-
ur mjög rýr. Helzt vom rímur og hug-
vekjur, og „Fjallkonuna" keyptu nokkrir
bændur í félagi, og gekk hún manna á
mihi. Það var blaðakosturinn. Stunda-
klukka var þá engin til 1 sókninni.
Brynjólfur Jónsson. — Teikning eftir Jóh. S. Kjarval.
I æsku minni flæktist um Meðallandið
og Skaftártungur undarlegur maður, er
Vigfús hét, og var auknefndur „Geysis“,
því að hjá honum varð aht geysimikið.
Hafði hann flækzt úr skóla frá Bessastöð-
um, kvænzt og byrjað búskap þar eystra,
en síðar flosnað upp. Hann var maður
undarlegur um margt og lyginn í bezta
lagi. Fór hann milli bæja og fortaldi fólk-
inu þessar líka voða historíur, lags-
maður. Sagði hann t. d. frá manni einum,
sem var kappi mikill, og lýsti hann búnaði
hans á þessa leið: Hann var girtur svarð-
arreipi af átta ára gömul griðung, sem
var alinn á Blámannsvöllum, en skorinn
á Stóm-Laxárheiði.
Öðm sinni lýsti Vigfús þessi fundum
sínum við skessu þann veg: Er ég gekk
fram á hana, var hún að prjóna falla-
peysu á hrossleggi og fór svo vel á því
sem skarlat væri. Það hefir verið dálag-
legt handbragð, — lagsmaður.
Nú eru allir þessir gömlu karlfuglar
dauðir fyrir löngu, og Meðallandið kvað
vera orðin blómleg sveit og byggð vel-
menntuðu fó’ki. Eiginlega langar mig að
skreppa þangað austur, en það kostar sína
fínu peninga, lasm, — og þá á ég ekki til.
Ég hefi ekki verið neinn afkastamaður
um æfina og aldrei safnazt fé. Aðallega
hefi ég unnið að vegalagningu hjá bænum.
I sumar fékk ég vinnu í þrjá mánuði og
þótti kaupið hátt. Ég er íhaldsmaður og vil
að fólk vinni fyrir því kaupi, sem því ér
goldið. En jafnframt íhaldsmennsku minni
er ég jafnaðarmaður og vil miðla af því
litla, sem ég hefi, ef ég veit af öðmm, sem
minna eiga. Þetta er mín heimspeki —
mín lífsskoðun. Hún er ósköp einföld, þótt
Framh. á bls. 20.
Hungur! Menn tönglast
á skorti og allsleysi nú á
dögum, og vissulega fara
margir margs á mis. En
þið hefðuð átt að líta inn
í kotin á Meðallandinu fyr-
ir sextíu og fimm ámm
síðan. Þar var fullkominn
skortur — algjör eymd.
Einstöku unglingar munu
þar hafa beðið æfilangt
tjón á heilsu sinni og
skortsisn vegna aldrei orð-
ið jafn nýtir menn og þeir höfðu upplag til.
Það, sem hélt lífinu í fólkinu, var sauð-
arfinn, — stórgerð jurt, sem vex á hin-
um víðáttumiklu auðnum sunnan við Með-
allandið. Ekki veit ég, hvort sauðarfinn
var notaður til manneldis, nema þar í sveit-
inni. En þar var hann sleginn og rakaður
handa mannfólkinu, á sama hátt og tað-
an var slegin ofan í kýmar. Að vísu var
arfinn ekki sleginn með orfi og ljá, held-
ur ristur upp með torfljá, reiddur heim
og látinn í skyrsým. Einu sinni heyrði ég
Guðmund gamla í Háu-Kotsey kvarta um
hungur við kerlingu sína. Kom hann þá
af engjum og hafði verið að heiman lengi
dags. Er konan tjáði honum, að ekkert
væri matarkyns í bænum, nema sauðarfi,
snaraði karl sér fram í búr og óð með
krumlurnar og handleginn upp að öxl nið-
ur í sýrukerið eftir arfavisk og slumsaði
þessu góðgæti upp í sig eins og belja. Mér
er þetta minnisstætt, og hefi ég aldrei séð
mann ganga að mat sínum með slíkum
hamförum, enda var Guðmundur rumur
stór og svakalegur — en bezti karl og
einstaklega skemmtilegt grey. .
Meðallendingar voru skrítnir og eru það
máske enn. Það var heill heimur út af
fyrir sig. Það var ekki fyrr en lausamenn
þaðan fóru að stunda sjóróðra í verstöðv-
unum hér sunnanlands, að þessi svokall-
aða heimsmenning brauzt inn í Meðalland-
ið. Vermennimir fluttu heim með sér ýms-
ar nýjungar, svo sem Eyrarbakkaúrin og
búðarföt, er fóru þeim ólíkt betur en
gömlu, heimaunnu vaðmálsfötin, — og um
leið fengu heimasæturnar tækifæri til að
sjá, hvemig sauma skyldi karlmannsföt,
svo að vel færi. Þannig kom menningin
inn í Meðallandið.