Vikan - 23.03.1939, Side 14
14
V IK A N
Nr. 12, 1939
ífegimt og JÖízka
Vorið nálgast óðum. Hér er nýtízku vorhattur úr svörtu „velour". Eina
skrautið á hattinum er hvirfildúskur. — Ef við hugsum dálitið aftur í tim-
ann, sjáum við, að þetta skraut var í tízku árið 1910, og við munum fljótlega
komast að raun um, að það er jafnfallegt nú eins og fyrir 30 árum. —
Litlu eymalokkamir eru ljómandi laglegir. Þeir em útbúnir eins og fiðrildi.
Nú er mikið í tízku að nota smádúka á borðstofuborð í stað þess að hafa dúk,
sem nær yfir allt borðið. Þeir eru ýmist ferkantaðir eða kringlóttir.
Auglýsingaspjald fyrir heimssýn-
ingirna í New York. Á miðri
myndinni er merki sýningarinnar,
kúlan og hin þrístrenda súla.
Stendur það á miðju sýningar-
svæðinu og er ekkert smásmíði.
Kúlan er hol innan og er þar gert „model" að fyrirmyndarborg, eins
og menn hugsa sér að borgir framtíðarinnar verði reistar. Meðfram veggj-
um kúlunnar innanverðum em gangbrautir fyrir fólk, og geta menn þar
virt fyrir sér borgarsmíði þetta ofanfrá, ásamt mörgu fleira furðulegu, sem
sýnt er innan í hinni miklu kúlu.
1 vor flytur tízkan öllum eitthvað. Þessir tveir kjólar eru fyrir tvær mjög
ólíkar manneskjur og eru báðir jafnmikið í tízku. Víði kjóllinn er úr þunnu
„georgette" með svörtum blómum. Hinn kjóllinn er úr dökkbláu silkiefni og
þröngur. Neðan á pilsinu og á blússunni eru falleg, marglit bönd. Blússan,
sem er rykkt í hálsinn, er úr dökkbláu „ninon".