Vikan


Vikan - 27.04.1939, Page 5

Vikan - 27.04.1939, Page 5
Nr. 17, 1939 VIKAN 5 Straum línu-eimreiðir þjóta með ofsalegum hrada um meginland Bandaríkjanna Inokkrar sekúndur fannst mér ég sjá eitthvað óraun- verulegt. Fyrir framan mig á glitrandi stálteinum stóð silfurgrá ófreskja, titrandi af bundinni orku. Dularfullt ferlíki frá öðrum heimi, hjúpað hvítri gufu- slæðu. Kynlegt og hryllilegt ferlíki á hjólum, hvíslandi og öskrandi af bældum hestöflum. Villidýr, handsamað og tamið af mönnum, en hættulegt, ef það losnaði úr fjötrunum. Slík voru áhrif þau, sem hin volduga straumlínu- eimreið tuttugustu aldarinnar hafði á mig. Hér var ein af hinum frægu, nýtízku jámbrautarlestum New York miðlínunnar. Fyrir tuttugu árum hefði aðeins ímynd- unarafl einhvers listamanns getað myndað þessa lest. 1 dag stóð hún fyrir framan mig — úr stáli. Og ég átti sjálfur að aka með þessari risavél,. standa í eim- reiðinni við hlið lestarstjórans. í þrjár vikur hafði gengið í endalausum samningum við aðalskrifstofu New York miðlínunnar, áður en ég gæti farið í bláu verkamannafötin og klifrað upp í eim- reiðina, sem átti að draga alla lestina, er kölluð var: Twentieth Century — Tuttugasta öldin. Örfáum mín- útum síðar þýtur lestin af stað með fram strönd Hud- son-flóans á leið til Albany. — Stærstu eimreiðir heimsins eru „Daylighf'-vélar Southem-Pacific- Co.’s, sem fara á milli San Franc- isco og Los Angeles. Nýtízku ameriskar hraðlestir reyna að sjá farþegunum fyrir þægindum eins og þessi klefi ber vott um. — Hvað ökum við hratt? kalla ég til lestarstjórans. — Við erum að hægja ferðina niður í 110 km., — það er beygja hér. Við fórum 128 km. áðan, svarar hann. — Við þjótum fram hjá bæ. Ég sé byggingar óljóst og eins og í þoku. Twentieth Century-lestin er líkt á veg komin meðal eimreiðanna og Queen Mary meðal skipanna — óskap- legur hraði og íburðarmikið skraut.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.