Vikan


Vikan - 27.04.1939, Side 7

Vikan - 27.04.1939, Side 7
Nr. 17, 1939 V I K A N 7 1 Mark Twain-lestinni heita þeir: Tom Sawyer, Huckleberry Finn og Indíána-Jói. Það er varla hægt að sjá, að nokkur skilrúm séu á milli þessarra vagna. Maður tekur aðeins eftir mismunandi útbúnaði. — Hér er reykingasalur, ferðaklefar og útsýnis- salir. Þegar gengið er inn í borðsal lestarinnar, opn- ar ,,rafmagnsauga“ dyrn- ar fyrir manni. — Það er hálf óþægilegt. Lestin þýtur öskrandi eftir teinunum, en hávað- inn verður eftir fyrir ut- an. Farþegarnir heyra aðeins lágt suð. Inni í lestinni heyrist varla í blístrunni, þó að hægt sé að heyra í henni 15 km. úti. Það er þessi ágæta einangrun gegn hávaða, sem gerir þetta að verk- um. Straumlínu-lestinni er hægt að líkja við risa- pípu úr ryðfríu stáli, hér um bil 60 m. á lengd. En pípan er sveigjanleg eins wíímss?ístm« Sólin varpar geislurn sínum inn í aðalsalinn á brautarstöðinni í New York, en þaðan fer Twentieth Century hraðlestin. 1 nýju hraðlestunum eru ýmis hentug þægindi, meðal annars laglegir klæðaskápar. og ormur, og eimreiðin dregur hana áfram með 160 km. hraða á klukkustund eftir stálteinum, sem eru einangraðir með gúmmíi til að lækka hljóð og útiloka titr- ing. Árangurinn er sá, að farþegarnir verða vart varir við hraða né beygjur lest- arinnar. Þegar ekið er með slíkum ofsahraða, er ekki hægt að hafa gluggana opna, því að allt myndi fyllast af ryki. Þægindi eru æðsta boðorðið á járnbraut- um Ameríku. Gólfteppin eru grágræn, hús- gögnin brún, gluggatjöldin ljósrauð. IJt- varp skemmtir farþegunum, og „húsmóð- irin“ sér þeim fyrir þægindum og leikur við börnin, svo að þeim leiðist ekki. ,,Húsmóðirin“ er fullnuma hjúkrunar- kona, svo að hún getur hjálpað, ef einhver veikist á leiðinni. Ennfremur lítur hún eft- ir ungbörnum og reynir að létta ferðalagið fyrir hinar þreyttu mæður. Hún svarar spurningum, gefur sögulegar og landfræði- legar upplýsingar um staði á leiðinni, og er í einu og öllu eins og góð móðir. B. & O. — Baltimore og Ohio járnbraut- arfélagið — hefir nýlega sett splunkunýja straumlínuhraðlest inn á leiðina Washing- ton-Baltimore-Chicago. I lestinni er borð- salur, farangursklefi, svefnklefar og dag- stofa, þar sem 28 farþegar geta setið, og þar að auki er þar steypibað og rakara- Ijstofa. Lestin er blá að utan með breiðum, grá- um röndum. Veggir, gluggatjöld og hús- gögn eru í dökkbrúnum litum. Ég fæ að vera í fyrsta vagni lestarinn- ar. Þaðan stjórnar lestarstjórinn 660 hest- Framh. á bls. 20. n Tvær nýjustu eimreiðir á Hiawatha-lestunum. Á milli þeirra er eimreið af eldri gerð.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.