Vikan


Vikan - 27.04.1939, Síða 10

Vikan - 27.04.1939, Síða 10
10 VIKAN Nr. 17, 1939 Skyldan er fyrir öllu Bárður horfði reiðilega á Karl, son sinn. Kona hans flýtti sér að hnippa í drenginn, sem sat kengboginn yfir diskinum sínum og hámaði í sig matinn. Bárður þagði og lét hana tala við dreng- inn. Hann sat fyrir borðsendanum, lítill og sperrtur, eins og konungur í hásæti sínu. Klukkan var hálfsjö. Af sérstökum ástæðum borðuðu þau seinna en venju- lega. — Ég er ekki ánægður með, hvemig Karl hegðar sér, sagði Bárður, og konan hans leit upp. — Hvað er nú að ? spurði hún. — Hvað hefir hann nú gert af sér? — Hann æpti á heimleiðinni úr skólan- um, sagði Bárður og reyndi að muna eftir fleiru, sem hann gæti skammað drenginn fyrir. — Ég heyrði greinilega í honum. — Hvað er að heyra þetta, Karl, sagði móðir hans ásakandi, og drengurinn beygði sig enn meir yfir matinn. — Réttu úr þér! sagði Bárður skipandi. — Það er fallegt að sjá til þín núna. Réttu úr bakinu, legðu vinstri hendina á borðið og hættu að sötra, smánin þín! Drengurinn rétti úr sér og lagði hend- ina á borðið. Bárður glápti á hana. — Jæja, líttu á, María, sagði hann. — Já, Karl! sagði konan og glápti líka á hendina. — Þú hefir ekki þvegið þér lengi, sagði Bárður. — Komdu með hina. Datt mér ekki í hug, að hún væri sízt betri. Hvað hefi ég oft sagt þér, að þú eigir að þvo þér almennilega um hendumar, Karl. Þú ert sóði, og þér dettur ekki í hug að gegna því, sem þér er sagt. Þú skalt eiga mig á fæti, ef þetta kemur fyrir aftur. Heyrirðu það! — Viltu ekki meira, góði minn, spurði María, en maður hennar hristi höfuðið. Karl ætlaði að fara að biðja um meira, en móður hans tókst að ýta í hann með fæt- inum. Bárði var ekki eins illa við neitt og óhóf, — og hún gat gefið drengnum bita, þegar Bárður var farinn út. Karl var á gelgjuskeiðinu og þurfti mikið að borða, en það skildi faðir hans ekki. — Verði ykkur að góðu! sagði Bárður og stóð upp. Karl hneigði sig í flýti, fyrst fyrir föður sínum, síðan móður sinni og ætlaði að rjúka út um leið og hann sagði: — Takk fyrir matinn! — Karl! kallaði faðirinn. Drengurinn sneri við. — Hvert á að fara? spurði Bárður. — Bara til Agnars, sagði drengurinn. — Ertu búinn að læra? — Ég kann allt, svaraði Karl. — Ég var ekki að spyrja að því, dreng- ur. Svaraðu spurningunni. Ertu búinn að læra eða ekki? Smásaga. — Já, ég gerði það strax og ég kom úr skólanum. — Gott, sagði Bárður. — Sæktu bæk- urnar þínar. Ég ætla að hlýða þér yfir. — Ég þarf að fara til Agnars, sagði drengurinn vonsvikinn. — Karl, gerðu það, sem hann faðir þinn segir, sagði María. — Þú getur farið til Agnars, þegar hann er búinn að hlýða þér yfir. — Skyldan er fyrir öllu. Það áttu að vita, sagði Bárður. — Mundu það, Karl, sagði María. — Má ég sjá stundartöfluna þína, spurði Bárður. — Á morgun áttu að hafa reikn- ing, sögu, landafræði og þýzku. Sýndu mér heimadæmin þín! — Ég ætlaði að tala um þau við Agnar, sagði Karl og leit niður fyrir sig. — Tala við Agnar um heimadæmin þín ? sagði Bárður gremjulega. — Þú ætlar með öðrum orðum að láta hann reikna dæmin fyrir þig. Þú ert dálaglegur sonur! Hvað heldurðu, að kennaramir segðu, ef þeir vissu þetta?- — Þeir hljóta að mega spjalla um dæm- in, sagði María. — María, vertu ekki að sletta þér fram í það, sem þú hefir ekkert vit á, sagði Bárður. Auðvitað á hver nemandi að reikna sín dæmi sjálfur. Annars er engin meining í því að láta alla nemendurna fá sömu dæmin. — Ég hélt . . . byrjaði María. — Maður á aldrei að halda neitt, sagði Bárður. — Jæja, Karl, þú ferð ekki fet til Agnars í kvöld. Þú verður heima og reiknar dæmin þín sjálfur. Þá er það sag- an . . . Nú, héðan og hingað . . . Hvað geturðu þá sagt mér um Friðrik mikla? Karl þuldi, en Bárður fylgdist með í bók- inni. Drengnum fipaðist nokkrum sinnum, og faðirinn hnyklaði brýrnar. Karl fór nú að stama og síðan hætti hann alveg. — Þetta kallarðu að kunna, sagði Bárð- ur. — Við skulum snúa okkur að landa- fræðinni. Ár og bæir í Þýzkalandi. Hana, láttu það koma! Karl byrjaði, en missti þráðinn, byrjaði á ný, hætti og gafst alveg upp. Faðirinn lokaði bókinn og sló drengnum utan undir. — Þetta er til stórskammar, sagði hann. — Þú þóttist kunna þetta, en kannt ekki eitt einasta orð. Þú ert ekki einungis lat- ur, heldur lýgurðu í þokkabót. — Hann var svo órólegur, sagði María skjálfandi röddu. — María, þú getur alls ekki varið þetta, sagði Bárður. — Það er þér að kenna, hvernig strákurinn er. Ef menn vanrækja skyldur sínar, þegar þeir eru börn, halda þeir því áfram, þegar þeir verða fullorðnir. Hvemig haldið þið, að þefta væri, ef ég hefði ekki gegnt skyldu minni? Þið eigið gott og fallegt heimili. Haldið þið, að þetta hafi ekki verið neitt að koma þessu upp? Jú, það hefir aðeins gengið með því að hugsa alltaf um skyldurnar, vanrækja aldrei vinnuna, þó að það hafi oft verið erfitt. — Þú veizt vel, að við erum þér þakklát, sagði María. — eins veiztu, að ég tala oft við Karl um dugnað þinn og hvet hann til að feta í fótspor þín. — Hið mikla boðorð í lífinu er, að gegna skyldu sinni, hvar sem maður er. Það er ekkert aðalatriði, hvaða atvinnu maður hefir, heldur hvernig maður rækir hana. Ef ég hefði ekki gegnt skyldum mínum með dyggð og dugnaði, hefðu kjör ykkar verið öðruvísi. Ég byrjaði með tvær hend- ur tómar. Þessvegna hefi ég ekki eins mikla andstyggð á neinu eins og þeim, sem vanrækir skyldu sína. Karl, nú lærir þú lexíurnar þínar þangað til þú kannt þær upp á þína tíu fingur. Þú færð ekki að leika þér í þrjá daga. Þú sérð um það, María. Karl, farðu niður í kjallara og sæktu blómakörfuna. Skömmu síðar ók Bárður á hjólinu sínu með blómakörfuna fyrir framan sig inn í bæinn. Þegar hann var farinn, settist Karl við lestur, en móðir hans var önnum kaf- in í eldhúsinu. Síðan lokaði hann bókinn og fór fram til móður sinnar. — Hvers vegna er pabbi svona — sagði hann. — Ég þoli þetta ekki. Hann er verri en — Hvernig talarðu, bam, sagði móðirin. — Þú átt að bera virðingu fyrir honum föður þínum. Hann er strangur, en duglegur. Allir bera virðingu fyrir honum og það átt þú að gera líka. Hann vill þér vel. Hann vill, að þú sért eins skyldurækinn og hann er. — Nú fer ég yfir til Agnars, sagði Karl. — Ég get ekki reiknað dæmin sjálfur. — Jæja, en vertu ekki lengi, sagði móðir hans. Hún var að búa sér til kaffi. Nú gat hún verið í friði þangað til Bárð- ur kæmi heim. Hún naut þess að vera alein. Það var alveg eins og Bárður væri ekki til.-------- Blómasalinn gekk inn um dyrnar á stóru, uppljómuðu veitingahúsi. Hann kinkaði kolli til dyravarðarins og lagði körfuna frá sér á meðan hann fór úr frakkanum. — Jæja, hvemig gengur? spurði hann. — Er fullt hús? — Ekki dugir að kvarta, sagði dyra- vörðurinn. Bárður leit í spegihnn. Bláu fötin vom hrein, en dálítið slitin. Svona átti það að vera. Hárið fór vel og hann var vel rak- aður. Framh. á bls. 21.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.