Vikan


Vikan - 27.04.1939, Page 11

Vikan - 27.04.1939, Page 11
Nr. 17, 1939 VIKAN 11 Ein klukkustimd í himnaríki; Framtíðarflugið og Briems-túnið Hátt úr lofti, vinur kær, er Vatnsmýr- in til að sjá eins og dálítil óreglu- lega strikuð og illa rifin, mórauð pappírsörk, — bráðum verður hún græn. Þessi strik eru girðingar og skurðir, en breiðast þeirra er vegurinn, sem gengur frá Njarðargötu suður yfir þvera mýrina. Hann er eins og svart ör eftir misheppn- aða kviðristu á miklum líkama! I mýrinni miðri, skammt austan við þessa svörtu rönd, stendur ofurlítill skúr. Geislar ádegissólarinnar kvika og iða á þakinu. Spölkom sunnan við þessa litlu skemmu standa nokkrir menn og bjástra við eitt- hvað. Þeir em næsta litlir, en við sjáum samt, hvernig þeir standa álútir, spyma í, hnykkja á og ýta fyrir sér einhverju, sem gljáir og sindrar, svo að engin ákveðin lögun sést á því. Þetta eru nokkrir menn úr hópi hinna áhugasömu flugæsku Is- lands, óþreytandi fulltrúar framtíðarinnar og hraðans, menn sem hugsa um flug og dreymir um flug nætur og daga. Kann- ske eru þetta atvinnulausir unglingar, sem hafa tapað trúnni á jarðneskri lífsbaráttu og vilja hef ja leit að gulli og grænum skóg- um á meðal skýjanna og fugla himinsins, — eða kannske eru þetta reyndir menn í ábyrgðarstöðum, sem em að svíkjast und- an skyldustörfum sínum, fyrir flugmála- áhugann einan saman. Fyrir þessum mönn- um er Örn Johnson, flugmaður, og þessi spegilgljáandi hlutur, sem þeir eiga í stimp- ingum við, er landflugan T.-F.-SUX. Þeir em að ýta henni út úr skýlinu og skrúfa á hana vængina, því skúrinn er svo lítill, að það verður að afvængja „fuglinn", áður en hann er látinn í hús. Sá áhugi, sem nú er með þjóð vorri fyrir flugmálum, er þriðja og vonandi síðasta fæðingarhríð reglubundinna flug- samgangna hér á landi. Þegar hægja tók eftir ógnaröld stríðsins bundust nokkrir framsýnir og framtakssamir menn hér í Reykjavík samtökum til að kaupa hingað landflugu. En byrjunarörðugleikar hinna djörfu manna urðu ekki yfirstignir í það skipti. Þeir vom nokkrum ámm á undan sinni samtíð. Það skorti bæði f jármagn og nægilega góð skilyrði, og kannske ekki sízt góðan skilning alls þorra manna á þess- arri merkilegu nýung. Tilraunin misheppn- aðist. Vorið 1928 var aftur hafist handa og önnur tilraun gerð að undirlagi margra hinna sömu manna, er stóðu að þeirri fyrri. Voru að þessu sinni með aðstoð þýzka flug- félagsins ,,Luft-Hansa“, fengnar hingað tvær sjóflugur. Útgerð þessi reyndist um of kostnaðarsöm og fékk ekki borið sig. Þannig fór önnur tilraunin út um þúfur. Var nú almennt litið svo á, að hér væm engir möguleikar fyrir hendi til að reka aðrbært samgönguflug. En þessi síðari tilraun hafði meiri áhrif en marga grun- aði og gróf djúpt um sig í hugum nokk- urra unglinga, sem þegar ákváðu að helga krafta sína þessum málefnum og bera þau fram til sigurs. Og það em þessir menn, sem í verkinu hafa endurvakið vonir manna um það, að hér muni geta þrifist varanlegar, reglubundnar flugsamgöngur. Flugmennirnir Agnar Koefod-Hansen og Örn Johnson em vaxnir upp úr síðari til- rauninni, sem misheppnaðist. Þá voru þeir drengsnáðar, sem fengu að fljúga og öm Johnson flugmaður. gleyma því aldrei síðan. Agnar gekk í danska flugherinn 1934, lauk flugprófi og öðlaðist réttindi til að stýra farþegaflug- vél 1936. Síðan kom hann hingað heim og hefir haft forystu í íslenzku flugmál- um við hlið nokkurra „flug-gáfaðra“ áhrifamanna, sem vilja treysta framgang þessarra mála og ljá þeim lið. Örn Johnson stundaði flugnám í Banda- ríkjunum í tvö ár og lauk burtfararprófi (eommerceal) við Oakland-flugskólann í Californiu fyrir síðustu áramót, en það er talinn bezti flugskóli Bandaríkjanna. Eftir komu sína heim hefir hann stjórnað land- flugunni TF-Sux og iðulega flogið með póst til Austurland og farið í nokkur sjúkraflug, — en það eru samgöngubætur og nýung, sem sveitabændur á Meðalland- inu og Austfirðingar kunna vel að meta. Flugfélag Akureyrar var stofnað 1937, og keypti 'það sjóflugvélina TF-Öm, f jögra manna far, sem í fyrrasumar gegndi póst- og farþegaflutningi milli Norður- og Suður- lands, auk margra tækifærisferða og nokk- urs rannsóknarflugs, er hún hefir farið. I síðustu viku hóf hún að nýju flugferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur. Litlu fyrr var stofnaður félagsskapur til eflingar svifflugi, Svifflugfélag Islands, er hefir átt drjúgan þátt í að vekja áhuga æskufólks fyrir þessarri íþrótt, sem um leið er hagnýt undirstöðuþekking æðra flugnáms. Flugvélakostur okkar íslendinga er því í dag ein sjófluga, tvær landflugur og nokkrar svifflugur. Það er sennilega minnsti „lofther" nokkurrar sjálfstæðrar þjóðar, en þó nógu stór, eins og sakir standa. Næsta sporið til framgangs flug- málum okkar er viðunandi flugvöllur hér í Reykjavík — í Vatnsmýrinni. Ef við litum harnær tuttugu ár aftur í tímann, og gætum horft yfir Vatnsmýr- ina, eins og hún var þá, myndum við sjá þetta sama: Nokkra menn á vappi í kring- um litla landflugu við lítinn skúr. Það var fyrsta flugvélin, sem hingað kom til lands- ins, og sú fyrsta, sem þandi vængina og sveif í loftinu yfir Reykjavík. Stjórnandi hennar var brezkur maður, Mr. Faber að nafni, og fyrsti farþeginn, sem flaug yfir þessa borg, var Garðar Gíslason, stórkaup- maður. Þetta var 3. september 1919. Þenna dag ættum við að helga flugmálum vorum ár hvert og nefna: Flugmáladag íslands. Svo skammt hefir okkur þá þokað fram á tuttugu árum. Landfluga á Briemstúni 1919 og önnur á sama stað tuttugu árum síðar. En við höfum margt lært af reynslu síðustu tuttugu ára, og vitum nú meir en áður. Hvað verður á þessu túni 1959? Það er ósk þeirra, sem hafa áhuga fyrir flugmál- um og flugsamgöngum hér á landi, og ekki skiptar skoðanir meðal þeirra, sem bezt vita, að þama þurfi að gera flugvöll fyrir Reykjavík, og annar heppilegri staður sé ekki fyrir hendi til þeirra framkvæmda. Og vonandi verður Briemstúnið orðið að góðum flugvelli eftir tuttugu ár. Þá koma landflugurnar svífandi úr loftinu frá norðri, suðri og austri með hinni sömu hversdagslegu ró og yfirlætisleysi, eins og nú er um bílanna, sem aka leiðar sinnar um götur bæjarins. Framtíðin biður um landflugur og góða flugvelli og lendingar- staði. Þær em ódýrari og þægilegri í með- ferð en sjóflugur, séu sæmileg eða góð lendingarskilyrði fyrir hendi. En auk þess, sem mikils má vænta af reglubundnum flugferðum í svo stóm og strjálbýlu landi sem Island er, má búast við, að hér rísi brátt öld einkaflugs og einkaflugvéla, þeg- ar svo er nú komið, að léttar og meðfæri- legar tveggja manna landflugur eru lítið eitt dýrari í kaupum og rekstri, heldur en góð einkabifreið. Ó, þú fagra veröld og mikla framtíð, með sjónvörp og einkaflugvélar, og ráð Framh. á bls. 23.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.