Vikan


Vikan - 27.04.1939, Page 12

Vikan - 27.04.1939, Page 12
12 YIKAN Nr. 17, 1939 Erla: En hvað þú varst gúður, pabbi, að flytja til húsgögnin fyrir hana mömmu! Gissur: Ég er líka orðinn dauðþreyttur! Rasmína: Nei, flygillinn á ekki að standa þama, heldur í hinu hominu. Brjóttu ekki stöngina þama! Gissur: Nei, en hryggurinn í mér er að brotna! Gissur: Loksins er ég búinn, en ég er líka alveg örmagna af þreytu. Nú flytur þú líklega ekki fyrst um sinn? Rasmína: Nei, nú skaltu hvíla þig! Allt verður þar, sem það er núna! Rasmína: Frú Bláfjeld sagði, að þetta færi alls ekki vel, svo að þú verður . . . Gissur gullrass: Nei, nú er nóg komið . . . Rasmína flytur. Rasmina: Já, ég var að breyta til í stofun- um. Frú Slank réði mér til þess! Frú Tildra: Hún hefir ekkert vit á þessu. Nú skal ég gefa yður nokkur góð ráð. Gissur: Hvar á þessi skápur að standa? Hann var uppi! Rasmína: Farðu með hann upp aftur! Við látum hann aðeins inn i annað herbergi! Rasmína: Gissur minn, mér þykir leiðinlegt að gera þér ónæði, en frú Tildra sagði mér, að þetta gæti ekki verið eins og það er, og ég sé, að hún hefir rétt fyrir sér! Gissur: Ó, hvað teppið er þungt! Hvar á það að vera? Rasmína: Niðri, og komdu með það, sem niðri er, hingað upp! Rasmína: Hver var að hringja? Stúlkan: Frú Bláfjeld langar til að tala við frúna! Rasmina: Ég kem! (hugsar) Ég hlakka til að láta hana sjá, hvað öllu er smekklega fyrir komið! Hún hefir svo góðan smekk! Rasmína: Frú Tildra réði mér til að hafa þetta svona . . . Frú Bláfjeld: Hvemig dettur yður í hug að fara eftir því, sem hún segir! Hún hefir ekk- ert vit á þessu! Nú skal ég segja yður, hvemig þetta fer bezt! Gissur: Er þetta á flutningaskrif- stofunni? Það er Gissur! Viljið þér senda menn hingað fljótt! Gissur gullrass: Verið þið kyrrir þangað til ég kalla! Bíllinn má fara. Ég vona, að það gangi ekki svo langt, að hún fari með húsgögnin út úr húsinu!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.