Vikan


Vikan - 27.04.1939, Side 16

Vikan - 27.04.1939, Side 16
16 VIKAN Nr. 17, 1939 hvor á móti annarri. Þær halla sér báðar upp að veggnum. Gretl er blóðrjóð út und- ir eyru, og augu hennar leiftra. Pia Monica er náföl, en á hægri kinn hennar er eld- rauður blettur. Madame Jacqueline lokar dyrunum og horfir á ungu stúlkurnar. — Marguerite greifadóttir og mademoi- selle Pia Monica lentu í rifrildi. Ef ég hefi skilið það rétt, var það út af yður, made- moiselle Anna. Svo að ég segi rétt frá, bæt- ir mademoiselle Jacqueline við, — þá gaf Marguerite greifadóttir mademoiselle Pia löðrung. Gretl hendist frá veggnum eins og knött- ur, sem hoppar. Á borðinu liggur dagblað. Hún tekur það og réttir Önnu. — Hana! Þetta er henni að kenna! Hún tók hann fyrst frá yður og síðan fékk hún hann til að svíkja og stela. Hana! Þér get- ið þakkað henni fyrir það! — Ég hafði ekki hugmynd um þetta, segir Pia Monica. — Ég hélt, að þau væru aðeins kunningjar. Hvernig átti ég að vita það? Ég hefi aldrei hvatt hann til neins með nokkru orði. Hann hefir bara beðið eftir mér á kvöldin og fylgt mér heim. Ég hefi aldrei tekið hann alvarlega. Anna heyrir ekkert af þessu. Hún skoð- ar Le Matin, sem segir nákvæmar frá en Le Petit Parisien. Þar er mynd af István. Fyrir ofan hana stendur með stórum stöf- um: Lögreglan hefir handtekið Etienne Weygand, ungverskan þegn, sem afhenti falsaða símskeytið í sendilsbúningi. — Stúlku-asninn var skotin í honum, segir Gretl reiðilega. — Hún var skotin í honum og hefði getað gert mann úr hon- um, þó að . . . — Anna, ég hefi aldrei vitað það! segir Pia Monica. — Ef ég hefði vitað það . . . Þér hljótið að muna það, að við hittumst fyrst heima hjá yður? Hann fylgdi mér heim og bað um að fá að hitta mig við og við. Ég skipti mér ekkert af því . . . Við spjölluðum saman, og hann kom mér til að hlæja. Fyrirgefið mér, Anna. Þér hafið aldrei minnzt á þetta við mig. Það snýst allt fyrir Önnu. Myndin af István hringsnýst. — Ég hefi ekkert að segja, segir hún þreytulega og horfir biðjandi á hvíthærðu konuna. — Má ég fara heim, madame Jacqueline ? — Já, farið þér heim! Rödd madame Jacqueline er óvenjulega blíðleg. — Þér megið vera heima í nokkra daga. Anna reikar út úr herberginu. Hvísl búðarstúlknanna fylgir henni að dyrum saumastofunnar. Þar er líka allt í upp- námi. Stúlkurnar hópast utan um Önn; með forvitnislegum spurningum, en hún hristir aðeins höfuðið og leitar, utan við sig, að kápunni sinni. Mademoiselle Rosa rís óttaslegin á fætur, þýtur til Önnu og leggur handlegginn utan um hana. — Hvað er að, litla vina? — Ekkert, — ég er dálítið lásin. Ég er að fara heim. — Á ég að ná í bíl? Á ég að fylgja þér? Anna hristir höfuðið. Síðan stendur hún fyrir utan í vorsólinni á þessum óvenju- lega tíma og veit ekkert, hvað hún á að gera. Hún fer af stað, án þess að hafa nokkurt markmið, snýr af tilviljun til hægri og kemur að Musée Galienis-garð- inum. Þar er alger kyrrð. Hinir hvítu múr- veggir safnsins varpa sólargeislunum til baka. Hið unga, ljósgræna lauf trjánna bærist í vorgolunni. Það er ekki hægt að halda þessu leyndu fyrir foreldrum hennar lengur, og því síð- ur, þar sem þau hljóta að vera undir þetta búin. Það getur ekki verið, að þetta valdi þeim persónulegum óþægindum. Nú sem stendur hefir Anna mestar áhyggjur af þessu. Hjartasorg hennar sjálfrar getur beðið. Og István hefir verið tekinn fastur, þessi fantur . . . Anna fer út að götuhorninu og kaupir Le Matin, því að áður hafði hún .ekkert lesið nema yfirskriftina. István hefir verið tekinn fastur í Chatou, rétt hjá París. Þar hafði hann reynt að fela sig. Hann hafði aðeins fáeina aura á sér. Samsektarmaður hans, sem hafði sloppið, hafði tekið peningana með sér . . . Hann var yfirþjónninn á næturskemmti- staðnum, sem István hafði alltaf verið svo hrifinn af. Yfirþjónninn hafði fundið þetta allt upp. István gerði ekkert annað en að klæða sig eins og símasendill. Undir eins og yfirþjónninn hafði fengið ávísunina borgaða, hafði hann laumast í burtu. Hann hafði ekki éinu sinni komið til að tala við István, eins og þeir höfðu ákveðið. Hann hafði aðeins sent honum nokkur þúsund franka með bílstjóra. Það var allt og sumt. Anna kinkar kolli. Hún efast ekki um, að István skýri rétt frá. Hann hefir ekki einu sinni átt hugmyndina sjálfur. Hann laug, þegar hann var að segja þeim frá henni. Nú er hann í fangelsi. Hann er svik- ari — og þar að auki heimskingi. Ef til vill er hægt að hjálpa honum einhvernveg- inn, fá lögfræðing og senda honum mat . . . Þau verða að bíða. Setjum nú svo, að þau yrðu rekin í burtu . . . Það er svo gott fyrir börnin að vera hér. Þau geta lært það, sem þau vilja. Heima gæti Jani í mesta lagi orðið handiðnarmaður, og Klárí verk- smiðjustúlka, og hún sjálf og faðir hennar myndu aldrei geta unnið sér eins mikið inn þar og hér. Hún lítur á klukkuna og fer að sækja Jani í skólann. Nú er það hún, sem sýnir honum blaðið. Jani lítur á það. — Hann er ekkert sérstaklega undrandi. — Hvort okkar á að segja frá því? er það eina, sem hann spyr um. — Við skulum segja frá því bæði, and- varpar Anna. Enn líða þrír dagar eins og í martröð. Það er aðeins einn munur nú, að pabbi og mamma taka þátt í þessu. Barabás segist vera veikur og fer ekki í vinnuna. Stund- um lítur hann tortryggnislega á Önnu. Hann gleymir því, að hann kom fyrstur með István heim. Stundum hristir hann höfuðið — hverjum hefði dottið þetta í hug? Frú Barabás er oft með tárvot augu. Eitt kvöld, þegar telpurnar eru einar á herberginu sínu, segir Klárí: — Ég ætla að ráðleggja þér að skipta þér ekkert af þessum fanti. I fyrsta lagi ferðu að skæla og í öðru lagi færðu vont orð á þig. Ef þú vilt senda honum mat, get ég farið með hann til hans. Ég þykist bara vera dóttir veitingakonu hans eða eitthvað þess háttar. Þrír dagar líða viðburðalaust. Það kem- ur enginn til þeirra. Síðar frétta þau, að lögreglan hefir yfirheyrt Hallay nokkrum sinnum. Anna fer aftur á saumastofuna, dálítið kvíðafull. Setjum nú svo, að hún fái ekki að koma þangað aftur? Samt fær hún góð- ar viðtökur, og mademoiselle Rosa faðm- ar hana að sér með mikilli samúð. Þegar flestar búðarstúlkurnar eru farnar til að borða, læðist Anna í gegnum búðina og ber að dyrum á herbergi sýningarstúlkn- anna. Hún verður að tala við Gretl . . . Hún hefir ekki enn þakkað henni. . . fyrir hvað? Gretl er ekki inni í herberginu. Pia Mon- ica stendur upp kafrjóð og gengur til Önnu. — Mademoiselle Anna . . . Ég hefi allt- af ætlað að heimsækja yður . . . Ég þorði ekki . . . — O, það gerir ekkert til, mademoiselle Pia. — Hvar er Gretl? — Marguerite greifadóttir ? spyr Pia og roðnar enn meir. — Hún — hún er hér ekki lengur. Hún fór rétt á eftir yður. — Var hún rekin? spyr Anna og það slær út í fyrir henni. Pia kinkar kolli. — Mér — mér þykir það ákaflega leið- inlegt . . . ég . . . Anna snýr sér skyndilega við og gengur út. Að vinnu lokinni fer hún til veitinga- hússins, sem Gretl býr í. — Marguerite greifadóttir ? Gestgjafinn hristir höfuðið. — Hún býr hér ekki leng- ur. Hún flutti fyrir tveimur dögum. — Hvert? — Ég veit það ekki. Ég held, að hún hafi farið burt úr París. Anna stendur rugluð á gangstéttinni, og tárin streyma niður kinnar hennar. Gretl, blessuð góða Gretl . . . Ef til vill bezti vinur, sem til er. Hvað á hún nú að gera? Fara af saumastofunni ? Hvaða gagn gerði það Gretl, henni sjálfri eða fjölskyldu hennar? Gretl . . . Daginn eftir fer hún aftur á saumastof- una, og hún minnist aldrei framar á Greth ekki frekar en hún minnist á Vassja. 14. KAPÍTULI. Nokkrir menn í Ungverjalandi hafa fals- að franka. Anna ber hrædd að dyrum hjá madame Lucienne, en fyrir innan þær er alltaf óró- legur hávaði: fyrirlestur, verðlagning, um- ræður.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.