Vikan - 27.04.1939, Síða 22
22
VIKAN
Nr. 17, 1939
Áður en Guðmundur Hagalín rithöfund-
ur vandi sig af hverri lausung og gerðist
prófessor, sat hann eitt sinn að sumbli á
Hótel ísland með nokkrum vinum sínum.
Gerðust snáðamir all-hávaðasamir og bár-
ust mikið á. Er hæst stóð, kemur Bjami
heitinn frá Vogi inn í veitingasalinn og
gengur til piltanna. Vissi hann deili á þeim
öllum, nema Guðmundi, og segir:
— Hvað heitið þér, ungi maður?
Guðmundur kynnti sig með eftirfarandi
stöku:
Ég hef farið yfir Rín.
Ég hef drukkið brennivín.
Ég er hundur. Ég er svín.
Ég er: Gvendur Hagalín!
*
Baldvin Árbjartsson er maður nefndur.
Hann var víðförull á yngri árum, en nú
hefir Baldi, eins og hann oftast er nefnd-
ur, verið búsettur á Eskifirði í nokkur ár.
Baldi er léttlyndur og orðheppinn, en ekki
um of athugull. Eitt sinn var hann á gangi
á götu í Eskifirði, og gengur fram hjá
símastaur, þar sem á var fest auglýsing
um jarðarför. Baldi staðnæmist og horfir
all-lengi á auglýsinguna, en heldur síðan
áfram og tautar:
— Já, já, — ein kvöldvakan enn.
Konráð Erlendsson, kennari á Laugum,
hefir litlar mætur á fiskbollum og nefnir
þær „óvini“ sína. Einu sinni taldist svo
til, að skólapiltur, sem Jakob heitir, hefði
étið 20 bollur. Þá kvað Konráð:
Mjög var hríðin gaffla grimm,
garpar heyrðu smelli,
Jakob lagði ferna fimm
fjendur mína að velli.
*
Björgvin Kjartansson heitir bóndinn að
Seli í Reyðarf jarðarhreppi. Hann er maður
hæglátur og einrænn, en guðhræddur og
kirkjurækinn. Eitt sinn var hann að koma
frá kirkju í Eskifirði, ásamt konu sinni
og fleira fólki framan úr sveitinni. Gekk
fólkið inn með firðinum nyrðra megin
Eskifjarðarár, en Sel er syðra megin ár-
innar. Þegar komið var inn á móts við bæ-
inn, óð fólkið yfir ána, en Björgvin bar
konu sína á bakinu. Þegar komið er út í
miðja á, vill svo óheppilega til, að kona
Björvins missir sálmabókina í ána.
— Guð hjálpi mér, segir Björgvin og
sleppir konunni all-hranalega af herðum
sér í ána, og veður síðan á eftir bókinni,
en segir svo um leið og hann nær í hana:
— Hví í f jandanum gaztu ekki haldið á
bókinni, kona?
#
Guðmundur Guðmundsson frá Gnúpu-
felli í Eyjafirði hélt því fram á málfundi
í Laugaskóla, að í raun réttri væri ekki
hægt að tala um myrkrið sem sérstakan
hlut, því að það væri aðeins skortur á ljósi.
Andskotar hans vitnuðu í kvæði Jóhanns
Sigurjónssonar, „Bikarinn“, og ræddu þá
um vísuorðin:
Bak við mig bíður dauðinn,
ber hann í hendi styrkri
hyldjúpan næturhiminn
helltan fullan af myrkri.
Þá svaraði Guðmundur:
— Gaman þætti mér að sjá þennan Jó-
hann súpa í sig myrkrið!
BETRI VERÖLD — Frh. af bls. 8.
verksmiðja eða lýsishreinsunarstöð. En ef
við sæjum tunnurnar slegnar upp, myndi
okkur bregða í brún að sjá snjóhvíta skild-
ina velta innan úr stöfunum. Þetta er
kókosfeiti frá Austurlöndum, líkust vel
hreinni tólg. Þessir skildir eru höggnir
niður með exi og látnir í bræðsluker. Þar
hjaðna þeir sundur og sameinast hvalolíu
frá Noregi, smjöri frá Mjólkurbúi Flóa-
manna og fleiri efnum. Framleiðsla fjar-
lægra þjóða, árangurinn af erfiði þúsund
manna, bráðnar hér í sama kerinu og verð-
ur að fljótandi vökva, af því að gæzlumað-
urinn hefir gefið rafmagninu skipun um að
starfa. Dautt efnið veitir engan mótþróa,
gerir enga uppreisn gegn boðum manns-
ins, sem allt veit og skilur — og notar sér
það.
Vélarnar vinna og mennirnir stjórna,
ætti að vera kjörorð vorrar aldar, því að
hvert sem augað lýtur, eru vélar að verki,
og hvarvetna er von á fleiri, stærri, full-
komnari og afkastameiri vélum. Þess
vegna er það í sjálfu sér fyrirlitleg sjón,
að sjá menn sveitast blóði og strita á þess-
arri öld. Slíkt er vanþekking, en engin
nauðsyn. Vélarnar eru þegar orðnar nógu
margar og nógu fullkomnar til að vinna
úr gæðum náttúrunnar, nóg handa hverj-
um manni.
Smjörlíkisvinnsluvélarnar eru að gerð
og allri byggingu ákaflega einfaldar vélar,
en þær eru þó nógu fullkomnar til þess,
að vinna smjörlíki, án þess að nokkur
maður komi þar nálægt. Fljótandi feitin í
bræðslukerinu fer sína boðleið og þolir sín-
ar þjáningar af völdum frosts og funa,
þennslu og þjöppun, unz fullgert smjörlíki
vætlar út úr járngreipum síðustu vinnslu-
vélarinnar og skilar því um leið inn í aðra
vél, sem hnoðar það, og loks koma nokkr-
ar ungar blómarósir með hvíta kappa og
vega og búa um hvern einasta punds-
pakka og gera hann úr garði eins og við
sjáum hann í búðarhillunni.
Vörugeymslumaðurinn kemur nú á vett-
vang með hjólbörurnar sínar og ekur
þungum smjörh'kiskassa út í skemmu —
svo þeim næsta og þeim þriðja. Þetta er
hans atvinna, hans köllun í lífinu. Auð-
vitað eru til ótal vélar, sem gætu leyst
hann af hólmi, þótt ekki hafi það þótt
svara kostnaði enn.
Hér fær mikil orka ei notið sín. Sú véla-
heild, sem hér er að verki getur framleitt
þrjú þúsund tonn af smjörlíki á ári, eða
nær tvisvar sinnum meira en samsvarar
neyzlu allra landsmanna af þessarri vöru.
Og við þetta bætist svo, að í Reykjavík
eru þrjár aðrar smjörlíkisverksmiðjur,
tvær á Akureyri og ein á ísafirði.
Sofandi vélaorka allra þessarra verk-
smiðja, orka sem aldrei fær notið sín,
myndi nægja til að knýja nokkra nýtízku
togara fram og aftur um fiskimiðin um-
hverfis landið, árið um kring. Og svo fær
útgerðin ekki borið sig, af því að kolin
eru svo dýr —- —
Oft heyrast gamlir menn og reyndir
ræða um það sín á milli, að vélaorkan og
nýtízku veiðiaðferðir hafi komið Islend-
ingum á kaldan klaka. Þeir vitna til skútu-
útgerðanna sem eins konar gullaldartíma-
bils í þjóðarbúskapnum, og þar skortir
sjaldnast rökin fyrir því, að heimurinn fari
versnandi og enginn kunni að bjarga sér.
En þessir sömu menn minnast aldrei á
skrínukostinn og skútusmjörlíkið, sem á
sínum tíma var frægt að endemum. Þeim
láist að gera samanburð á öryggi, aðbúð
og lífskjörum skútuhásetanna þá og tog-
aramannanna nú, og bera skútusmjörlíkið
fræga saman við Bláa-borðann, sem fram-
leiddur er í dag. Sá gæðamunur mundi nægja
til að sanna, að heimur batnandi fer, þrátt
fyrir allt — allt, sem miður fer og öðru
vísi ætti að vera.
S. B.
ÞEIR ELTU MIG — Frh. af bls. 3.
Fyrir tveimur árum hafnaði ég hér á Elli-
heimilinu, og ég kann vel við mig hér. Það
er nauðsynlegt að hafa einhvern samastað
fyrir fólk, sem enginn vil hafa, og hverj-
um er ekki ömun að ellihrumu fólki? Það
segir sig sjálft. Annars hef ég ekki undan
neinu að kvarta. Börn mín og tengdaböm
hafa alla tíð reynst mér ákaflega vel.
Kristín rís úr stólnum, dregur lykla-
kippu úr svuntuvasanum og opnar forn-
fálega dragkistu, sem stendur úti í stofu-
horni, mikil hirzla með kúptu loki og stór-
um lömum. Upp úr kistunni tekur gamla
konan dálítinn myndakassa. Þetta eru
hennar helgu dómar — myndir af börnum
hennar og tengdabörnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum. Hún er langamma 14
barna. Með hæversku stolti tannlausrar elli
telur hún fram myndirnar og nefnir nöfn á
53 niðjum Kristínar frá Þúfu og yngis-
sveinsins, sem einu sinni stóð í dilksdyr-
unum og góndi upp í loftið-------
S. B.
er þvottasápa nútímans.