Vikan


Vikan - 08.06.1939, Blaðsíða 3

Vikan - 08.06.1939, Blaðsíða 3
Nr. 23, 1939 VIK A N 3 Vörn og verjendur, 2. (pi&in 'fxíOí föuuMLok Lun lcnattspyAnu. w Ifáum greinum verður með engu móti gefin fullnægjandi skýring á öllum spurningum, sem fyrir koma í knatt- spyrnu. Eins og ég tók fram í fyrri grein minni, get ég aðeins drepið á helztu grund- vallaratriðin. I fyrri grein minni fór ég nokkrum orðum um markvörðinn og ræddi um starf hans frá sjónarmiði leiktækni og leikkænsku, eins ítarlega og rúm leyfði. Það er skiljanlegt, að ég varð að taka hann út úr, því leikur hans er á allan hátt frábrugðinn leik annarra liðsmanna. Nú er það ógerningur að taka hvern hinna tíu liðsmanna fyrir á sama hátt, og verð ég því að láta mér nægja að meta og virða leikmenn út frá þeim stöðum, sem þeir ^skipa í liðinu. Vér getum, í stórum dráttum, skipt knattspyrnuliði í tvær sveitir — til varn- ar og til sóknar. Markvörðurinn, sem ég hefi þegar fjölyrt um, er í varnarsveit- inni. Leik hans verður eigi getið hér, nema þar sem samvinna hans og annarra varn- armanna gefur tilefni til. Það var ætlun mín í grein þessari að bregða upp mynd af eðli og þróun varn- arleiksins ásamt verkefnum varnarsveit- ar, eftir því, sem við verður komið. — I varnarsveit teljurp vér, auk markvarðar, báða bakverði og þrjá framverði. Standa þá sex leikmenn gegnt fimm mönnum sóknarsveitar. Hvað töluna snertir hefir þá varnarsveitin nokkra yfirburði. Það er ómaksins vert að líta á söguna í þessu sambandi, því að söguleg þróun varnar- sveitarinnar sýnir ljóslega verkefni henn- ar, eins og þau eru nú. Eins og allt annað í heimi hér á knatt- spyrnan langa þróunarsögu og er ekki ný- tilkomin eins og hún birtist oss nú. Sagan segir, að íþróttin — þó með nokkuð öðru móti en nú gerist — hafi verið kunn forn- aldarþjóðum, og hafi hún borizt til Eng- lands með rómverskum hermönnum. Það væri nú bæði fróðlegt og skemmtilegt að rekja þróun hennar á enskri grundu, en það yrði of langt mál að lýsa hinum mörgu þróunarstigum á þeirri leið. Það er þó rétt að minnast þess, að á síðara hluta aldarinnar, sem leið, klofnaði knattspyrn- an, sem þangað til var iðkuð í víðtækustu merkingu, í tvær íþróttagreinar, „Rugby“- leikinn og þá knattspyrnu, sem um heim allan er kennd við „Association Football" og oss er kunn. Síðan þá hafa engar verulegar breytingar orðið á ytri skip- an knattspyrnuliðsins. — Áður voru átta menn í sóknarsveit og þrír í varnar- sveit, en nú eru fimm til sóknar og sex til vamar. Að vísu varð mikil breyting á knattspyrnunni skömmu eftir heimsstyrj- öldina, sem ég verð að víkja að, en hún breytti ekki ytri skipan knattspyrnuliðs- ins, heldur tók hún aðeins til starfa nokk- urra leikmanna. Einhver allra þýðingarmesta og örðug- asta leikreglan í knattspyrnu'var frá fornu fari rangstöðureglan. Eftir gamla skiln- ingnum var leikmaður „rangstæður“ þar sem hann var staddur á vallarhelmingi mótherja með aðeins tvo mótherja fyrir framan sig (í flestum tilfellum var mark- vörður annar þeirra) og knötturinn fyrir aftan hann. (1. teikning). □ rtARJCVÖRÐUR / \ D 1. motherji O l£IKMAOUR VAR 2..MÖTHER.JI RANCSTÆOUR ©KNOTTUR z' \ N / \ / Var þá leikur stöðvaður og fríspyrna veitt andstæðingunum í hegningarskyni. Eftir hinni breyttu leikreglu, nokkrum árum eftir stríð, er leikmaður þá fyrst „rangstæður“, þegar aðeins einn mótherji, í stað tveggja áður, er fyrir framan hann. (2. teikning). D MARKVÖR.©uR. A Q2.MÓTHERJI O LEIKMA-ÐUR ER RAN6STÆ6UR Q , í. mqtherji Ég veit, að það er erfitt fyrir ókunnuga að skilja merkingu „rangstöðunnar" eða þýðingu reglubreytingarinnar. Lesendur, sem annars bera nokkuð skynbragð á knattspyrnu, munu samt láta sér skiljast, að eftir breytinguna er markið í meiri hættu en áður. Framherji getur nú staðið á hlið við síðasta varnarliðsmanninn á vell- inum (í fiestum tilfellum bakvörð eða mið- framvörð) án þess að vera rangstæður. (3. teikning). Eins og nú til hagar, þarf hann aðeins að hlaupa stuttan spöl eftir að hafa tekið við knettinum, til þess að standa augliti til auglits við markvörð mótherj- anna. Vegna þessa möguleika sá sóknarsveit nokkurra kappliða sér mjög skjótt leik á borði. Miðframherji skipaði sér nú á hlið við aftasta mann í varnarsveit á vellinum, D MARKVÖR6UR , □ I.Motherji D2.M0THERJI o LEIKMA6UR EKKl RANSSTÆfiuR ------------I_ _______ >._í^~/ á svonefndri „rangstöðulínu", til þess að eiga skjótan og greiðan aðgang að mark- inu. — Slíkt herbragð leiddi vitaskuld af sér varnarráðstafanir, og mótherjar settu nú einn mann úr varnarsveit sinni til höfuðs miðframherja og skyldi sá hinn sami eigi víkja augunum af miðframherja. Þar sem nú var fyrir hendi maður í varnarsveit- inni, sem lék á miðjum velli, féll þessi gæzla á miðframherja eðlilega í hlutskipti miðframvarðar. — En úr því farið var á annað borð að „skipuleggja" vörnina, þá fengu einnig aðrir varnarsveitarmenn, að markverði undanteknum, sitt ákveðna hlutverk, og komst nú sú skipan á varn- arsveitina, sem 4. teikning sýnir 1 höfuð- ________________I ""II______________ O markvör-ouR H.BAKVÖROUR MlOFRAMVÖROUR V.BAKVÖR0UR □ Q □ , o o . o v.utfrahheojí mioframherji h utframherji H.FRAMVÖRBUR V. FRAMVÖROUR □ Q O ,---------' O V.ERAMHERJI ^ ^\H. FRAMHERJ I / I \ L____________i----------.__i_______________ dráttum. Vegna sérstöðu sinnar er mark- vörður einskorðaður við markið, en aðrir í varnarsveitinni hlutu „persónulega mót- herja“, sem hér segir: Vinstri bakvörður — hægri útframherja. Vinstri framvörður — hægri innframherjá. Miðframvörður — miðframherja. Hægri framvörður — vinstri innframherja. Hægri bakvörður — vinstri útframherja. Auðvitað lá þetta fyrirkomulag varnar- innar, eða „varnarskipulag“, ekki jafn beint fyrir og sjá má á pappírnum. Það tók nokkur ár að þróast. Nú er það þó skipulagt — og í höfuðatriðum kunnugt sérhverju knattspyrnuliði, sem leika vill tímabæra knattspyrnu. Og aftur er það England, sem fóstrað hefir þetta skipu- lag, en þaðan hefir það farið sigurför um allan heim. Allt eftir því hver nauðsyn krefur — styrkleika mótherja o. s. frv. — er nú kleift að styrkja vörnina enn frekar með einum eða fleiri leikmönnum úr sóknar-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.