Vikan


Vikan - 08.06.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 08.06.1939, Blaðsíða 17
Nr. 23, 1939 VIKAN 17 Juan Negrin, fyrrverandi forsætis- ráðherra á Spáni, dvelur nú í Ame- ríku. Myndin var tekin þegar hann kom til New York. Hin fræga leikkona, Bette Davis, varð nýlega 31 árs og sést hún hér með afmæliskökuna sína með 31 ljósi Nightingall knapi á baki veðhlaupa- hestsins „Fairfax". Myndin var tek- in á æfingu undir hinar frægu Derby- veðreiðar í Englandi. Hér er mynd af hertogafrúnni af Kent með einn af hinum fögru hött- um sínum. Myndin var tekin á góð- gerðarsýningu í Lundúnum. DULARFULLA HÚSIÐ. Frh. af bls. 11. — Þú ert nokkuð seint á ferð, sagði hún. Honum fannst hin hreina, blíða rödd hennar breytt. Monsieur de Merret svaraði ekki, því að um leið kom Rosalie inn. Það var reiðar- slag fyrir hann. Hann stikaði fram og aft- ur um herbergið, milli glugganna, eins og í leiðslu, með krosslagðar hendur. — Hefurðu fengið slæmar fréttir eða ertu veikur ? spurði frúin feímnislega á meðan Rosalie var að afklæða hana. Hann þagði. — Þú mátt fara, sagði madame de Merret við Rosalie. — Ég skal vefja upp á mér hárið sjálf. Hún sá á svip greifans, að eitthvað óþægilegt var í aðsigi, og vildi því vera ein með honum. Þegar Rosalie var farin, eða þau héldu, að hún væri farin (því að hún beið fyrir framan í nokkrar mínútur), gekk monsieur de Merret fram fyrir konu sína og sagði kuldalega: — Madame, það er einhver inni í fata- skápnum þínum! Hún leit rólega á mann sinn og svaraði hreinskilnislega: — Nei. Monsieur de Merret sárnaði þetta svar. Hann trúði því ekki. Þó hafði hann aldrei séð konu sína svona fulla hreinleika og göfugmennsku eins og nú. Hann gekk yfir að fataskápnum. Madame de Merret tók í hönd hans, leit á hann með dapurlegum svip og sagði, röddin bar vott um óvenju- lega geðshræringu: — Mundu, að ef þú finnur engan þarna inni, er allt búið á milli okkar! Hinn óvenjulegi virðuleiki í framkomu hennar vakti aftur virðingu hans fyrir henni, og hann tók eina af þessum ákvörðunum, sem aðeins skortir hið stóra leiksvið til að öðl- ast ódauðleikann. — Nei, Josephine, sagði hann, — ég ætla ekki að gera það. Það mun skilja okk- ur að fullu í báðum tilfellum. Hlustaðu, ég veit, hvað þú ert hreinhjörtuð og að líf þitt er heilagt. Þú mundir ekki syndga til þess að bjarga lífi þínu. Við þessi orð leit madame de Merret með tryllingslegu augnatilliti á mann sinn. — Hérna, taktu krossinn þinn, bætti hann við. — Sverðu við guð, að það sé enginn þarna inni. Ég skal trúa þér, ég skal aldrei opna hurðina. Madame de Merret tók krossinn og sagði: — Ég sver. — Hærra, sagði greifinn, — og segðu, ég sver við guð, að það er enginn inni í þessum skáp. Hún endurtók setninguna rólega. — Þetta nægir, sagði monsieur de Mer- ret kuldalega. Eftir andartaks þögn: — Ég hefi aldrei séð þetta fyrr, sagði hann um leið og hann skoðaði íbenholt krossinn, fagurlega greiptan í silfurum- gjörð. — Ég fann hann hjá Duvivier, sem keypti hann af spönskum munki, þegar fangarnir fóru í gegnum Vendöme í fyrra. — Einmitt það, sagði monsieur de Mer- ret um leið og hann setti krossinn á nagl- ann og hringdi. Rosalie lét hann ekki bíða lengi. Monsieur de Merret fór á móti henni og leiddi hana út að útskotsglugganum, sem sneri út að garðinum og hvíslaði að henni: — Hlustaðu! Ég veit, að Gorenflot vill giftast þér. Fátækt er eina hindrunin, og þú sagðir honum, að þú skyldir verða kon- an hans, ef hann fengi ráð á að verða múrarameistari. Gott og vel! Farðu og sæktu hann, segðu honum að koma með múrsleifina sína og önnur áhöld. Gættu að vekja engan í húsinu nema hann, auður hans mun verða meiri en óskir þínar. Og um fram allt, farðu héðan án þess að þvaðra nokkuð, annars . . . Hann hnykl- aði brýrnar. Rosalie fór, en hann kallaði á eftir henni: — Hérna, taktu útidyralykilinn minn, sagði hann. — Jean! kallaði monsieur de Merret þrumandi röddu fram á ganginn. Jean, sem var bæði ökumaður hans og þjónn, hætti teningakastinu og kom. — Farið öll að hátta, sagði húsbóndinn og gaf honum um leið merki um að koma nær, og bætti svo við í hálfum hljóðum: Þegar allir eru sofnaðir — sofnaðir, heyr- irðu? — kemurðu niður og lætur mig vita. Monsieur de Merret, sem hafði ekki haft augun af konu sinni, á meðan hann gaf skipanir sínar, gekk nú rólega yfir að arn- inum til hennar og fór að segja henni frá billiardleiknum og samræðunum í klúbbn- um. Þegar Rosalie kom aftur, voru þau hjónin að ræða saman í bróðerni. Greifinn hafði nýlega látið gera við loft- in í herbergjunum á neðstu hæðinni. Það var erfitt að fá gips í Vendöme, flutning- urinn var svo dýr. Greifinn hafði þess- vegna keypt mikið, því að hann vissi, að hann myndi geta fengið kaupendur að því, sem afgangs yrði. Þetta var orsökin til þess, að honum datt það í hug, sem hann nú ætlaði að láta gera. — Gorenflot er kominn, herra, sagði Rosalie lágt. — Bjóddu honum inn, svaraði greifinn fullum rómi. Madame Merret fölnaði, þegar hún sá múrarann. — Gorenflot, sagði greifinn, — farðu og sæktu múrsteinana í vagnhúsinu og komdu með nægilegt til að fylla upp í dyrnar á þessum skáp, þú getur notað gipsið til að þekja vegginn með. — Síðan kallaði hann múrarann og Rosalie afsíðis: — Hlustið á, Gorenflot, sagði hann lág- um rómi, — þú skalt sofa hérna í nótt. En á morgun færðu vegabréf til útlanda, til borgar, sem ég bendi þér á. Ég skal láta þig hafa sex þúsund franka til ferð-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.