Vikan


Vikan - 08.06.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 08.06.1939, Blaðsíða 19
Nr. 23, 1939 VIKAN 19 Ekkjumaðurinn. Barnasaga. Svenni leit á klukkuna sína. Hver skoll- inn! Klukkan var orðin margt, og mamma yrði reið, ef hún þyrfti að bíða með matinn. — Bless! kallaði hann til félaga sinna, sem varla tóku undir kveðju hans. Börnin höfðu indælan leikvöll í gömlum garði, sem náði niður að sundinu. Þar var verið að byggja stóra sambyggingu, svo að friðurinn var ekki mikill á daginn fyrir hinum háværy. verkamönnum, en á kvöld- in, þegar þeir voru farnir heim, lögðu börnin gamla garðinn undir sig, og þar var nú glatt á hjalla. Svenni hljóp stytztu leið heim. I stað þess að fara eftir veginum, hentist hann yfir stóra girðingu, sem var á milli gamla garðsins og stígsins, sem lá niður að vatn- inu. Hann sat kyrr á girðingunni stundar- korn og horfði yfir sundið. Það var hlýtt og kyrrt vorkvöld. Öldurnar dilluðu sér léttilega. Einhver kom eftir veginum. Þetta er ekkjumaðurinn! hugsaði Svenni, undir eins og hann sá manninn með barnavagninn. Um daginn hafði hann staðið við glugg- ann heima og séð manninn aka fram hjá. — En hvað þetta er sorgleg sjón, sagði móðir hans, því að hún hafði tekið eftir sorgarbandi á handlegg hans. — Aumingja maðurinn! Hann hefir misst konu sína, og er nú úti með litla munaðarleysingjann. Þetta var nokkuð seint til að vera með smábarn úti, en maðurinn var auðvitað að vinna á daginn, svo að hann gat ekki farið út nema á kvöldin. — Gott kvöld! sagði Svenni, þegar ekkjumaðurinn kom á móts við hann. Maðurinn kipptist við. — Hvað ertu að gera þarna? spurði hann hranalega. — Ég? — Ekkert! sagði Svenni, og það kom fát á hann. — Reyndu þá að koma þér í burtu! Svenni stökk ofan af girðingunni og tók á rás upp stíginn. Maðurinn hafði verið jafn reiður og Svenni hefði framið glæp með því að sitja uppi á girðingunni og bjóða honum gott kvöld. — Ég skaut hon- um skelk í bringu, hugsaði Svenni, — eða kannske hann sé svona kynlegur vegna þessarar miklu sorgar, sem hann hefir orðið fyrir?-------- — Þú kemur seint, sagði móðir Svenna, þegar hún lauk upp fyrir honum. — Mig langar svo til að vera snemma búin, því að pabbi þinn bauð mér í bíó. — Ég skal hjálpa þér til að þvo upp, mamma, sagði Svenni. — Hvað er klukkan? spurði hún litlu síðar, þegar hann var að bera af borðinu. — Hún er . . . byrjaði Svenni, en þagn- aði síðan. — Nú, já! Armbandsúrið var horfið! — Hvað var hún? spurði móðir hans aftur. Svenni leit á stofuklukkuna. — Vantar fimm mínútur í hálf sjö, svaraði hann. — Þá komumst við á sjö-sýningu, sagði hún glaðlega. Svenni þreifaði gætilega fyrir sér inni í vagn- inum, en kippti hendinni fljótlega að sér aftur. Svenni minntist ekki á úrið. Hann mundi, hvenær hann hafði sér það síðast og bjóst við, að hann fyndi það áreiðan- lega. Ef hann segði mömmu og pabba frá úrhvarfinu, segðu þau ef til vill, að hann væri of lítill til að vera með úr, og það kærði hann sig ekkert um. j* Undir eins og foreldrar Svenna voru' farnir, læddist hann út á veginn og stefndi niður að sundinu. Vegurinn var dimmur á kafla, og hann vonaði, að hann hefði ekki týnt því þar, því að þá gæti hann ekki fundið það, þó að hann væri með vasa- ljósið sitt. Fyrst ætlaði hann að leita báðum meg- inn við girðinguna, því að honum fannst sennilegast, að hann hefði týnt því, þegar' hann klifraði yfir girðinguna. Ef það væri ekki þar, varð hann að leita á veginum. Úrið varð hann að finna, hvað sem það kostaði. Nú hætti vegurinn, svo að hann varð að fara út á stíginn. Til vinstri handár var tennisvöllur, en til hægri girðingin. En hvað hér var dimmt og drungalegt. Svenni fann úrið, þar sem hann hafði stokkið niður. Þá var þessari áhyggju létt af honum. — En hvað var þetta? Jú, svei mér, ef barnavagninn stóð ekki þarna. Það var kynlegt, að ekkjumaðurinn skyldi ekki vera farinn heim enn. Skyldi hann sitja niður við vatnið — eða hvar var hann? Svenni læddist nær, en hann sá hvorki manninn né heyrði. Barnið gaf ekki held- ur neitt hljóð frá sér. Nú var Svenna hætt að standa á sama. Það var áreiðanlega eitthvað saman við þetta. Hann gekk að vagninum, þreifaði gætilega fyrir sér inni í honum, en hann kippti hendinni fljótlega að sér aftur og rak upp lágt óp. Hann hafði komið við eitthvað kalt og hart. — Hann þreif teppið ofan af vagninum og lýsti inn í hann með vasaljósinu sínu. — Hamingjan góða! tautaði Svenni undrandi. ,,Barnið“ var nefnilega aðeins brúða. í sama billi heyrði hann reiðileg köll frá báti, sem var að renna að landi, svo að Svenni þaut af stað eins og píla. Hann ætlaði áreiðanlega ekki að bíða eftir „ekkjumanninum“, því að enginn efi var á því, að maðurinn var ekki með öllum mjalla. Hann hringdi á lögreglustöðina strax og hann kom heim. — Já, já, vertu bara rólegur, góði minn, greip lögregluþjónninn fram í fyrir hon- um. — En ef hann er hættulegur, sagði Svenni, sem ekkert skildi í því, hvað lög- regluþjónninn var rólegur. — Hann hefir áreiðanlega sloppið út úr einhverju geð- veikrahælinu. — Ætlaði hann að gera þér mein? — Já, — nei, — ég veit það ekki, því að ég hljóp í burtu, en . . . — Jæja, þá held ég, að við getum ekk- ert gert. — En þegar hann hefir brúðu í barna- vagninum, sagði Svenni. — Já, það er nú ekki hegningarvert. — En við getum athugað náungann. Svenni var ákaflega daufur, þegar sam- talinu var lokið. Hann átti auðvitað að bíða með að hringja, þar til hann hafði tal- að við mömmu og pabba. Foreldrar Svenna voru komnir heim. Þau sátu öll þrjú við borðið, þegar sím- inn hringdi. — Lögreglustjórinn ætlar að tala við mig, hrópaði faðir Svenna undrandi. — Svenni roðnaði því meir, sem lengra leið á samtalið. — Já! — Nei! — Einmitt! — Nei, hann hefir ekki minnzt á það. Faðir hans virtist vera undrandi, en til allrar hamingju ekki reiður. Loksins hætti hann samtalinu. — Hvað hefir komið fyrir? spurði móðir Svenna. — Hvað hefir þú verið að gera í kvöld, Svenni ? spurði faðir hans. Svenni leysti frá skjóðunni. — Mér finnst Svenni hafa farið rétt að ráði sínu, sagði móðir hans, þegar hann hafði lokið frásögninni. — Já, það finnst mér líka, sagði faðir hans brosandi. — Lögregluþjónarnir hittu „ekkjumanninn" og ætluðu að gefa sig á tal við hann, en hann fór undan í flæm- ingi. Þeim þótti þetta allgrunsamlegt og fóru með hann og vagninn á stöðina og þar komust þeir að því, að mélið var ekki

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.