Vikan


Vikan - 08.06.1939, Blaðsíða 11

Vikan - 08.06.1939, Blaðsíða 11
Nr. 23, 1939 VIKAN 11 eitthvað með því. Auk þess leit hann aldrei upp úr bænabókinni sinni, veslings mað- urinn! Bftir það var hann vanur að ganga á kvöldin upp á hæðirnar innan um kastalarústimar. Það var eina ánægja veslings mannsins. Það minnti hann á föðurland sitt. Það er sagt, að á Spáni séu eintóm fjöll! Prá því fyrsta að hann kom, var hann lengi úti á kvöldin. Ég varð kvíðafull, þegar ég sá, að hann var ekki kominn fyrir miðnætti, en við vöndumst þessu hjá honum. Hann fékk útidyralykil- inn, og við hættum að vaka eftir honum. Hann dvaldi í húsinu okkar í Rue des Casernes. Einu sinni sagði hestasveinninn okkar, að um kvöldið, þegar hann fór með hestana til að brynna þeim, hefði honum sýnzt hann sjá Spánverjann á sundi í ánni. Þegar hann kom aftur, bað ég hann að gæta sín fyrir sefinu í ánni, honum virt- ist gremjast, að hann skyldi hafa sézt í ánni. Loksins dag einn eða öllu heldur um morguninn, fundum við hann ekki í her- berginu hans. Hann hafði ekki komið aft- ur. Eftir að hafa leitað allsstaðar, fann ég loks miða í borðskúffu og fimmtíu spánska gullpeninga, sem kallaðir eru doubloons og vom um fimm þúsund franka virði og ennfremur gimsteina, tíu þúsund franka virði, geymda i lokaðri öskju. Á miðanum stóð, að hann skildi þessa pen- inga og gimsteina eftir til þess, ef hann kæmi ekki aftur, að borga fyrir sálumessu til að þakka guði fyrir frelsi sitt og sér til sáluhjálpar. Um þetta leiti var maðurinn minn enn á lífi og hóf hann undir eins leit að honum. — Og nú kemur það undarlega í sög- unni. Hann kom heim með föt Spánverj- ans, sem hann hafði fundið undir stórum steini á árbakkanum, nálægt kastalanum, andspænis Grande Bretéche. Maðurinn minn hafði farið þangað svo snemma, að enginn hafði séð hann. Eftir að hafa lesið bréfið, brenndi hann fötin og eftir ósk Férédia, skýrði hann frá, að hann hefði strokið. Fógetinn sendi alla varðmennina til að elta hann, en þeir náðu honum ekki. Lepas hélt, að Spánverjinn hefði drekkt sér, en því trúi ég ekki. Mér þykir senni- legra, að hann hafi verið eitthvað riðinn við mál Madame de Merret, eftir að Rosalie sagði mér, að krossinn, sem húsmóður hennar þótti svo vænt um, að hún lét grafa hann með sér, hefði verið úr íbenholt og silfri. Fyrst meðan Monsieur Férédia dvaldi hérna, hafði hann einmitt kross úr íbenholt og silfri, sem ég sá hann aldrei með seinna. Finnst yður nú, að ég þurfi að gera mér nokkrar grillur út af þessum fimmtán þúsund frönkum, og að ég eigi ekki rétt á þeim? — Vissulega. En hafið þér ekki spurt Rosalie nánar? spurði ég. — Jú, það held ég nú, en það er ekki til neins, hún er eins og gröfin. Hún veit eitthvað, en það er ómögulegt að fá hana til að tala. Eftir að hafa skipzt á nokkrum, fleiri orðum við veitingakonuna, fór hún. Ég varð gripinn einhverjum óljósum, döprum hugs- unum, einhverri rómantískri forvitni, trú- arlegri skelfingu, ekki ólíkt þeim djúpu áhrifum, sem maður verður fyrir, þegar maður að nóttu til kemur inn í dimma kirkju og sér dauft ljós undir hvelfingunni, hálfósýnileg vera líður fram hjá, skrjáfur í skikkju eða prestshempu heyrist, og mað- ur skelfur. Allt í einu birtist mér Grande Bretéche með hávaxna illgresinu sínu, lokuðu gluggahlerunum, riðguðu jámslánum, læstu dyrunum og auðu herbergjunum, eins og dularfull vitrun eða sýn. Ég reyndi að skilja til hlýtar þetta dularfulla hús og finna lykilinn að hinni skuggalegu sögu þess — sorgarleikur, sem hafði orðið þriggja bani. 1 augum mínum varð Rosalie merkilegasta manneskjan í Vendóme. Þeg- ar ég athugaði hana, þóttist ég verða var við leynda varkárni, þrátt fyrir heiptina, sem skein út úr bústnu andlitinu. Það var í svipnum vottur af iðrun eða von. Fram- koma hennar bar vott um eitthvað leynt eða hulið, eins og hjá hræsnara, sem biðst fyrir í ákafa, eða barnsmorðingja, sem alltaf heyrir síðasta hróp barnsins. Samt var hegðun hennar blátt áfram og hrein- skilnisleg — aulalegt bros hennar bar ekki vott um glæpahneigð, og hefðirðu ekki get- að séð nema stóra hálsklútinn, sem vafð- ist um hvelfdan barminn og bláa baðm- ullarkjólinn, mundirðu hafa áhtið hana saklausa. Nei, hugsaði ég, ég fer ekki frá Vendóme, fyrr en ég hefi heyrt söguna um Grande Bretéche. Til að ná takmarkinu, skal ég afla mér vináttu Rosalie, ef með þarf. — Rosalie, sagði ég kvöld eitt. — Já, herra. — Þér eruð ekki giftar? Hún hrökk dálítið við. — O — ég get fundið nóga menn, ef mér skyldi koma til hugar að vilja láta fara illa með mig, sagði hún hlægjandi. Hún var fljót að jafna sig eftir þessa óvæntu spumingu, því að allar konur, allt frá hefðarfrúnni að þjónustustúlkunni, hafa til að bera það jafnvægi hugans, sem er einkennandi fyrir þær. — Þér eruð of laglegar og eftirsóttar til þess, að yður skorti aðdáendur. En segið mér, Rosalie, hvers vegna gerðust þér vinnustúlka í veitingahúsinu, eftir að þér fóruð frá Madame de Merret ? Lét hún yður ekki hafa nóg til að hfa af? — Jú, jú, en starf mitt er það bezta í allri Vendðme. Svarið var, eins og dómarar og lögfræð- ingar mundu kalla það, undanbrögð. Rosa- lie virtist vera aðilji í þessari rómantísku sögu, eins og reitur á miðju taflborði. Hún var hjartað og þráðurinn í sögunni. Að sigra Rosalie átti nú ekki lengur að vera neitt venjulegt umsátur — í þessari stúlku var geymdur síðasti kapítuli í sögu, og þess vegna varð Rosalie upp frá þessu keppikefli mitt. Einn morgun sagði ég við Rosalie: — Segið mér það, sem þér vitið um Madame de Merret. — Ó! hrópaði hún skelfd, — biðjið mig ekki þess, monsieur Morase. Ljóminn á laglegu andhtinu hvarf, og augun misstu sína sakleysislegu einlægni. — Jæja þá, sagði hún að lokum, — fyrst þér endilega viljið, skal ég segja yður það. En lofið mér að segja engum frá því! — Það skal gert, stúlka mín. Ég skal varðveita það eins og sjáaldur auga míns. Ef ég ætti að endursegja samvizkusam- lega hina fljúgandi mælsku Rosalie, mundi það fylla heila bók, en ég skal fara fljótt yfir sögu. Herbergi Madame de Merret í Bretéche var á neðstu hæð. Lítið skot inn í vegginn, um f jögur fet á dýpt var notað sem klæða- skápur. Þrem mánuðum fyrir hið við- burðaríka kvöld, sem ég ætla nú að fara að lýsa, hafði Madame de Merret verið svo lasin, að maður hennar lét hana vera eina í herberginu, en flutti sjálfur í herbergi á næstu hæð fyrir ofan. Af tilviljun, eina af þeim, sem ómögulegt er að sjá fyrir, kom hann heim úr klúbbnum (þar sem hann var vanur að lesa blöðin og ræða stjómmál við aðra bæjarbúa) tveim tím- um seinna en venjulega. Konan hans hélt, að hann væri. kominn heim, háttaður og sofnaður. En árásin á Frakkland hafði verið ákaft umræðuefni, billiardleikurinn hafði verið spennandi, hann hafði tapað f jörutíu frönkum, geysiupphæð í Vendóme, þar sem alhr safna peningum, og siðir og venjur eru innan hinna virðulegu tak- marka hófseminnar, sem ef til vill er upp- spretta hinnar sönnu hamingju, sem eng- inn Parísarbúi sækist eftir. Undanfarið hafði monsieur de Merret látið sér nægja að spyrja Rosalie, hvort frúin væri hátt- uð; og eftir að hafa fengið svar hennar, sem alltaf var játandi, fór hann ánægður upp á sitt eigið herbergi. Þegar hann kom heim þetta kvöld, fékk hann löngun til að segja konu sinni frá óheppni sinni, ef til vill, til þess að fá huggun. Við miðdegis- verðinn hafði madame de Merret verið óvenjulega vel klædd. Á leiðinni til klúbbs- ins hafði honum orðið ljóst, að hún væri að hressast, og að batinn hefði aukið yndisþokka hennar. Hann var, eins og eiginmenn eru vanir að vera, heldur seinn að koma auga á þetta. I staðinn fyrir að kalla á Rosalie, sem var niðursokkin í að horfa á matsveininn og ökumanninn kasta teningum, fór hann til herbergis konu sinnar, því að ljós logaði á ljóskeri, sem stóð í neðsta stigaþrepinu. Fótatak hans endurómaði í hvelfingunni uppi yfir forstofunni. Um leið og greifinn sneri snerlinum á herbergishurð konu sinnar, heyrðist honum hurðinni á útskotinu, sem ég minntist á áðan, vera lokað; en þegar hann kom inn, stóð madame de Merret ein við arininn. Greifinn taldi sér trú um, að það væri Rosalie, sem væri inni í skot- inu, þó að einhver óljós grunur hvetti hann til varkárni. Hann leit framan í konu sína og fannst bregða fyrir flóttalegum svip í andliti hennar. Frh. á bls. 17.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.