Vikan


Vikan - 08.06.1939, Blaðsíða 8

Vikan - 08.06.1939, Blaðsíða 8
8 VIKAN Nr. 23, 1939 Milli elda. Smásaga tveggja ■— Heyrðu, eigum við ekki að hætta þessari vitleysu ? — Þetta er engin vit- leysa, Roddy. ■ Leonie dró gluggatjöldin frá gluggan- um og leit í kringum sig í stofunni. Þetta var síðasta kvöldið, sem hún var hér. Um þetta leyti á morgun yrði hún kona Stephens Lethington. Þegar hún fluttist inn í þessa stofu fyrir tveimur árum, hafði henni ekki kom- ið til hugar, að hún flyttizt þaðan svo fljótt aftur. En nú var þessum þætti æfisögu hennar lokið. Hún gat verið ánægð. Stephen þótti vænt um hana. Stephen var strangur, al- varlegur og duglegur verzlunarmaður, en hún hafði verið einkaritari hans í mörg ár. Enginn gat skipað eins og hann, haldið aga eins og hann. En hann var henni þakk- látur. Hún gat verið hamingjusöm, en var hún það ekki? Innst inni var lítið sár, sem aldrei hafði gróið. Hún þreif dagblaðið, svo að hún þyrfti ekki að hugsa um þetta. Það fyrsta, sem hún kom auga á, var brosandi andlit. — Roderick Ames-Drury, kapteinn — stóð fyrir neðan —, er kominn heim til Englands eftir þriggja ára dvöl í Indlandi, þar sem hann hefir verið einkaritari hjá Rajahanum frá Irawa, sem býr á æfintýra- legasta stað Indlands. Leonie missti blaðið. Roderick kominn heim . . . Ó, hvers vegna þurfti hann einmitt að koma á þessari stundu ? En gerði það ann- ars nokkuð til? Það breytti engu. Dyrabjöllunni var hringt. Leonie lauk upp. Það var Stephen. — Ástin mín, sagði hann og tók utan um hana. — Ég varð að koma snöggvast. Ég varð svo órólegur. Leonie, þér þykir vænt um mig? Hún þrýsti sér að honum. — Að hugsa sér, að eins skynsamur maður og þú ert, skuli koma með svona heimskulega spurningu. Ætlum við kann- ske ekki að gifta okkur á morgun — er það ekki næg sönnun? — Jú, jú . . . ég á bara svo bágt með að trúa því. Ég ætla aldrei að fara frá þér, aldrei, aldrei! — Nei, aldrei. — Vertu sæl, elskan mín. Ég verð að fara. Ég er að fara á fund. — Hugsaðu þér, annað kvöld förum við í langa brúðkaupsferð. Þú getur því fórnað verzluninni þessum síðustu tímum. — Auðvitað. 'Bless, ástin mín . . . þang- að til á morgun. Hún nam staðar dálitla stund í forstof- unni og starði á dyrnar, sem lukust aftur að baki honum. Hann var góður, bezti maðurinn í öllum heiminum. Þegar hún kom aftur inn í stofuna, sá hún, að hann hafði gleymt skjalatöskunni sinni. Án hennar gæti hann ekki verið. Hún ætlaði að senda hana til hans í bíl. Um leið og hún opnaði dyrnar, var þrif- ið í hana og sagt glaðlega: — Vissirðu, að ég var á leiðinni? Þú hlýtur að hafa vitað það, annars hefðirðu ekki opnað, áður en ég hringdi. En hvað það er gaman að sjá þig aftur! — Roddy! Hann var kominn, kominn til hennar, og hún gleymdi öllu. En þetta hefði hún getað sagt sér sjálf, að þannig, einmitt þannig, yrði það, hvenær sem hann kæmi. En hvað Roddy var alltaf sjálfum sér líkur! Hann kemur eftir þrjú ár og held- ur, að allt sé eins og hann hafi verið tvær mínútur að heiman.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.