Vikan - 22.06.1939, Blaðsíða 4
4
VIK A N
Nr. 25, 1939
okkur leið, sem eftir vorum. Við gátum
aðeins beðið og vonað.
Loftið varð stöðugt þyngra og mollu-
legra með hverju andartaki. Við gátum
ekkert aðhafzt. En nokkrir reyndu að
drepa tímann með því að segja skrítlur og
geta sér til um vígslugildið.
Við fundum ekki svo ýkja mikið til kuld-
ans, því að þetta stöðuga klifur fram og
aftur um bátinn hélt á okkur hita. En það
varð þó kaldara og kaldara, hvað leið. Mér
var farið að líða illa.
Svo man ég mjög óglöggt af mér, unz
við heyrðum hark og barsmíðar. Það var
mjög greinilegt. Ég skildi ekki, hvaða
boðskapur þetta var, en við svöruðum með
því að banka aftur. Nú létti okkur mikið
um hríð.
Okkur var sagt, að þetta væri skipun
frá Oram kapteini, er segði, að við skyld-
um allir bjarga okkur með Davis-grím-
unum á sama hátt og hann hafði gert.
Við vissum ekki, hversu margir fylgi-
bátar væru til staðar á yfirborðinu.
Lúgunni að björgunarklefanum, þar sem
kapteinn Oram og lautenant Woods höfðu
farið um, höfðum við lokað strax, svo að
björgunarklefinn var tilbúinn fyrir tvo þá
næstu. Það var ekkert val eða hlutkesti
um það, hverjir skyldu fara.
Þeir urðu yfir sig fallnir af hræðslu
— og drukknuðu.
Sjóliðarnir settu grímurnar á farþegana
og skýrðu fyrir þeim, hvað þeim bæri að
varast í björgunarklefanum. Okkur hafði
og verið sýnt þetta allt, áður en við létum
úr höfn. Glen liðsforingi hafði yfirumsjón
með grímunum. í kring um hann voru
skelfileg þrengsh. í bátnum voru að sönnu
tveir björgunarklefar, en hinn var í stafn-
inum, fullur af vatni.
Þeir, sem næstir fóru á eftir Oram
kapteini og leutenant Woods, drukknuðu.
Veslings mennirnir. Þeir urðu gripnir
skelfingu og reyndu að opna lúguna, áður
en loftþrýstingurinn innan frá var orðinn
jafnhár þrýstingi vatnsins. Þeir höfðu ekki
orku til að opna hana.
Glen liðsforingi horfði inn um litla gler-
rúðu, sem var á stærð við póstkort. Það-
an sá hann inn í björgunarklefann, sem
aðeins rúmaði tvo í einu.
Vatnið flýtur upp um þá.
Hann hafði ekki augun. af. þeim, og
vatnskrönunum var lokið upp, til að klef-
inn skyldi fyllast sem fyrst. Hann fylgdist
með því, hvernig vatnið steig þeim til ökla,
til mittis — og loks flaut yfir axlir og
höfuð. Hann sá þá grípa til munnstykkj-
anna, loftslanganna á gerfilungum Davis-
grímanna. Mér var sagt, að þegar vatnið
hefði náð þeim í augu, hefðu þeir orðið
æðisgengnir og barið skelfilega frá sér
hnefunum móti ytri lúgunni, sem þeir áttu
að fara út um. En það var árangurslaust.
Klefinn var nú fullur af vatni, og þeir,
sem bjargast áttu, voru báðir dauðir.
Nú var ekki um annað að gera, en að
dæla fyrst vatninu út úr klefanum, opna
síðan innri lúguna og taka líkin þar út.
Já, þeir voru dauðir. Þeir höfðu báðir losað
sig við loftslöngurnar. Á síðustu stundu
hafa þeir orðið gripnir skelfingu. Þeir voru
báðir farþegar. Ýmsir vonuðu, að þeir
mættu reyna næstir, þó að eigi væri það
ljóst, hvort ytri lúgan hefði hlaupið í bak-
lás eða ekki. Tveir skipverjar, er þekktu
vel björgunarvélarnar, buðust til að fara
inn í klefann til að ganga úr skugga um,
hvort lúgan væri starfhæf. Glen liðsfor-
ingi gekk aftur að glugganum, og klefinn
fylltist á ný. En liðsforinginn gaf þegar
skipun um að dæla úr klefanum sem fyrr,
og þegar innri lúgan var opnuð, kom enn
í ljós dauður maður og hékk loftslangan á
brjósti hans. Hinn maðurinn var enn með
lífsmarki og með slönguna í munninum.
Og þó að hann væri nær dauða en lífi,
tókst honum að gera okkur skiljanlegt, '
að ekki væri hægt að opna lúguna.
Loftið var voðalegt. Ég býst ekki við,
að ég hefði lifað þar mikið lengur. Nú var
ákveðið að gera eina tilraun enn með ein-
um skipsmanni og einum farþega. Arnald-
ur kyndari varð fyrir valinu af hálfu skips-
manna. Þeir kölluðu hann „Mac“. Svo
hratt einhver mér að lúgudyrunum og
sagði: „Það er bezt, að þú farir líka“. Það
var hrein tilviljun, að ég skyldi vera þarna
við hendina, og ég varð að fara, hvorf. sem
mér var það ljúft eða leitt. „Mac“ var mér
hjálplegur við að setja á mig grímuna, og
svo skall klefalúgan á hæla okkur. Hann
lauk upp vatnskrönunum, og vatnið tók að
streyma inn. Það var geigvænleg tilfinn-
ing, líkust því, að við hefðum fallið í ljóna-
gryf ju. Við gátum ráðið því sjálfir, hversu
vatnið steig ört. Vatnshanarnir voru á
okkar valdi og umsjón. „Mac“ lét það
streyma ört. Ég get ekki lýst þeim hugs-
unum, sem sóttu að mér á þessum augna-
blikum, og ekki bætti það úr skák, að hafa
horft á hina deyja.
Blindur af söltum sjó.
Þegar vatnið steig mér í höku, brá ég
á mig loftslöngunni og beið. Vatnið steig
hærra og hærra og flaut í augu mér, svo
að ég mátti ekki sjá.
Ég brjálaðist — og þó hugsaði ég um
það, hvort lúgan myndi hafa hlaupið í bak-
lás, eða ekki.
Það er ekki hægt að segja frá líðan
manns í þessu umhverfi, en maður verður
að einbeita huganum og halda sér í skef j-
um, unz loftþrýstingurinn í björgunarklef-
anum er orðinn jafn mikill þrýstingn-
um að utan. „Mac“ greip í handlegginn á
mér og pataði frá sér. Hann benti á út-
göngulúguna og gerði sig líklegan til að
slá í hana. Ég kinkaði kojli. Hann opnaði
lásinn, og svo spyrntum við bökum móti
lúgunni. Hún opnaðist skjótt. Mér virtist,
sem hefði ég verið heila eilífð þarna í
björgunarklefanum, en er ég losnaði það-
an, var ég á skjótri stundu kominn upp
á hafflötinn.
Ég þaut upp eins og kólfi væri skotið.
En ekkert sá ég, hvað leið ferðum „Mac’s“.
Almáttugur guð! Hversu var ég feginn,
að sjá aftur dagsins ljós. Og óðar kom ég
auga á lítinn fylgibát, The Brazen.
Mér skaut upp undan þessum bát. Og nú
get ég ekki annað en minnst þeirra manna,
sem ég sá síðastur í tölu lifanda. Ég sé
þá án afláts fyrir mér, tvístíga í kringum
björgunarklefann, fálmandi við gerfilung-
un sín á milli handanna, reiðubúna til að
ganga inn í klefann — og bjargast úr djúp-
unum. Lg veit ekki, hvað hefir valdið því,
að ekki komu fleiri upp á eftir okkur
„Mac“.
Og til ættingja þeirra manna, er hér létu
lífið, vil ég mega segja þetta: Það var ekki
hægt að hugsa sér betri menn til þess að
sigla með.
Síld -
og milljónir.
Eftir ÓSKAK HALLDÓRSSON.
yrir 15 árum skrifaði ég fyrstu blaða-
grein mína, er ég nefndi: „Síld“. —
Greinin fjallaði aðallega um það, að við
íslendingar ættum að notfæra okkur hin
miklu auðæfi, sem eru á sumrin í hafinu
út af Norðurlandi. í greininni benti ég á
það, sem fáir vildu þá trúa, að síldin væri
gullnáma íslendinga, sem þeir ættu eftir
að ausa úr sínum mestu auðæfum, og það
svo tugum milljóna skipti á hverju ári.
Ég hélt því og fram, að ef íslenzka þjóðin
hefði átt hann eins og þýzka iðjuhöldinn,
Hugo Stinnes, þá mundi slíkur maður
aldrei hafa litið við öðrum atvinnuvegi hér
á landi en síldveiðum, vegna þess, að fyrir
bræðsluafurðirnar væri heimsmarkaður,
sem hefði nærri því takmarkalausa út-
þenslumöguleika. Sagði ég þar meðal ann-
ars, að ef Stinnes hefði verið boðið einka-
leyfi á þrem atvinnuvegum okkar: þorsk-
veiðum, landbúnaði og síldveiðum, þá
mundi hann aldrei hafa litið við öðru en
síldinni. Og ennfremur sagði ég í sömu
grein, að þeir tímar mundu koma, að síld-
in yrði uppistaða þjóðarbúsins, en gengi
þorsksins mundi minnka. Á þessum árum
sáu menn yfirleitt engan nytjafisk annan
en þorskinn, og þótti mér því ekki segjast
spámannlega.
Ég stakk upp á því í áður nefndri grein,
að þar sem þjóðin ætti engan Hugo Stinn-
es, þá ætti ríkið að setja á stofn tvær ný-
tízku síldarverksmiðjur, þar sem útgerðar-
menn gætu lagt inn síldina og fengið hana
brædda á samvinnugrundvelli, svo að þeir
fengju sannvirði fyrir hana, er kostnaður
væri dreginn frá.
En það var ekki fyrr en nokkrum árum
síðar, að fyrsta síldarverksmiðja ríkisins
var sett á stofn. Og nú má svo að orði
kveða, að síðustu árin höfum við lifað
meira á síld en þorski. Nú er svo komið,
að þorskurinn, sem meiri hluti þjóðarinn-
ar lifði á fyrr meir, er orðinn einskonar