Vikan - 22.06.1939, Blaðsíða 16
16
VIK A N
Nr. 25, 1939
verkamaður, ef til vill vélamaður. — Hér
verður hann verkfræðingur. Samt sem
áður langar okkur heim. Þú færir líka
heim, ef lífi þínu væri ekki hætta búin.
Cathrina færi heim, ef hún ætti ekki á
hættu að verða sett í fangelsi. En Giinther
og landar hans halda áfram að kvarta yfir
því, að Hitler geri þetta og Hitler geri
hitt og samt geta þeir ekki sætt sig við,
að fólk geti verið hamingjusamt, nema það
lifi eftir þýzkum reglum.
— Gunther er hugsjónamaður . . .,
byrjar Cathrina.
Anna yppir öxlum.
— Þeir eru allir eins. Ég ætlaði að heim-
sækja þig einn daginn, Bardiehinov frændi,
en þú varst ekki heima. Ég hitti madame
Germain. Hinn Þjóðverjinn, Hahnreiter,
kom til mín. Hann er mannlegri en Gunth-
er, því að hann getur hlegið. En alltaf var
hann að setja út á og tala um, hvað Þjóð-
verjar væru snjallir að skipuleggja.
— Þeir hafa verið hér svo stutta stund.
Þetta er heimþrá. Það e'r það, sem það er,
Anna . . .
— Þeir hafa verið hér í tvö ár. Bardich-
inov frændi, manstu þegar Primo de Rivera
dó? Hann gat ekki afborið ósigur sinn. Þá
vorum við dauðhrædd um, að Maura yrði
geðveikur af þunglyndi. Hann varð það
ekki. Hann er hér enn, þó að honum líði
illa og lífskjarkur hans hafi bilað. Nú er
honum orðið Ijóst, að hann lifir í útlönd-
um. Hann veit, að við erum öll eins og
fiskar á þurru landi . . .
— Og hann reynir að þroska lungun,
segir Bardichinov og kinkar kolli. — Já,
Anna. Ég veit, hvað þú átt við. Það getur
verið, að honum mistakist það, en hann
heldur því ekki fram, að það sé aðeins
hægt að anda með tálknum.
Þau sitja hljóð. Síðar segir Cathrina um
leið og hún andvarpar :
— Það er alveg sama, GiAnther er góð-
ur maður.
Á laugardögum situr Anna hjá Fedor
og segir honum frá Giinther. Hún er hæfi-
lega illkvittnisleg, og þau skellihlæja bæði.
Hún hefir alls ekkert samvizkubit út af
því að tala svona um hinn trygga félaga
sinn og vonbiðil.
— Það er eitt, sem ég skil ekki, Fedor.
Það er Pia, þú þekkir hana ekki. . . . Hún
er ákaflega falleg. Og hún tilbiður Giinther
og gónir á hann með aðdáun, eins og belja
á rauðmálaða hurð. Hvers vegna er
Gunther alveg sama um hana?
— Af því, að þú ert miklu yndislegri,
vitrari og skemmtilegri, Anna. Ég hefi vit
á þessu, svo að þér er óhætt að trúa mér.
— Þvaður. Lífið er skringilegt, Fedor.
En úr því, að við erum nú að spjalla sam-
an um mannlífið, þá langar mig til að
spyrja þig um dálítið.
— Já, gerðu það!
— Fedor, áður varstu alltaf þögull,
önugur og fráhrindandi. Nú ertu allt öðru-
vísi. Hvernig stendur á því?
Fedor horfir undrandi á hana.
— Það er ósköp eðlilegt, Anna. Áður
var ég svo áhyggjufullur. Ég var alltaf
að hugsa um að komast heim. En nú veit
ég, að ég kemst aldrei heim, og ef gömlu
áhyggjurnar segja til sín . . . Þá, já, þú
veizt . . . Þá drekk ég mig fullan.
Fedor hlær. Önnu rennur kalt vatn milli
skinns og hörunds.
— Þá er það dálítið annað, Fedor. Hvers
vegna má ég aldrei koma heim til þín? Ég
þykist vita, að þú búir á einhverjum hræði-
legum stað.
— Bíddu! segir Fedor hlæjandi. —
Bíddu aðeins í hálfan mánuð. 1 hálfan
mánuð ætla ég að vinna. Ég skal ekki
bragða dropa af áfengi. Ég verð önugur
og illkvittnislegur, en við skulum ekki
hittast þennan tíma, svo að það gerir ekk-
ert til. Og síðan skal ég bjóða þér í höll
mína. • |f|||
Hann býr þá á einhverjum hryllilegum
stað. Jæja, en það gerir ekkert til, ef hann
er að fara þaðan.
Einn morguninn spyr Pia Monica Önnu,
þegar þær sitja saman í neðanjarðarjárn-
brautinni:
— Heyrðu, Anna, heldurðu, að ég ætti
ekki að læra að sauma?
— Að sauma? spyr Anna undrandi. —
Hvers vegna ?
— Hvað heldurðu, að ég geti verið lengi
sýningarstúlka ? Hárið á mér er að dökkna
og ég er að fitna. Ég er orðin tuttugu og
sex ára gömul, Anna.
— Láttu lita á þér hárið. Það gera allar.
Þú ert ágætlega vaxin.
— Hvers vegna tekur þú áhyggjur mín-
ar aldrei alvarlega, Anna? Þú hefir betur
núna, það veiztu.
Anna ro.ðnar. Hún býst ekki við, að Pia
sé svona opinská. Hún snýr sér að henni:
— Ég hefi aldrei hugsað um málið frá
þessari hlið. . . . Sigur eða ósigur. Ég var
alls ekki undrandi, þegar István varð hrifn-
ari af þér en mér. Mig furðar á, að Gúnther
skuli ekki vera það líka. Þú ert miklu
meiri persóna en ég.
— Það er ekki satt, Anna.
— Það er satt. Ég hefi alltaf vitað það,
þó að ég hafi aldrei minnzt á það. Ekki
einungis af því, að þú sért fallegri en ég.
Þú ert líka betri, ástúðlegri og kvenlegri.
Og þú ert líka langtum kátari en ég. Það
getur verið, að svo sé ekki lengur . . . Þú
ert að verða svo lík mér.
— Ég ætla ekki að andmæla þér, Anna.
Mér þykir vænt um, að þú hélzt ekki, að
ég væri vond. Ég er alveg á sama máli og
þú, en þú segir þetta bara öðruvísi en ég
hefði sagt það. Mér er að fara aftur.
— Það er vegna stöðu þinnar. . . . En
það tekur Iangan tíma að Iæra að sauma,
og þú getur ekki verið sýningarstúlka jafn-
framt.
— Þá þýðir ekkert að hugsa um það.
Pabbi vinnur mikið, en hann fær lítil laun.
Nafn hans hefir líka misst dýrðarljóma
sinn. Blöðin vilja varla taka greinar hans.
— Geturðu ekki lært eitthvað annað,
sem tekur styttri tím^?
— Ég veit það ekki. Mér hafði dottið í
hug að verða leikkona eða dansmær. Ekki
vegna þess, að ég hefði hæfileika, heldur
aðeins vegna þess, að ég var lagleg. En
auðvitað er það orðið of seint. Anna, ég
hefi alltaf haldið, að ég væri fædd eigin-
kona — fögur og ástúðleg eiginkona. Ég
hefði, t. d., verið ágæt kona stjórnmála-
manns . . .
— Eða prófessors, segir Anna og brosir.
— Já, eða prófessors, það er alveg það
sama. Ég gæti haldið uppi samræðum, ver-
ið húsmóðir og vinur. Ég múndi líka hafa
áhuga á vinnu mannsins míns. Ég mundi
hvetja hann. En þetta er nú engin atvinna
á þessum tímum.
Anna er hagsýnni.
— Þú hefir mikið vit á öllu því, sem
snertir tízkuna. Þú gætir verið sölukona.
Hér förum við út. .
— Þetta er í fyrsta skipti, sem við höf-
um talað almennilega saman, Anna, segir
Pia um leið og þær hraða sér til verzlun-
arinnar.
Anna skellihlær.
— Við erum farnar að eldast. En þú
þarft ekki að hugsa um að skipta umstöðu.
Þú verður fyrst um sinn kyrr, þar sem þú
ert. Sýningarstúlkur eru bezt launaðar.
Þegar hún er ein eftir, fer hún að hugsa
um Pia — í fyrsta skipti síðan hún kynnt-
ist henni. Líf ungu, ítölsku stúlkunnar hef-
ir verið hverfulla en hennar, sérstaklega
af því, að veitingahúsið við Montparnasse
var svo fínt. Þar voru, að kalla, engir út-
lendingar, aðeins ferðamenn, sem komu og
fóru — og þeir eru ekki taldir með. Þeir
eru enn fjarlægari en Frakkamir, af því
að þeir eru svo áhyggjulausir og markmið
þeirra er svo öruggt og óhagganlegt.
Ef til vill hafa landar Meneghetti, ungu
Italarnir, heimsótt þau öðru hverju. Ef til
vill hefir Pia eins mikið af fólki að segja
og Anna. En það er varla sennilegt. Hin
fagra, kuldalega vera, sem var móðir
hennar, hefir áreiðanlega ekki kært sig
um margt fólk, hugsaði Anna. En hinn
skemmtilegi og f jörugi f aðir hennar! Eng-
um gæti fundizt hann vera einmana hjá
slikum manni.
Anna er alveg sannfærð um, að enginn
maður sé Meneghetti fremri. Hún er ást-
fangin af honum, þegar hún sér hann.
Þess á milli gleymir hún honum. I hvert
skipti, sem Anna hittir Meneghetti, segir
hún honum, að hún sé skotin í honum, og
að hann sé fallegasti maðurinn í París, og
þá hlær litli, ljóti maðurinn hjartanlega.
Anna notar sér forréttindi aldursmunar-
ins og faðmar hann og kyssir á ennið.
Litli, ljóti maðurinn hefir gaman af koss-
inum, en tveim mínútum síðar hefir hann
gleymt honum alveg eins og Anna. Bar-
dichinov tautar, að þetta endi með sjálfs-
morði, og Liiv horfir forvitnislega á að-
farirnar.
Þegar hálfi mánuðurinn er liðinn, kem-
ur Fedor aftur fram á sjónarsviðið. Þau
hittast í litlu veitingahúsi, drekka rólega
úr vínglösunum og leggja síðan af stað til
nýja bústaðarins.