Vikan


Vikan - 22.06.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 22.06.1939, Blaðsíða 15
Nr. 25, 1939 VIKAN 15 W II Jolán Földes: Það, sem komið er af sögunni: Barabás loðskinnaskraddari flytur búferlum frá Budapest til Parísar og hafnar með fjölskyldu sína, konu og þrjú böm, í Veiðikattarstræti. •— Fyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísarbúar kynn- ■ ast, eru tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn Júgoslavi. Þeir eru bamgóðir og rabbsamir karlar, er öllum vilja vel. -— Ett kvöldið bætist grískur flóttamað- ur í hópinn, Papadakis að nafni. Síðar bætast tveir menn enn í hópinn, Vassja, sem öllum hjálp- ar, og Anna verður ástfangin af, og Fedor. •—- Vassja smitar alla af starfsgleði. — Anna þrá- biður pabba sinn og Bardichinov um að lofa sér að læra eitthvað. En skyndilega syrtir að. Vassja verður fyrir bílslysi og deyr. Barabás- fjölskyldan flyzt í aðra íbúð í Veiðikattar- stræti. — Anna fékk ósk sína uppfyllta um að læra eitthvað. Hún er nú orðin útlærð sauma- kona. —• István er Ungverji. Hann hefir ráð undir hverju rifi um að verða sér úti um atvinnuleysis- styrki. — Anna og Barabás fara til Suður-Ame- ríku í von um betri kjör, en í fyrstu höfn er Barabás bitinn í fótinn af skaðlegri flugutegund. Hann leggst veikur. — Jani er orðinn ástfang- inn af stúlku, sem Albertine heitir og er fiðlu- leikari. — Barabás og Anna fara heim til París- ar. Anna fær vinnu aftur á saumastofunni. Nú er Barabásfjölskyldan hamingjusöm, þó að ekki sé nema svolitla stund. — Barabás hefir líka fengið vinnu. — Loksins heimsækir Albertine Barabásfjölskylduna. •—• Nú streyma Þjóðverj- ar til Parisar. Cathrina kynnist einum þeirra GUnther Volkmar, docent. Hún býður honum til Barabásfjölskyldunnar, eingöngu til að kynna hann og Önnu. -— Anna verður ekki ástfang- in af honum, en henni leiðist hann ekkert. — Jani er nú orðinn fullveðja. Hann afsalar sér ekki frönsku borgararéttindunum. — Anna og Klárí hafa miklar áhyggjur út af því, að Albert- ine og Jani verði aldrei hamingjusöm. — Barabás- systkinin þrjú eiga hvert sitt leyndarmál, sem þau minnast ekki á. Klárí hittir unnustu Vassja, Jani Elemér Hallay og Anna Fedor. Leyndarmál önnu er þannig, að það varir. — Ég veit ekki, segir Anna hikandi. — Kannske á laugardaginn. — Ágætt! Ég bíð yðar hér á laugardag- inn. — Klukkan hvað? — Ég verð hér seinni hluta dagsins, segir Fedor og slær hendinni frá sér. Giinther er vanur að koma á hverjum laugardegi. Þá fer hann með Önnu í her- æfingar — eins og Anna kallar gönguferð- ir þeirra, áður en þau fara í bíó. Jæja, öðr- um hvorum þeirra verður hún að bregð- ast, eða kannske báðum, þar sem hún get- ur varla gert upp á milli þeirra. Hún get- ur sagt, að hún hafi þurft að vinna á saumastöfunni. Anna iðrast ekki, ekki heldur þegar hún sér hið áhyggjufulla andlit Giinthers. Strax og hún hefir lokið kvöldsnæðingi, segist hún ætla út í veitingahúsið. Síðan Meneghetti fór að koma þangað, situr hún þar iðulega stundarkorn. Anna fer í káp- una sína. Hún situr við sinn keip, þó að Giinther horfi biðjandi á hana. — Þér skuluð bara sitja kyrrir, ef þér viljið. Pia kemur kannske. — Nei, ég fer líka, segir Giinther rauna- lega. Anna minnist ekki á Fedor. Á laugardög- um laumast hún burtu, drekkur nokkur vínglös með Fedor í litlum knæpum og tal- ar glaðlega um alla heima og geima. Samt fer hún ekki hvern laugardag. Stundum hringir Fedor til hennar á saumastofuna og segir henni, að hún skuli ekki koma. Þá á hann enga peninga, ekki einu sinni svo mikið, að hann geti borgað hálfan lítra af víni. Hann kærir sig alls ekki um, að Anna borgi. — Hvers vegna ekki? spyr Anna gremjulega. — Af því, að ég kæri mig ekkert um það, segir Fedor og hlær. 20. KAPÍTULI. — Ekki hélt ég, að þú værir svona vond, segir Bardichinov og horfir ásakandi á Önnu. — Þú hrekur aumingja drenginn frá þér! bætir Cathrina við. — Þú kvelur hann. Anna skellihlær. — Áttu við pósthússöguna ? Fedor sagði Önnu þessa sögu, en hún minnist ekki á það. Eftir stjórnarbylting- una flýði Fedor fyrst til Þýzkalands og var þar í nokkur ár. Hann hafði komið til Parísar frá Hamborg ásamt Vassja. Pósthúsæfintýrið hafði gerzt í Munchen. — Giinther, spyr Anna sakleysislega, — er það satt, að póstarnir í Miinchen raði sér upp tveir og tveir, þegar þeir hafa fengið póstinn, og gangi í skrúðgöngu út úr pósthúsinu? Beinir í hnjánum? Svona? Er það satt? Gunther roðnar. Hann veit, að Anna er að reyna að særa hann. — Það getur vel verið, að það sé satt — ég hefi aldrei séð það. — Og stendur fólkið í Múnchen ekki fyrir utan pósthúsið og er að springa af hlátri ? — Hvers vegna ætti það að gera það, Anna? Er nokuð á móti því, að þar sé haldinn agi? — Þér getið ekki ímyndað yður, hvað gaman er að vera póstur? Þér hefðuð átt að þekkja vin minn frá Sebastopol, sem festi bréf til gamals flækings á bekkinn, sem hann svaf á. — Haldið þér, að það væri ekki skemmtilegra, ef flækingar þyrftu ekki að sofa á bekkjum? — Nei! Flækingar hafa alltaf verið til og þannig verður það, jafnvel í yðar landi. Það getur verið, að þeir verði látnir ganga þar í fylkingu undir brúna, þar sem þeir sofa: I tveim röðum, áfram gakk! Til hægri, snú! Fara þeir á fætur við bumbu- slátt ? — Ég skil ekki, hvers vegna þér eruð að gera gys að mér, Anna? — Og er það satt, að tveir Þjóðverjar hittist ekki svo, að þeir stofni ekki félag? — Það er kjánaskapur að fyrirlíta félög. Það er ekki nema gott, að fólk, sem hefir sömu skoðanir, gangi í félagsskap. Við vorum einmitt að hugsa um að stofna fé- lag fyrir háskólafólk, sem hefir orðið landflótta . . . Anna skellir upp úr, svo að hann verð- ur að þagna. Gúnther snýr sér undan. Hann er beygður. Bardichinov og Cathrina setja ofan í við Önnu fyrir þetta. — Þú færð aldrei betri mann, segir Cathrina ásakandi. — Þar að auki hefir hann vinnu við dagblað í París . . . Hann hefir ekki há laun, en samt sem áður . . . Cathrina er kommúnisti og byltinga- sinnuð. Hún hefir verið í Síberíu og í fangelsi, en hugmyndir hennar um grund- völl hjónabandsins eru eins smáborgara- legar og úreltar og siðavandrar, finskrar móður. — Maður verður annað hvort að vera Byzans-fræðingur eða umbótamaður, svar- ar Anna sannfærandi. — Ég hefi aldrei sagt, að ég geti ekki þolað Gúnther. Þegar hann talar um Byzans, er hann þolanlegur, og heiðarlegur er hann. Ef hann gæti bara látið það vera að reyna til að endurbæta Frakkland. Þeir eru blátt áfram hryllilegir þessir Þjóðverjar! — Þú ert alin upp í Frakklandi og ert full af frönskum hleypidómum, segir Bar- dichinov og hristir höfuðið. —- Ég er alls ekki alin upp þar, segir Anna alvarlega. — Það ert þú, sem hefir kennt mér allt, sem ég veit, Bardichinov frændi. Þú hefir kennt mér að vera þohn- móð. Þú hefir kennt mér, að lífið sé alls staðar eins, að menn og lönd séu ólík og þannig verði það að vera. En svo spranga Þjóðverjarnir hér um, finna að öllu og gorta af því, hvað allt sé fullkomið í Þýzka- landi. — Er það nokkuð óeðlilegt, að þeim þyki vænzt um landið sitt? Langar þig ekki heim? Það langar mig. — Bardichinov frændi, segir Anna áköf. — Það er allt annað. Hvernig á ég að lýsa þessu? Auðvitað langar alla heim, þó að flestum okkar liði verr þar, okkur langar að minnsta kosti. Heima yrði systir mín verksmiðjustúlka, í mesta lagi skrifstofu- stúlka. Hér verður hún læknir. Jani yrði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.