Vikan


Vikan - 22.06.1939, Blaðsíða 10

Vikan - 22.06.1939, Blaðsíða 10
10 VIKAN Nr. 25, 1939 JONS MESSU NÓTT I SVIÞJOÐ 1 Svíþjóð fyrir ári síðan. Ég var stadd- ur á eyjunni Skutu, skamrat frá Stokk- hólmi, en það mun vera með fegurstu stöðum á jörðinni. Öll er eyjan vaxin skógi: björk, greni og eik. Og timburhúsin með tígulsteinaþökunum eru svo vinaleg í skjóli skógar og blómlegs gróðrar. Húsið okkar stendur niður við sundið, og það stirnir á gljáandi vatnsflötinn gegn- um limkrónurnar. Þar þjóta hinir skraut- legustu skemmtibátar fram og aftur. Úr lofti heyrist gnýr og drunur flugvéla, sem lenda þarna yfir í víkinni. Þetta er hrein- asta paradís, húsið okkar og eyjan, og mér finnast allir dagar hátíðardagar. Og svo er mér sagt, að fyrir dyrum standi tveggja daga hátíð, Jónsmessuhátíð, eða miðsumarhátíð, eins og Svíar nefna hana. Mér er sagt, að þetta sé hér á landi hin mesta fagnaðar hátíð, helguð gróandanum, vaxtarþránni, sólinni — og ástinni. Svo hófst undirbúningur hátíðarhaldanna, og loks runnu dagar fagnaðarhátíðarinnar upp. Allir, sem vettlingi geta valdið, ríkir og fátækir, ungir og aldnir, taka að einhverju leyti virkan þátt í þessum hátíðarhöldum. Fyrrum voru tengdar við Jónsmessunótt- ina fjölkyngitrú og töfrasögur margar. Nú trúir því enginn — en ýmsir fornir siðir eru tengdir við hátíðarhöld þessi og setja á þau sérstæðan svip. Þessi Jónsmessumót eru alltaf haldin undir berum himni og oftast á hinum feg- urstu stöðum. Og þeir, sem ekki sækja þessi opinberu mót halda sínar Jónsmessu- hátíðir heima fyrir. En hvort, sem fólk sækir hin opinberu hátíðahöld eða ekki, skreytir það híbýli sín hátt og lágt lim- vöndum og öðrum lifandi gróðri, sem sótt- ur er út í ríki náttúrunnar. Kvöldið fyrir hátíðahöldin logar allt í undirbúningi, og liggur þá enginn á liði sínu. 1 húsinu okkar gerðum við karlmennirnir hreint með stúlkunum, en nokkrir fóru út í skóg að rífa greinar og tína blóm til skreytinga. Ég fylgdi flokki hinna síðarnefndu, og meðal okkar var hið mesta kapp um, hver draga mundi stærstan feng til húsa. Mér var falið að afla einis, en sænski einirinn er nokkuð stórvaxnari en sá ís- lenzki. Þegar ég hafði rifið nokkurt knippi undir hendina, lagði ég það frá mér á þúfu til hægðarauka. En er ég hafði rifið nokkr- ar hríslur í viðbót, fann ég til logandi sviða og fiðrings í höndum og handleggjum. Sá ég þá, hvar skreið urmull smákvik- inda upp eftir handleggjum mínum, og fóru þau með flughraða. Fleygði ég þá frá mér einihríslunum og snaraði mér úr jakkanum í mesta ofboði. Félagar mínir komu aðvífandi og dálítið skelfdir, en er þeir sáu, hvað um var að vera, skellihlóu þeir og sögðu: „Mauraþúfa, ísland“. En mig voru þeir vanir að nefna ísland. Morguninn eftir hófst skreytingin. Stof- ur allar voru tjaldaðar dúkum og skreyttar fánum og lifandi blómum. Og þetta var engin yfirborðsskreyting, því blóm varð að láta í hvern krók og kima, jafnvel inn í skápa og uppundir súðina á efsta lofti, þar sem kisa gamla hafði að- setur sitt með kettlingana. Þegar komið var til að skreyta hjá henni, reis hún leti- lega á fætur og lét rifa í grænar glirn- urnar, en lokaði þeim svo aftur og lagðist niður með hæversklegu tómlæti og skiln- ingsskorti á þessari virðulegu heimsókn. Ég varð mjög snortinn af allri þessari híbýlafágun, af því að mér fannst, að hér væru að verki einhver frjóari öfl, er jafn- an felast í fornum siðum. Allir virtust hafa svo mikinn áhuga á því, að enginn yrði útundan og sameinast í því að undirbúa hátíð, er mætti verða öllum til gleði. Þess vegna varð hið gróandi líf að ná inn í hvern afkima. Framan við anddyrið settum við tvær stórar trjágreinar, er mynduðu dálítil, laufguð bogagöng. Síðan var útbúin maí- stöngin, sem er tákn Jónsmessuhátíðar- haldanna í Svíþjóð. Til þessa var áður haft heilt tré, er var nefnt maítréð, en nú er í þess stað notuð stöng, sem er stungið niður, en að ofan eru negldar á hana þver- slár. Síðan er stöngin og þverslárnar vafn- ar og skreytar blómum, og stórir kransar eru hengdir í ,,greinarnar“. Þegar þessu verki var lokið var gengið til snæðings og kaffidrykkju. Síðan var farið að skemmta sér, fyrst með því að stíga hringdans kringum stöngina með kvæðasöng og þjóðvísum. Og svo tók við hver leikurinn af öðrum: Eitt þar fram fyrir ekkjumann, og hvað þeir nú heita, allir þessir leikir, er vekja kátínu í glöðum hóp. Mesta að- dáun og glaðværð vakti þarna seytján ára mey. Hún var frá sem hind, full af lífi. Hana gat enginn hlaupið uppi, þótt til þess væri allra bragða beitt. Miklaðist hún svo af yfirburðum sínum, að hún sagði með ögrandi hlátri, að hver af piltunum, sem gæti hlaupið sig uppi, mætti eiga sig. Sem vænta mátti gripu menn nú til fótanna, og þó einkum einn. Eltingaleikurinn hófst nú fyrir alvöru. Er hún tók að þreytast af hlaupunum, hljóp hún að tré einu og varð- ist við það um stund. Skyldi hún tapa í þessum lelk? Nei, aftur hljóp hún af stað og hentist með flaksandi lokkana niður brekkuna í áttina til sundsins. — Þarna nær hann henni! hrópuðu allir, því að nú dró saman með þeim um stund. En í því lagði mærin skarpa beygju á leið sína' og sveinninn féll kylliflatur — í sundið. Og eins og vænta mátti hlógum við dátt að óförum hans. Hver hlær ekki að óförum annarra? Er þessum leik var lokið, var hvítur dúkur breiddur á græna flötina og drukkin skál alls milli himins og jarð- ar í ávaxtavíni. Hér tókum við að ræða um það, hvert fara skyldi í kvöld, því víða var nú glatt á hjalla. Auðvitað urðum við Framh. á bls. 22. Eftir Halldór Pétursson, verkamann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.