Vikan - 22.06.1939, Blaðsíða 6
6
VIKAN
Nr. 25, 1939
SVEFN
Gorillan sefur á dýnu —
Fíllinn hvílir hausinn stundum í tré, þegar
hann sefur.
Cobran í Suður-Ameríku vaknar um
hádegi, sofnar aftur fyrir klukkan
tvö og sefur í einum dúr til hádegis
næsta dag. Kanína fær sér sextán til tutt-
ugu reglubundna blundi yfir sólarhringinn.
Yfir veturinn lætur söngþrösturinn sér
nægja að vaka í níu tíma, en á sumrin
vaknar hann kl. 2 á nóttunni og sofnar
ekki fyrr en kl. 8V2 á kvöldin. Sumir fugl-
ar hrökkva upp og glaðvakna, ef þeir
verða varir við hættu, en einn ástralskur
fugl sefur svo vært, að hægt er að taka
hann upp af greininni, sem hann sefur á,
án þess að hann vakni.
Þessi dæmi eru einkennandi fyrir það,
hvað dýrin sofa með mismunandi móti.
Auðvitað er svefninn aðallega kominn
undir lifnaðarháttum þeirra. Til dæmis
það, að dúfur sofa oft á sama stað, meira
að segja sömu grein, margar nætur í röð,
stafar af því, að þær eiga svo gott með
að flytja matvæli langar leiðir og þurfa
því ekki að skipta um svefnstað.
Öðru máli gegnir um dýr eins og górill-
una. Þó að hún hafi mikið fyrir því að
búa um sig, sefur hún sjaldan á sama stað
tvær nætur samfleytt. Hún hefir svo góða
matarlyst, að hún er enga stund að sjá
fyrir því, sem ætilegt er, í nágrenninu og
þess vegna verður hún iðulega að skipta
um svefnstað.
Gorilla-fjölskyldan sefur saman í loft-
góðu svefnherbergi. Karldýrið velur svefn-
staðinn og gætir þess, að hann sé vatns-
heldur. Venjulega er það undir trjágrein-
um.
Kvendýrið og ungarnir khfra venjulega
upp í trén og búa um sig þar. Þau beygja
nokkrar greinar, flétta þær saman og
mynda þannig pall, sem þau þekja kvist-
um og laufi. Stundum byggja þau hreiður
sín alveg niður við rætur trjánna. í dýn-
unni er þurr mold, vafningsjurtir og mosi,
en í yfirsænginni greinar. Kona, sem hefir
ferðast mikið, segir, að hún efist ekki um,
að hún hefði sofið ágætlega, ef hún hefði
lagt sig þar fyrir.
Gorilla liggur á bakinu, þegar hún sefur,
með handleggina undir hnakkanum.
Orangutaninn býr alltaf um sig uppi í
toppum trjánna, stundum í 13—14 m. hæð.
Hann gætir þess, að bælið sé í miðju trénu,
svo að það hallist ekki, þegar lagzt er í
það. Orangutaninn sefur margar nætur
Dýrin verða að sofa eins og
mennirnir, en þau sofa með
ýmsu móti. Enski náttúru-
fræðingurinn FRANK W.
LANE lýsir svefni dýra í
þessari grein.
samfleytt á sama stað, en aldrei þegar
blöðin eru orðin þurr og visin. Hann kann
auðsjáanlega ekki við hart flet. Aldrei fer
hann úr bælinu á morgnana fyrr en hann
er viss um, að raki næturinnar sé gufað-
ur upp.
Maður nokkur, sem eitt sinn skaut oran-
gutan, segir, að þegar hann hafi ætlað að
mæla hann, hafi hann ekki getað rétt úr
fifigrum dýrsins fyrr en búið var að
skera á sinarnar í lófanum. Orangutan-
inn sefur með hendurnar krepptar fast
saman.
Það stafar af því, að hann heldur utan
um greinarnar, svo að hann þurfi ekki að
óttast að detta niður, þó að tréð vaggi
fyrir vindinum.
Orangutaninn hefir ekkert á móti því
að sofa í rúmi, ef hann hefir tækifæri til
;iJ
Flóðhesturinn sefur ýmist á landi eða í vatni. Þegar hann sefur í vatni, standa aðeins nasirnar upp úr.