Vikan - 22.06.1939, Blaðsíða 14
I
14
VIKAN
Nr. 25, 1939
<^J-egurd og *Oízka
„ikr* ’
FRAMKOMA.
Kurteisin er sterkasta vopnið, sem þér hafið í höndunum.
Ef þér hafið gert einhverjum órétt, berið þá ekki kala til
hans. Farið heldur til hans og biðjið fyrirgefningar. Sá, sem
getur það, er auðugur.
Verið ekki hræddar við að játa, að þér hafið haft á röngu að
standa, ef þér finnið, að svo er. Flest óvinátta er sprottin af
misskilningi.
Gáið að því, að mikið er undir því komið að geta greint sund-
ur smámunina.
Verið blátt áfram í framkomu, en aldrei duttlungarfullar.
Verið vingjarnlegar við alla.
Reynið að stilla yður, ef þér reiðist og segja meiningu yðar
rólega, en ákveðið.
Verið aldrei greiðvikin, ef þér þurfið þess ekki. Enginn þakk-
ar yður það. Það verður brosað að yður. Illa kemur sér óboðin
þjónusta.
Skiptið yður aldrei af málum annarra, nema þér séuð
neyddar til.
Bærið aldrei á yður, þegar tveim mönnum lendir saman í
yðar áheym. Ef þér skiptið yður af því, sem yður kemur ekkert
við, verðið þér að súpa seyðið af því sjálfar.
Ef maður býður konu inn í veitingahús, lætur hann hana ráða
veitingunum. Hann á að setjast á móti henni við borðið, nema
hann sé henni því kunnugri. Hann á auðvitað að borga.
Sma nmieiKaænng a grasDietunum.
Beygið fæturna, grípið með báðum
höndum um tæmar og réttið síðan
eins vei úr fótunum og þér getið.
Æfingin er ágæt fyrir maga og bak.
Hér er skrítin hetta fyrir ungar
stúlkur. Hún nær ekki yfir hnakk-
ann, svo að hárið verður að vera í
góðu lagi, þegar hún er notuð. •—-
Kurteisi í strætisvögnum.
Kurteisi í veitingahúsum.
Það er alltaf kurteisi, þegar karlmenn standa upp fyrir kon-
um, — sérstaklega fullorðnum konum — í strætisvögnum.
En samt ætlast enginn til, að karlmaður, sem er á heimleið
þreyttur eftir strit dagsins, standi upp fyrir ungri stúlku, sem
ef til vill er að koma úr boði.
Ef þér hafið gefið yður á tal við sessunaut yðar í strætisvagni,
eigið þér að kinka til hans kolli um leið og þér farið út.
Ryðjist aldrei inn í strætisvagna. Munið, að það líður ekki á
löngu áður en annar vagn fer af stað.
Ef þér þurfið ekki að fara því lengri leið, skuluðþérheldurganga.
Um leið og fólk gengur inn í veitingahús, stendur það í
ákveðnu kurteisissambandi bæði við gestina, sem fyrir eru, og
þjónustufólkið.
Karlmaður getur ekki gengið í gegnum veitingasal með hatt-
inn á höfðinu. Aftur á móti þarf kona ekkert frekar en hún
kærir sig um að taka ofan hattinn, þó að hún sitji að snæðingi
inni í veitingahúsi.
Það er ókurteisi, þegar hópur af fólki kemur inn í veitinga-
hús með miklum hávaða og heldur áfram að tala svo hátt og
hlæja, að aðrir gestir taki eftir því.
Einnig er ókurteisi að kvarta yfir veitingunum við þjónana
eða vera með háværar athugasemdir, er á veitingunum stendur.
Það er ekki allt undir matnum komið, heldur hvemig hann er borinn fram.
Sjáið þið ostana á þessari mynd. Langar ykkur ekki til að sitjast til borðs ?
Nokkrar
heilbrigðisreglur.
Fyrst og fremst verður
fólk að sofa nóg. Það er
ekki vinnan, sem spillir
heilsunni, heldur svefn-
leysið. 8—9 tíma svefn
er hæfilegur.
Fólk þarf helzt að fara
snemma að sofa, borða á
ákveðnum tímum og
tyggja matinn vel. Ferskt
loft í herbergjunum, dag
og nótt, er nauðsynlegt.
Einnig þarf fóík að vera
úti, njóta sólarmnar og
vera starfsamt, án þess
að ofreyna sig. Ivíaturinn
verður að vera ve. soðinn
og ekki of óbreyttur. —
Gott skap og nægjusemi
hefir ágæt áhrif á he ls-
una og vellíðanina.
Nýlega voru gefin saman i hjónaband ung-
frú Hulda Júliusdóttir og Sæmundur Jóns-
son, veggfóðrari. Heimili ungu hjónanna er
á Laugavegi 99 A. (Sig. Guðm. ljósmyndaði)