Vikan - 22.06.1939, Blaðsíða 17
Nr. 25, 1939
VIKAN
17
I æsku minni.
Smásaga.
ú lifir leiðinlegu lífi, Lína frænka,
sagði unga stúlkan, sem ók bílnum.
— Að rík kona eins og þú ert skuli nenna
því að sitja alla daga úti í görðum og lesa
leiðinlega reyfara------.
— Það er kannske skemmtilegra en þú
heldur, Gitta.
— 1 gær var ég með Edgar Wallace á
meðal glæpamanna. í fyrradag fór ég um
milljónahverfi í New York og í dag á ég
að taka þátt í að fletta ofan af morði, sem
framið var á farþegaskipi á leiðinni til
Ceylon--------.
Unga stúlkan fór að hlæja og steig á
hemilinn. Bílhnn stöðvaðist.
— Þetta kalla ég ekki líf, sagði hún.
— Og þú gleymir því, Lína, að þú ert alls
ekki gömul. Hvað eru 60 ár á okkar dög-
um?
— Maður hefir nú séð sitt af hverju,
sagði Lína brosandi. — Annars hefði ég
gaman af að vita, við hvað þú skemmtir
þér? Ég veit, að þú ferð með Harry inn
í veitingahús, og þið talið í hálftíma um
einskisverða hluti. Er þetta Íífið?
— Ég fer ekki með Harry, heldur
Ronna.
— Og fyrir hálfu ári var það Milli. —
Æskan er ekki lengi að skipta um skoðan-
ir. Það var öðru vísi áður fyrri —, en það
þýðir ekkert að segja ykkur það. Þið hafði
ekkert vit á því.
— Þú þarft ekki að fara lengra, sagði
Lína frænka. — Ég ætla að ganga niður
að vatninu. Þú sækir mig klukkan fimm.
— Ég skal gera það, sagði Gitta.
Lína settist á bekk undir stóru pílviðar-
tré. Hún opnaði töskuna sína og tók upp
brjóstsykurspoka, sem hún lagði, opinn,
við hlið sér. Síðan tók hún upp gleraug-
un, setti þau á sig og fór að lesa.
Eftir veginum komu tveir menn gang-
andi. Annar var ungur, dökkklæddur, með
teppi á handleggnum og alls konar böggla
í höndunum. Hinn var roskinn maður snjó-
hvítur fyrir hærum og rauðleitur í andliti.
Hann var í köflóttum fötum.
— Legðu þetta á bekkinn og farðu,
sagði gamli maðurinn. — Ég þarf að vera
í friði í dag.
— En það situr einhver á bekknum,
sagði ungi maðurinn.
— Hver hefir sezt á bekkinn minn?
sagði gamli maðurinn reiðilega. — Jæja,
það þýðir ekkert að fást um það.
Hann hneigði sig. — Má ég, frú?
Lína leit á hann, upp fyrir bókina, og
kinkaði kolli.
Hann settist og tók utan af bögglunum.
Hann var með appelsínur, tóbak og skrítna
bók. Hann vafði teppinu utan um fætur
sínar og opnaði bókina, sem leit út fyrir
að vera vísindarit.
— Ég sit venjulega hér á daginn, sagði
hann. — Ég vinn hér úti í guðs grænni
náttúrunni. Hvað eruð þér að lesa, frú?
Lífið er of stutt til þess að lesa slæmar
bækur!
Lína gat ekki varizt brosi.
— Finnst yður það?
— Já, það finnst mér, sagði hann. Hann
leit á hendur hennar. Hann þekkti fólk
alltaf á höndunum. Nú efaðist hann ekki
lengur. Þetta var hún! Vinkona Maríusar,
sem hann hafði kynnzt í Klakton-höllinni
fyrir f jörutíu árum. Fjörutíu árum ?
Hamingjan góða! Hún gat ekki þekkt
hann aftur eftir svo langan tíma.
— Þér verðið að fyrirgefa gömlum
manni, að hann talar hreinskilnislega við
yður. Sko, ég hefi viðbjóð á nýtízku ást-
arsögum. Þær eru allt of væmnar. Auðvit-
að veit enginn nú, hvað ást er! Æskan
leitar að því í bókum, sem hún finnur ekki
í veruleikanum. Reyndar er ég að skrifa
ástarsögu. En hún er öðru vísi en þessar
nýtízku sögur. Bókin mín f jallar um æfin-
týri, sem gerðist í Klakton-höllinni, en þar
var ég kunnugur, þegar ég var ungur.
— 1 Klakton?
— Já, frú. Kannist þér við það?
— Já, ég hefi verið þar-----. Mig lang-
ar til að lesa þessa bók yðar.
— Hún verður ekki búin fyrr en eftir
tíu ár. Þér segist vera kunnug í Klakton.
Ég þarf þá ekki að lýsa fyrir yður um-
hverfinu, garðinum, gömlu trjánum og
öllu því, eða höllinni. Hugsið yður nú tvær
ungar manneskjur í þessu umhverfi:
Dóttur hallareigandans, fallegustu stúlku
héraðsins: lítil, grönn, dökkhærð með brún
augu. Hún var alltaf kölluð ,,Píla“, því að
hún var svo fjörug, og ungan, laglegan
mann, sem var boðinn til hallarinnar.
Hann hafði engan titil og átti ekki efnað-
an föður, svo að hann var bara kallaður:
,,Krulli“, því að hár hans var hrokkið.
,,Píla“ og ,,Krulli“ urðu ástfangin hvprt
af öðru, og þeim helga ég einn kapítula
bókar minnar. Nú eru fjörutíu ár síðan
þetta var, og þá var ástin annað en dægra-
stytting.
Sagan um ,,Pílu“ og ,,Krulla“ er sorgar-
saga. Þau fóru ekkert í felur með það,
að þau væru hrifin hvort af öðru. Alls
staðar voru þau saman.
Einu sinni kom faðir hennar að þeim,
þar sem þau voru að kyssast á bak við
tré úti í garði. Hann skildi þetta ekki,
brást reiður við og rak ,,Krulla“ í burtu.
Þannig hófst sorgarleikurinn. Þau urðu
að skilja, en áður hétu þau hvoru öðru
eilífum tryggðum. Ungi maðurinn fluttist
í veitingahús eitt í nágrenninu.
Jæja, það þýðir ekkert að fást um það.
Á hverju kvöldi kom hann til Klakton-
hallarinnar og beið þar til allir voru sofn-
aðir. Síðan klifraði hann yfir garðinn og
reisti þungan brunastiga upp við vegg
hallarinnar. Þannig komst hann upp á
svalirnar fyrir framan gluggana hjá
„Pílu“, en þar sátu þau í tunglskininu og
spjölluðu saman.
En framtíðardraumar þeirra rættust
aldrei. Einn daginn kom þjónn einn frá
höllinni með bréf til „Krulla“. Það var frá
„Pílu“. Hún sagðist hafa velt þessu öllu
fyrir sér og sjá, að þau yrðu að skilja, því
að foreldrar sínir samþykktu þetta aldrei.
Hún sagði, að sér þætti svo vænt um for-
eldra sína, að hún gæti ekki valdið þeim
neinnar sorgar. Þetta væri áreiðanlega bezt
fyrir þau bæði. Nú ættu þau minninguna
um ást sína. Hana mundu þau alltaf eiga.
„Krulli“ gerbreyttist. Hann hætti námi
sínu, — en hann hafði ætlað sér að verða
lögfræðingur, — seldi það litla, sem hann
átti og fór til Panama, þar sem hann vann
fyrir sér með einu og öðru.