Vikan - 06.07.1939, Blaðsíða 4
4
VIKAN
Nr. 27, 1939
henni oft að orði, að hann væri líklega
enn þá vitlausari en Cládíus sonur henn-
ar, og þótti henni þá langt til jafnað.
Cládíus var vel viti borinn, en einstæð-
ingsskapur hans og aðhlátur annarra
gerðu hann snemma mannfælinn og tor-
trygginn. Sífelld hræðsla við það að hann
yrði að aðhlægi á mannamótum jók með-
fædda málhelti hans og gerði hann álappa-
legan og aulalegan í framgöngu. Hann var
því aldrei kallaður annað í uppvexti sínum
í Róm en Cládíus hinn heimski, eða Cládíus
málhalti.
Ágústusi keisara, frænda hans, og Livíu
drottningu, ömmu hans, var hin mesta
skapraun að Cládíusi. Þeim fannst hann
vera smánarblettur á keisaraættinni. Sve-
tóníus birtir í keisaraæfisögum sínum bréf,
frá Ágústusi til Livíu, þar sem gremja
hans yfir Cládíusi ræflinum kemur greini-
legast í ljós. Kafli úr þessu bréfi hljóðar
þannig: ,,Ég hefi talað við Tíberíus, eins
og þú baðst mig um, viðvíkjandi Cládíusi
sonarsyni þínum-------. Okkur kom ásamt,
að við verðum í eitt skipti fyrir öll að
fastákveða þá aðferð, sem nota á gagn-
vart honum. Ef hann er með fullu ráði —
— þá er enginn vafi á því, að hann á að
stíga frá þrepi til þreps í mannvirðinga-
stiganum eins og bróðir hans. En ef okkur
virðist hann vera bjáni og vanþroska á
sálu og líkama, þá megum við ekki veita
því fólki, sem leggur það í vana sinn að
hæðast og hlæja að þess háttar, tækifæri
til þess að svívirða bæði hann og okkur.“
Aðferðin, sem notuð var gagnvart
Cládíusi var sú, að hann var nær því úti-
lokaður frá keisarahirðinni og beittur hinni
mestu harðneskju og honum sýnd fyrir-
htning af bæði skyldum og vandalausum.
Livía drottning, amma hans, sýndi honum
jafnan hina mestu fyrirlitningu og talaði
mjög sjaldan við hann. Það var venja
hennar, ef Cládíus litli hafði gert eitthvað,
sem henni þótti miður fara, að ávíta hann
bréflega með fáum og hörðum orðum.
Drengurinn sneri sér þá að bóknámi og
var brátt álitinn sérvitur og einrænn bóka-
ormur. Er tímar liðu fram helgaði hann
sig aðalega sagnfræði og málanámi og
fékkst við sagnaritun. Ekkert varð honum
ágengt með að komast í embætti meðan
Ágústus lifði. Keisarinn daufheyrðist við
öllum hans bænum í þeim efnum, því hann
áleit. Cládíus algerlega óhæfan til opin-
berra starfa. Þó virðist Ágústus ekki hafa
verið með öllu óvinveittur honum, ef maður
getur reitt sig á útdrátt úr bréfum hans, er
Sventóníus birtir í æfisögum keisaranna.
Þar stendur meðal annars um Cládíus:
„Hann er aumkunarverður, skinnið að
tarna, því þegar um er að ræða alvarlega
hluti — það er að segja, þegar hann er
ekki utan við sig — þá koma hans góðu
eiginleikar í ljós.“ í þriðja bréfi sínu til
Livíu segir Ágústus enn fremur: „Það
datt alveg ofan yfir mig, kæra Livía, að
sonarsonur þinn, Tíberíus Cládíus, skyldi
geta haldið svona góða ræðu. Mér er
ómögulegt að skilja, hvemig á því stendur,
Friðfinnur Ölafsson:
Það fœkkar í bœnum.
Nú fækkar óðum í bænum suður við sjóinn
þótt sólin vermi ’ann á hverjum einasta degi.
Þótt allt virðist hér vera leikur og ljúfur draumur
leita menn burtu og kanna nýja vegi.
Við bryggjurnar skipin friðlaus í festarnar toga,
þeim finnst ekki sæmandi að liggja eins og hundar í bandi.
Og sjómenn vakka hér um milli vonar og ótta
um hvort veiðst hafi síld í dag fyrir Norðurlandi.
Því að síldin er orðin, eins og allir hér vita,
einræðisherra á borð við Hitler og Stalin.
Veiðist hún fúslega Framsókn ræður hér öllu
en fáist hún ekki er þjóðstjórn óðara valin.
En fleiri en þjóðstjórnin þurfa á síldinni að halda,
menn þreytast til lengdar að búa við greiðsluhalla.
Enginn á lengur óveðsett einseyris virði,
en á öllum dögum bannsettir víxlarnir falla.
Nú flykkjast allir í síldina á Siglufirði,
sveinar og meyjar, hver sem betur getur.
Nú kverkar hún síld, klædd í nankinsbuxur,
konan, sem trítlaði um Austurstræti í vetur.
Skólarnir hýma nú auðir, allt er löngu horfið,
sem áður hljómaði af dansi og gleðilátum.
Og aumingja Garður, sem ómaði af söng í vetur,
er nú yfirfylltur af útlendum pótintátum.
En sú kemur tíð, að síldin hættir að veiðast
og sjómenn brýna fleytum sínum að nausti.
Þá verður allt á iði í Austurstræti,
undir eins og líða tekur að hausti.
Sífelld hringrás, sífellt er allt að breytast,
og sífellt er einhver að þrá og bíða og vona.
Eitt er í dag, annað er komið á morgun.
Vér andvörpum bara — því lífið gengur nú svona.
að maður, sem hversdagslega er mesti
bullukollur, skuli geta, þegar hann heldur
ræðu, sagt skýrt og skorinort einmitt það,
sem segja á.“
* Einmitt á þessu getur maður séð, að
Cládíus lagði sig allan fram til að afla sér
menntunar, og stundaði mælskulist, til
þess að útrýma meðfæddri málhelti sinni.
Þrátt fyrir allar tilraunir stamaði hann þó
alla æfi ef hann komst í geðshræringu.
Hann reit sögu Etrúska og Karþagómanna
ásamt fleiru, en öll hans ritverk eru nú
löngu glötuð, að undanskildri ræðu, er
hann hélt í öldungaráðinu, þegar hann var
orðinn keisari, og broti úr sendibréfi frá
honum.
Það var venja á þeim tímum í Róm, að
rithöfundar buðu vinum og kunningjum
heim og lásu fyrir þá kafla úr nýjustu bók-
um sínum. Cládíus reyndi þessa aðferð og
bauð fólki heim til að heyra hann lesa
upp. Niðurlag í næsta blaði VIKUNNAK.