Vikan


Vikan - 06.07.1939, Blaðsíða 5

Vikan - 06.07.1939, Blaðsíða 5
Nr. 27, 1939 VIKAN 5 Höll kvöldroðcms og sólarlagsins! Verður í framtíðinni reistur gildaskáli á brún- um Vífilsfells, þar sem Reykvíkingar geta notið mikils víðsýnis, séð sólarlagið við Snæfellsness- jökul og haft viðkomu á sumarferðum sínum frá og til borgarinnar. JIÆargir finna okkar kæru.höfuðborg það til foráttu, að hún sé á svo óskemmti- legu þroskastigi, að hvorki beri að skoða hana borg né smábæ, en aftur á móti hafi hún til að bera ýmsa höfuðókosti beggja tegundanna. Er þá jafnan skírskotað til skemmtanalífsins og skemmtistaðanna, og fimbulfambað um þetta og hitt, sem vanti og ekki sé hægt að veita sér fyrir peninga. Og með nokkrum sanni má segja, að Reykjavík sé næsta snauð af fjölbreytt- um skemmtistöðum, en fólkið gerir aftur á móti sömu kröfur til nútíma fjölbreytni og þæginda í veitingahúsa- og gleðilífinu. eins og börn stórþjóðanna, sem öldum sam- an hafa lagt rækt við sína veitingahúsa- menningu. Reykvíkingar eyða árlega offjár til ferðalaga út um byggðir landsins, og nú er svo komið, að mörg hús í höfuðborg- inni standa auð og ónotuð yfir flestar helg- ar vor og sumar, og stöðugt fjölgar þeim heimilismæðrum og börnum, er fara upp til sveita til sumardvalar. Ástin á land- rýminu og gróðurmoldinni er þrá, sem leynist í sérhverju hjarta, og svo er það, sem mestu veldur, að það er orðin tízka að dá og njóta návistar auðnar og friðar hins óbyggða lands. Við Islendingar, sem fram á allra síðustu ár höfum búið í dreifbýli sveitanna og fengið óáreittir að tala upphátt við sjálfa okkur, höfum hvorki þekkt né skilið flótta borgarbúans upp til fjalla og út um sveitir. En hinir fjölmörgu háfjalla-veitingastaðir suður um alla Evrópu, og allt norður í Norður- Noreg, bera þess ljósan vott, að þessi flótti til sveitanna er ekkert nýtt fyrirbrigði, heldur æfagömul staðreynd um þá, sem lifa í þéttbýli. Við skulum líta í kringum okkur og athuga, hvert Reykvíkingar geta farið um helgar, og hvar þeir geta haft viðkomu á ferðum sínum frá og til borg- arinnar. Margir fara til Þingvalla, aðrir austur yfir heiði, og margir upp í Hval- f jörð og Borgarfjörð til laxveiða, sem er mesta tízkuíþrótt efnaðri manna. Kolvið- arhóll og Skíðaskálinn í Hveradölum eru hvorttveggja veitingastaðir, og hinir nýt- ustu fyrir skíðafólk á vetrum, en óheppi- legir til veitinga á sumrin og liggja í því umhverfi og þeirri fjarlægð frá borginni, sem orsakar að þeir geta aldrei orðið fjölsóttir veitingastaðir yfir sumartímann. Hér í nágrenni Reykjavíkur þykist ég hafa komið auga á stað, sem af náttúr- unnar hendi sé mörgum góðum kostum búinn fyrir háf jalla-veitingastað fyrir Reykvíkinga, bæði þá, sem lítið fara, og einnig hina, sem eiga bíla eða fara með áætlunarbílum til nærsveita borgarinnar um helgar. Þessi staður er Vífilsfell, er liggur á Hellisheiði, skammt sunnan við þjóðveginn. TJr vesturhlíðum Vífilsfells er víður sjóndeildarhringur yfir botn Faxa- flóa og þaðan er óvenjuleg kvöldfegurð og eitt fegursta sólarlag á íslandi. Af náttúr- unnar hendi er Sandskeiðið vel lagað til hvers konar leikvanga og íþróttasvæða. Hinn ósérplægni og virðingarverði félags- skapur, Svifflugfélag Islands, hefir nú svifflugsæfingar á Sandskeiðinu, en enda þótt sá félagsskapur aukist og margfald- ist í framtíðinni, er þar ærið pláss fyrir nokkra knattspyrnuvelli, fáeina tennisvelli og stóran íþróttavöll fyrir frjálsar íþróttir, samfara hlaupabraut. Einnig mætti gera hér ,,hockey“-völl, en ,,hockey“ er vinsæl íþrótt, sem mikill fjöldi fólks erlendis iðkar sér til heilsubótar og skemmtunar. Með ódýrri ofanjarðarleiðslu úr Hvera- dölum mætti leiða heitt vatn og gera hér opna sundlaug, ef ekki þætti duga kaldur sundpollur úr bergvatnslækjunum, sem koma sunnan úr giljadrögum Blá- Magnús Gíslason: Dynkur. Glymur í dimmu gljúfri, Dynkur þar hörpu slær, ferlegum fimbul rómi fossanna tröllið hlær. Öræfa göfgir andar una við tóna gnótt, hörpunnar hljómadjúpu. — Hlusta þeir dag og nótt. fjalla. Og svo eru hér sérstaklega góð skilyrði fyrir hendi um gerð flugvallar, en eftir fá ár er rétt að gera ráð fyrir flug- völlum í grennd við skemmtistaði, því að einkaflugvélar verða innan skamms álíka almenn farartæki eins og einkabifreiðar eru nú. Upp í miðjar hlíðar Vífilsfells mætti leggja akveg fyrir bifreiðar, en hafa síð- an einstígi upp að skálanum, og væri sú ganga góð hreyfing fyrir þá, sem minnst vildu á sig leggja til" að klifa fellstindinn og njóta fagurs útsýnis. Veitingaskálinn í Vífilsfelli yrði að vera reistur í tilliti til sumarveitinga og full- nægja sem flestum kröfum, er nútíminn gerir til slíkra staða. Hann yrði mest- megnis að vera reistur úr gleri og miðast fyrst og fremst við veitingar á svölurti und- ir glerhimni, er auðveldlega mætti draga til hliðar, þegar vel viðrar og hollara og betra þykir að sitja undir berum himni og láta hafgoluna og fjallasvalann leika um háls og vanga. I skála þessum yrði að vera danssalur innan veggja, og einnig sérstakar svalir, þar sem stíga mætti dans, þegar veður leyfði. Erlendis tíðkast það mjög á sumarveit- ingastöðum, að sérstakur skáli eða svalir sé ætlað fólki til að snæða í nesti sitt og kaupa sér þar hressingar- eða svaladrykki. Á slíkum stað sem þessum skála þætti mér ekki ólíklegt, að einstöku félög ósk- uðu að eiga sínar sérstöku veitingarsfjik- ur, t. d. hestamannafélög, veiðifélög, félög fjallgöngumanna, o. s. frv. Við fjallsræturnar sunnan við Sand- skeiðið mætti reisa ódýran og hentugan barnagæzlugarð til skyndidvalar fyrir börn, sem eru foreldrum sínum til trafala, er þau kjósa að fara frjáls ferða sinna upp í skálann eða ganga um nágrennið á góðviðriskvöldi — út um hraunið eða upp til fjallanna. Það er hægur vandi að telja upp það, sem mætti gera, en reynslan mun verða sú, að í náinni framtíð verði Elliðavatns- landið og kjarri vaxni hraunjaðarinn ofan við Gvendarbrunnana gert að sumarhúsa- og hvíldarhverfi Reykvíkinga. Og þegar svo er komið, að verulegur hluti borgar- búa dvelur í frístundum sínum í nágrenni Sandskeiðsins og Vífilsfells, mælir margt með því, að þarna geti risið veitingastað- ur, er fái borið sig fjárhagslega, samhliða því, að hann myndi bæta úr skemmtana- þörf margra, sem helzt kjósa að eiga gleði- stund utan borgarinnar, en þó svo nærri henni, að þeir eigi skammt heim. Margir þekkja þá friðþægingu, sem fólgin er í því að horfa vítt yfir af háum fjallstindum, og það er áreiðanlegt, að þeir yrðu margir, sem vildu hvíla hugann og horfa á ^sólarlagið við Snæfellsjökul frá svölum 'skálans í Vífilsfelli, sem auðvitað yrði nefndur Vífilsskáli. Vífill gekk upp á fellið til að gá til veðurs, en í framtíðinni tekur Veðurstof- an það kannske alveg sérstaklega fram, að í dag sé gott veður á Vífilsfelli. S. B.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.