Vikan - 06.07.1939, Blaðsíða 9
Nr. 27, 1939
V IK A N
9
Nágrönríum frú Simmons er enn í
fersku minni hin auðvirðilega fram-
koma Simmons gagnvart konu sinni.
Nágrannakonurnar höfðu lengi skoðað
hann sem fyrirmyndar eiginmann, og
vissulega var frú Simmons ákaflega sam-
vizkusöm eiginkona. Hún stritaði og þrælk-
aði fyrir honum miklu meira en nokkur
eiginmaður gat með réttu krafizt. Það gátu
þær allar borið vitni um. Og þetta voru
þakkirnar, sem hún fékk. Ef til vill hafði
hann allt í einu orðið brjálaður.
Áður en hún giftist Simmons hafði hún
verið ekkja eftir herra Ford. Ford hafði
fengið atvinnu sem kyndari á gömlum
flutningadalli, sem svo fórst með allri
áhöfn. Frú Ford var sannfærð um, að þetta
hefði verið refsing fyrir margra ára
þrjózku og þvergiðingshátt, sem náð hefði
hámarki sínu, þegar hann, duglegur vél-
stjóri, hafði ráðið sig sem kyndara. Hún
lifði 12 ár í barnlausu hjónabandi sem frú
Ford, og hún var enn bamlaus sem frú
Simmons.
En Simmons var álitinn heppinn, að hafa
eignazt svona duglega konu. Hann var tré-
smiður, í meðallagi góður, en ekki verald-
arvanur, sem hann langaði þó til að vera.
Það var ómögulegt að segja, hvernig farið
hefði fyrir Tommy Simmons, ef engin frú
Simmons hefði verið til að gæta hans.
Hann var gæflyndur og rólegur maður með
barnslegt andlit og mjúkan gisinn skegg-
hýung á efri vör. Hann hafði enga lesti
(jafnvel pípuna hafði hann lagt á hilluna,
þegar hann giftist) og frú Simmons hafði
ræktað , hjá honum ýmsar dyggðir. Hann
gekk hátíðlega til kirkju á hverjum sunnu-
degi með háan hatt og lagði einn penny á
samskotadiskinn, sem hann hafði til þess
fengið af vikukaupinu. Því næst burstaði
hann vandlega sparifötin sín, undir eftir-
liti frú Simmons. Á laugardögum hreins-
aði hann hnífana, gaflana, stígvélin, pott-
ana og gluggana með stakri samvizkusemi
og þolinmæði. Á þriðjudagskvöldum fór
hann með öll föt til pressunar. Á laugar-
dagskvöldum fór hann með frú Simmons
í búðir til að bera fyrir hana pakkana.
Kostir frú Simmons voru alkunnir og
óteljandi. Hún var dásamlegur fjárhalds-
maður. Hver einasti penny af þrjátíu og
sex eða þr játíu og átta shillinga vikukaupi
Tommy var nýttur til hins ýtrasta, og
Tommy dirfðist aldrei að geta sér til hve
mikið hún legði fyrir af því. Þrifnaður
hennar var óvéfengjanlegur. I hvert skipti,
sem Simmons kom heim, tók hún á móti
honum í útidyrunum, og skipti þar um
skó á honum, en hann vóg salt á öðrum
fæti á meðan. Hún gerði þetta af því að
hún og konan, sem bjó niðri skiptust á að
þvo ganginn og stigann, og af því að hún
átti sjálf stigadregilinn. Hún hafði vakandi
auga á honum á meðan hann var að þrífa
sig til eftir vinnuna, að hann setti ekki
bletti í veggina, og ef það kom fyrir, þrátt
fyrir árvekni hennar, þá hafði hún lag á að
gera honum það minnisstætt og sýna hon-
um fram á, hvað hann væri vanþakklátur
Óþokkinn
hann
Simmons.
og eigingjarn. I fyrstu hafði hún alltaf
farið með honum og keypt handa honum
tilbúin föt — því að karlmenn voru þessar
dauðans rolur, og kaupmennirnir gætu far-
ið með þá eins og þeir vildu. En hún breytti
fljótt um til batnaðar. Hún rakst á mann,
sem seldi ódýra tauafganga á götuhorni
og datt þá skyndilega í hug, að hún gæti
sjálf saumað fötin á Simmons. Hún var
fljót að ákveða sig — það var einn af kost-
um hennar — og sama kvöldið settist hún
við að sauma honum föt úr afgöngunum
eftir sniði af gömlum fötum. Og það sem
meira var: á sunnudag voru þau búin,
Simmons færður í þau og sendur af stað
í kirkju áður en hann hafði náð sér eftir
undrunina. Þau fóru ekki sem bezt. Hann
fann, að buxnaskálmarnar voru strengd-
ar framan á leggjunum, en pokuðu aftan
á hælunum, og þegar hann settist urðu
undir honum harðir saumar og fellingar.
Vestiskraginn kitlaði hann í hnakkann,
en jakkakraginn var eins og beinn streng-
ur á milli axlanna, og neðan við mittið
safnaðist efnið saman í ríkulegar felling-
ar. Hann vandist þessum óþægindum með
tímanum, en hann gat aldrei vanizt ertni
starfsbræðra sinna, því að frú Simmons
hélt áfram fatasaumunum og sneið alltaf
eftir þeim fötum, sem hún hafði saumað
næst á undan- svo að þau einkenni, sem
höfðu orðið til af tilviljun, öðluðust fast
form og urðu jafnvel enn greinilegri, þegar
frá leið. Það var þýðingarlaust, þó að
Simmons gæfi í skyn að hann kærði sig
ekki um, að hún oftæki sig á vinnunni, það
væri vont fyrir augun að sauma, og að
nýr skraddari væri kominn í Mile End
Road, hann væri mjög sanngjarn-.
— Ja, svei, hreytti hún út úr sér, — skárri
er það nú nærgætnin, þarna siturðu og
lýgur upp í opið geðið á konunni þinni,
Thomas Simmons, eins og ég geti ekki lesið
hug þinn eins og opna bók. Já ekki vantar
umhyggjuna fyrir velferð minni, á meðan
þú getur óhindraður fleygt peningum eins
og skít í svikula skraddara, en ég verð að
þræla mér út til að spara einn lúsugan
penny og fæ svo þetta í þokkabót. Maður
skyldi halda, að þú getir tínt peninga upp
af götunni, og ég býst við, að betur yrði
hugsað til mín, ef ég lægi í rúminu allan
Smásaga
eftir A. MORRISON.
daginn, eins og sumir mundu gera, það verð
ég rétt að segja ? Thomas Simmons minnt-
ist því ekki á það framar, maldaði ekki
einu sinni í móinn þegar hún ákvað að
klippa hann sjálf.
Þannig liðu árin hægt og breytingalaust.
Svo eitt sinn á sólbjörtu sumarkvöldi tók
frú Simmons körfu á handlegginn og fór
út til að kaupa í matinn. Simmons skyldi
hún eftir einan heima. Hann þvoði og gekk
frá tebollunum, og fór svo að hugsa um
buxur, sem séð höfðu dagsins Ijós þá um
morguninn og héngu á bak við forstofu-
hurðina. Þarna héngu þær, saklausar í
skapnaði sínum, með styttri skálmum,
lengri bol og dæmalausara sniði en nokkr-
ar buxur, sem hann hafði átt áður. Á
meðan hann horfði á þær, skaut örlítil
ósvífin erfðasynd upp kollinum í huga
hans. Hann skammaðist.sín auðvitað fyrir
hana, því að hann vissi vel í hvaða þakk-
lætisskuld hann stóð við konu sína fyrir
þessar buxur, og margt annað. En hún var
þarna syndarskömmin og það var erfitt að
þagga niður í henni, þegar hún var að
minna hann á allar þær háðglósur, sem
dynja mundu á honum í fyrsta skipti, sem
hann kæmi í þessum buxum á verkstæðið.
— Fleygðu þeim í ruslakassann! sagði
erfðasyndin að lokum, — þær eru ekki til
annars hæfar.
Simmons snéri sér undan af viðbjóði á
mannvonzku sjálfs sín, og sem snöggvast
datt honum í hug að þvo tebollana aftur
til að stæla sig gegn syndinni. Hann hætti
þó við það, og fór inn í bakherbergið, en
þá sá hann af loftskörinni, að útidyrahurð-
in stóð opin. Börnin niðri höfðu sennilega
skilið hana eftir opna. Opin útidyrahurð
var eitt af því, sem frú Simmons gat ekki
þolað, það var skrælingjaháttur. Simmons
fór því niður, svo að hún yrði sér ekki
reið þess vegna, þegar hún kæmi aftur. Um
leið og hann lokaði hurðinni leit hann út á
götuna.
Á gangstéttinni rétt utan við dyrnar
stóð maður og horfði með varkárni og for-
vitnislegu augnaráði á dyrnar. Hann var
sólbrenndur og veðurbarinn í andliti, með
hendurnar á kafi í buxnavösunum og koll-
háa ullartopphúfu á höfðinu, eins og sjó-
menn nota í landi. Hann læddist einu
skrefi nær dyrunum. — Frú Ford er ekki
heima, er það? spurði hann.
Simmons glápti á hann stundarkorn og
sagði svo: — Ha?
— Frú Ford, eins og hún hét — en núna
heitir hún frú Simmons, er það ekki?
Hann gaut augunum lymskulega um leið
og hann sagði þetta. Simmons hvorki skildi
né geðjaðist að þessu augnaráði.
— Nei, hún er ekki heima núna, sagði
Simmons.
— Þú ert ekki maðurinn hennar, er
það?
— Jú.
Maðurinn tók út úr sér pípuna og glotti
lengi. — Svei mér ef þú ert ekki einmitt
af því sauðahúsinu, sem henni fellur bezt.
Hann glotti aftur. En þegar hann sá, að