Vikan - 06.07.1939, Blaðsíða 3
Nr. 27, 1939
VIKAN
3
AíÁ&^ÉÍ^., SQM VjCÚiu& koíscúiL L Qóm
Eftir ÓSKAR MAGNÚSSON frá Tungunesi.
Við könnumst öll við æfintýrin, er
segja frá mönnum, sem á unga aldri
lágu í öskustónni, voru olnbogabörn
og haldnir hin mestu fífl og afglapar.
Einn góðan veðurdag kom andinn yf ir sögu-
hetjurnar og þeir risu á fætur og álaga-
hamur deyfðar og dauðýflisháttar féll af
þeim eins og ryð hrynur af góðu stáli. Þeir
gripu tækifærið til að vinna dáðaverk og
reyndust þaðan í frá hinir mætustu menn.
Þannig fór einnig fyrir söguhetju okk-
ar, honum Cládíusi, sem af flestum var
kallaður Cládíus hinn heimski. Hið óvænta
tækifæri kom til hans og lyfti honum í
öndvegissess. Hann eignaðist hálfan heim-
inn og varð keisari yfir öllu Rómaveldi.
Árið 31 fyrir Krists burð vann Ágústus
sigur á Antóníusi og Kleopötru Egypta-
landsdrottningu í sjóorustunni miklu við
Actium og gerði Rómaveldi að keisararíki.
Hann var einn hinn mesti stjómvitringur,
sem nokkru sinni hefir uppi verið.
Þá var Rómaveldi svo víðlent, að það
náði frá Njörfasundi og Atlantshafi í
vestri og allt austur að Eufratfljóti í Asíu,
og frá Ermarsundi, Rín og Dóná í norðri
og suður að Saharaeyðimörk. Miðjarðar-
hafið var rómverskt innhaf, og Róm var
höfuðhof mennta og lista og þungamiðja
heimsins. Þetta heljarmikla stórveldi var
svo öflugt að undrum sætti. Þótt rángjarn-
ar og herskáar nágrannaþjóðir gerði oft
harðar og skyndilegar árásir á landamær-
in, Parþar í austri, Germanar í norðri,
unnu þær ekkert á. Hinir góðu landkostir
og auðæfi Rómaveldis ginntu nýjar og nýj-
ar þjóðir til að gera áhlaup, en öldum sam-
an stóð landvarnarlið Rómverja eins og
öldubrjótur, sem sundraði hinu germanska
brimi.
Ibúar Rómaveldis þurftu ekkert að ótt-
ast. Hagsæld og vísindi blómguðust innan
landamæranna. Pax romanum — hinn
rómverski friður — ríkti um heim allan.
I gömlum íslenzkum annál — Oddverja-
annál — stendur þessi klausa: „Anno
Christi 43 var Cládíus til keisara kjörinn
af rómverskum stríðsmönnum á móti vilja
ráðgjafanna, eða Cenatores í Róm. Hann
ríkti í 13 ár. Hann var heimskur maður og
mjög skynlítill, þar með fótlama og mjög
brígslaður, gálaus maður, en þó mikill her-
maður og sigursæll. Hann vann undir sitt
land allt Bretland."
Manni verður á að spyrja: Hvaðan kem-
ur annálaritaranum öll þessi vizka um
Cládíus? Allar líkur eru á, að hann hafi
verið latínulærður maður, sennilega munk-
ur eða prestvígður maður, og hann hefir
sennilega sótt þekkingu sína á þeásu tíma-
bili til rita rómversku höfundanna Tacitus-
ar og Svetóníusar.
Þessir tveir menn skrifuðu bækur um
fyrstu rómversku keisarana og af litlum
velvilja. Tacitus var ritsnillingur mikill, en
hafði drukkið með móðurmjólkinni hatur
rómverska aðalsins á keisurunum, sem
höfðu rifið til sín öll völd og sett öldunga-
ráðið í skammarkrókinn. Við getum ekki
tekið orð hans með öllu trúanleg, þótt hann
segi, að hann skrifi um menn og málefni
án haturs og hylli. Sjálfrátt eða ósjálf-
rátt gægist andúð Tacitusar til rómversku
keisaranna fram á milli línanna í „Annál-
um“ hans. Svetóníus var fremur lítill rit-
snillingur og lét vaða á súðum og blandar
sögulegum staðreyndum og örgustu gróu-
sögum saman í einn hrærigraut. Sagna-
ritara nútímans tekst þó oftast að vinna
sannleikann úr og hann finnur oft ýmis-
legt í gömlu rómversku kjaftasögunum,
Cládíus keisari.
sem lýsir ágætlega aldarhætti og hugar-
fari manna á þeim tímum.
Cládíus keisari var einn þeirra, sem varð
fyrir barðinu á Tacitusi og Svetoníusi, og
allt fram á vora tíma stóð dómur þeirra
því nær óhaggaður. Sagnfræðingar vorra
Óskar Magnússon.
daga hafa nú komist að raun um, að. frá-
sagnir þessarra tveggja sagnaritara eru
mjög hlutdrægar, og hafa nú veitt Cládí-
usi og flestum hinna keisaranna fulla upp-
reisn.
Tíberíus Cládíus Drúsus fæddist í Lyon
á Frakklandi 10 árum fyrir Krists burð.
Hann var sonur Drúsusar, stjúpsonur
Ágústusar keisara, og Antoníu, sem var af
ætt Júlíusar Caesars.
Frá barnæsku þjáðist hann af ýmsum
kvillum. Hann var fótaveikur og átti örð-
ugt með göngu. Höfuð hans riðaði, og hann
stamaði hroðalega. Auk þess var honum
hætt við krömpum og hann froðufelldi og
gat ekki haldið munnvatni sínu, ef hann
komst í geðshræringu.
Á þeim tímum var það ekki óvanalegt í
Róm, að shkir vanmetagripir eins og
Cládíus litli væru bornir út, til þess að
losna við uppeldið á þeim. En bæði var það,
að Drúsus faðir hans var hið mesta góð-
menni og gat ekki fengið af sér að bera
út barn sitt, og einnig hitt, að það hefði
sennilega mælst illa fyrir, ef barn af keis-
araættinni hefði verið borið út, þótt ekki
væri aðfundið ef alþýðumenn gerðu slíkt.
Drúsus faðir Cládíusar var ástmögur
Ágústusar keisara. Hann dó af byltu af
hestbaki, er hann var staddur við Rín á
herferð til Germaníu. Þá var Cládíus barn
í reifum. Cládíus átti tvö systkini, og voru
þau bæði eldri en hann.
Germanicus bróðir hans varð hinn mesti
ágætismaður og hugljúfi hvers manns.
Hann varð einnig mesti hermaður og sigur-
sæll sem verið hafði faðir hans og aðrir
frændur. Er hann dó í blóma aldurs síns,
harmaði hann gervallur Rómalýður.
Cládíus ólst upp með móður sinni í Róm
við lítið ástríki, því hún var harðlynd kona
sem hún átti kyn til. Þótti henni lítill gleði-
auki að veshngs Cládíusi, þegar hún bar
hann saman við hin önnur börn, sem voru
hin gervilegustu. Sagði hún jafnan, að
Cládíus væri skrípamynd af manni, og ef
tíðrætt varð um einhvern hálfvita, varð