Vikan - 06.07.1939, Blaðsíða 22
22
VIKAN
Nr. 27, 1939
Sigurður Pálsson, enskukennari í
Menntaskólanum á Akureyri, er maður
orðheppinn og sögufróður. Segir hann oft
hinar skemmtilegustu sögur — og bregð-
ur hann þá oft ýkjukenndum blæ yfir veru-
leikann, en oftast er það aðeins græsku-
laust gaman.
Einhverju sinni gat Sigurður þess í
enskutíma í 5. bekk, að það væru einkenni-
leg álög á útvarpinu, að þeir, sem stund-
uðu þar kennslu, væru oftast lélegir í
ensku. Að svo mæltu tók hann upp mann
að nafni Jón Gunnlaugsson. Las hann um
stund, unz Sigurður sagði að nóg væri
komið. — Þagði Sigurður þá tímakorn, en
mælti síðan:
— Þér ættuð að komast að útvarpinu,
Jón minn.
*
Ein vinsælasta saga Sigurðar mun samt
vera um hrútinn. Er hún sjálfsagt til í
mörgum útgáfum frá höfundarins hendi.
Fer hér á eftir ein útgáfan:
Sigurður var eitt sinn á ferð frá Hnífs-
dal og inn á ísafjörð. Niðdimm þoka var,
og sást ekki handa skil. — Þegar hann
kom inn í hlíðina fyrir utan Isaf jörð, vissi
hann eigi fyrr til en einhver ófreskja réðst
að honum. Urðu nú harðar sviptingar, en
þeim lauk svo, að Sigurður henti illvætt-
inni út á sjó, og hélt síðan áfram ferð
sinni, sem ekkert hefði ískorizt. En dag-
inn eftir fannst dauður hrútur í fjörunni.
— En til allar hamingju, sagði Sigurð-
ur, — tók hrútinn út á næsta flóði, því
samkvæmt enskum lögum er ekki hægt
að dæma mann fyrir morð, nema líkið sé
lagt fram í réttinum.
#
Sigurður stundaði nám í Gagnfræða-
skólanum á Akureyri, þegar hann var
ungur. — Bjó hann í heimavistinni. Tó-
baksreykingar voru stranglega bannaðar
inni í skólanum, en til allrar óhamingju
reykti Sigurður.
— Einhverju sinni, segir Sigurður, —
langaði mig til þess að fé mér reyk. —
Tók ég því stól og setti fyrir dyrnar, og
hugðist verja öllum inngöngu. — Kveikti
ég því næst í sigarettu og settist í stól-
inn. Reykti ég nú í ró og næði um stund.
En allt í einu hrökk ég við sem eldingu
hefði slegið niður. Að baki mér stóð skóla-
meistari og klappaði mér á öxlina. Hurð-
in opnaðist nefnilega út úr herberginu.
#
Blaðsöludrengur mætti Sigurði skáldi
frá Arnarholti í Austurstræti og bauð
honum Bílvísumar til kaups. En Sigurð
fýsti ekki að kaupa bókina, pataði frá sér
og sagði:
— Nei, nei, góði minn. Ég get ort sjálf-
ur, ef ég vil.
20. krossgáta
Vikunnar.
Stjarna. — 18. Fátæka. — 21. Heldur hátíðlegt. —
22. A kerti. — 23. Vesæl. — 25. Ótti. — 26. Ur-
gangur. — 27. Rafleiðandi efni. — 29. Fyrir utan.
— 32. Handsama. — 34. Mannsnafn. — 36. Stór-
anfugl. — 39. Kvenm.nafn, þolf. — 41. Lík. —
42. — kaffi. — 44. Verðbréf. — 47. Mögnuð. —
49. Æða. — 51. Skeyti. -— 52. Tak. — 53. 1 skáld-
skap. — 55. Tóntegund. — 57. Versna. — 59.
Bömin. — 61. Lofttegund. — 62. Ritföng, eintala.
— 65. Samkunda. — 66. Hreinsuð (fom ending).
— 68. Batnaðar. — 70. Matur. — 71. Gjöf. — 73.
Samræður. — 75. Sjór. — 76. Skaut. — 78. Deild.
— 79. Grískur bókstafur. 80. Evrópískt forskeyti.
Lóðrétt:
1. Hraustur. — 2. Slá bjarma á. — 3. Borði. —
4. = 20. lárétt. — 5. Bílstjóra. — 6. Megna. —
7. Beygingarending. — 8. Jörð. — 9. Grasnibba.
— 10. Drykkur, eignarfall. — 11. Skera hár. —
12. Islenzkur matur, þáguf. — 15. Vik. — 17.
Lárétt:
1. Mikill. — 8. Sýslanir. — 13. Drepa.
— 14. llát. — 15. Hægindi. — 16.
Hugsun. — 17. Hvílist. — 18. Sjáðu.
— 19. Koma fyrir. — 20. Iþróttafé-
lag. — 21. Fantur. — 22. Veiðitæki.
-— 24. Forsetning. — 25. Hár. — 26.
Of lítill. — 28. Narta. — 30. Huglaus.
— 31. Virðingu. ■— 33. Strjúka. — 35.
Samstafa. — 37. Höfuðfat. — 38.
llát. — 40. Alþjóðlegt andstæðufor-
skeyti. — 43. Tveir eins. ■— 45. Bun-
aði. ■— 46. Óska. —- 48. Tónn. — 50.
Sleit. — 52. Haugar. — 54. Sár. ■—
56. Dóttir Labans. — 58. Höfuðborg.
•— 60. Strengur. — 62. Skrauti. ■— 63.
Sprakk sá sjötti á. — 64. Ögn. — 66.
Halt. — 67. Tveir eins. — 69. Sól. —
70. Ögn. — 71. Tveir samstæðir í
stafrófinu. — 72. Upphaf. — 74. Þrir eins. — 75.
Húð. — 76. A kjólum. — 77. Borðandi. — 79.
Litlir flækingar. — 81. Brydda. -— 82. Stefna
Helga Péturss.
KANSLARINN I HVÍTU HÖLLINNI.
Framh. af bls. 22.
þangað til ég fluttist til Akureyrar, haust-
ið 1921, og tók þar við stöðu Stefáns heit-
ins skólameistara. Ég hafði enga löngun
né metnað til að gerast skólastjóri, og
nauðugur fór ég norður, — lét tilleiðast
fyrir þrábeiðni nokkurra norðan-þing-
manna, og svo af því, að ég gerði mér
vonir um betri fjárhag en raun hefir orð-
ið á. Þó er ég engan veginn metnaðarlaus
maður.
— Þér ættuð þó ekki að þurfa að sjá
eftir því, að þér fluttuð til Akureyrar?
— Ef til vill ekki. Um gagn það, sem
staðið hefir af ferð minni norður, eða þá
gæfu, sem ég hefi af henni haft, spyr ég
eins og síra Matthías í eftirmælum eftir
grannprest sinn, síra Jakob í Saurbæ:
Hvert var það gagn, sem við gerðum?
Guð veit það, Jakob.
— Trúið þér á guð?
— Nei, því miður geri ég það ekki. Ég
er enginn trúmaður, en legg mikið upp úr
því, að hver fái að hafa sína trú óáreitt-
ur af öðrum. Frelsið er hverjum fyrir
mestu, og sjálfsforræðið tel ég þá menn-
ingarnauðsyn, sem menn geta bezta öðlast.
Ef það ætti fyrir mér að liggja, að fá
„lausn í náð“, og halda þó óskertu starfs-
þreki, mundi ég verja tímanum til að gagn-
rýna þau höft á einstaklingsfrelsi, sem
mér virðist þjóðfélagið leggja ómaklega á
þegna sína. Því sú er trú mín, að sönn
menning geti aðeins þrifist með sem víð-
tækustu athafnafrelsi og minnstum höml-
um. — Það er svo ótal margt, sem ég
vildi gert hafa, en svo hefir mér ekkert
orðið úr verki. Árin líða — og lífið er stutt.
Og það eina, sem máli skiptir er það, sem
maður gerir, og þess vegna getur enginn
sagt um það, hvort hann er gæfumaður
eða ekki. Það er svo relativt.
#
Þannig óx einn þekktasti og áhrifamesti
skólamaður þjóðarinnar úr grasinu, og
þetta hefir hann lært á sextíu ára æfi.
Þegar hann á sólbjörtum sumarmorgni
röltir um gangstéttina framan við Mennta-
skólann á Akureyri, eða hann gengur um
á milli reynitrjánna í skólagarðinum og
talar við sjálfan sig, verður manni á að
líta um öxl og virða fyrir sér þenna
kanzlara hvítu hallarinnar, fjölmennasta
skóla landsins, þenna hæruskotna hálf-
aldraða mann, sem stöðugt að að móta
menn framtíðarinnar og ákveða þeim
leiðir. Það er hans veraldlega vald. En
sjálfur er hann hinn ötuh vizkuleitandi
orðsins, hinn dreymni orsakaspyrjandi,
sem hættir til að nema staðar og hugsa
sér heiminn úr háfleygum setningum og
hálfkveðnum vísum. Og kannske er það
þess vegna, sem hann tekur dýpst og
virðulegast ofan allra manna, sem ég
þekki og minnist að hafa séð lyfta hatt-
inum og varpa kveðjum á förnum vegi.
S. B.