Vikan


Vikan - 17.08.1939, Blaðsíða 3

Vikan - 17.08.1939, Blaðsíða 3
Nr. 33, 1939 VIKAN 3 t „Hér undir hvílir Kristine Marie Sörensen!" giHjal um gamlan kirkjugarð. Senn skal sérhver deyja. Hvert augnablik í æfi einstaklingsins miðar markvisst til dauðans. Þar verður aldrei numið staðar eða hopað aftur. Og þó menn geti verið í óvissu um alla hluti, og greint á um allt milli himins og jarðar, vogar enginn sér að véfengja dauðann, þó að annars séu mjög skiptar skoðanir um hina innri merkingu orðsins. Sumir trúa á framhaldandi líf í huldum heimi. Aðrir treysta draumlausum svefni um alla framtíð — og þeir eru fleiri. I daglegu lífi sér maður hvarvetna spor dauðans. En þó eru kirkjugarðarnir þau svæði jarðar, sem honum eru sérstaklega helguð. Þar gröfum við hver annan í gleymsku og þögn, og grátum um stund góðar minningar og liðnar samverustund- ir. Og þetta hafa kynslóðirnar gert öldum saman. En saknaðarklökkvi ástarinnar hlýtur að fjara út fyrr eða síðar. Sorgar- skýin, sem grúfa yfir gröfunum í kirkju- görðunum, eyðast sum furðu fljótt. IJr öðrum drýpur hryggð árum saman. Þess vegna gleymast sum leiði fljótt, gróa upp og sameinast jörðinni. En yfir önn- ur eru reistir minnisvarðar úr haldgóðum málmum eða höggnu grjóti. Oft ráða auð- ur og völd og veraldlegt framtak því, hver örlög grafirnar hljóta. Þó er fallegur minnisvarði ekki einhlítur mælikvarði á tryggð ættingjanna við minningu hins látna. Lítill trékross og nokkur stjúpmóð- urblóm bera oft vitni um mikið nostur og ástundun saknandi vanmáttar. Það er togstreyta hins fátæka og um- komulitla við örlög sín og þá ósk, að lítið og lágt leiði nái ekki að falla í gleymsku. * Þegar litið er á kirkjugarða sem þjóð- félagsfyrirbrigði, eru þeir einhver gleggstu tímanna tákn um menningarástand við- komandi þjóðar. Það er því engan veginn út í bláinn, að margir athugulir ferða- menn skoða kirkjugarða ekki síður en söfn og aðrar opinberar menningarstöðvar, þeg- ar þeir koma til framandi landa. Þær lífs- stefnur, sem hafa verið ráðandi á hverjum tíma endurspeglast í kirkjugörðunum betur en víðast hvar annars staðar. — Punkisstefnan í byggingarlist og inpress- ioniski dada-stíllinn í málara- og mynd- höggvaralistinni sést greinilega í gerð og frágangi nýrra kirkjugarða. Ef við tækjum kirkjugarðinn í Fossvogi til samanburðar við gamla kapellukirkjugarðinn í Genua, sem að sögn er talinn fegursti kirkjugarð- ur í heimi, verða fyrir okkur tvær lífs- stefnur, tvö menningarsöguleg tímabil. Hinn skrautlegi og yfirdrifni rococostíll og hinn kaldrif jaði, hirspurslausi og hvassi funkisstíll samtíðarinnar, er ógnar auganu með hvössum brúnum og stingandi hornum. Hrafntinnuhúðuðu og köntuðu ættar- grafreitirnir í Fossvogskirkjugarðinum eru þó sízt gerðir af minni virðingu fyrir minningu þeirra, er þar hvíla, en hið skrautlega og íburðarmikla grafhýsi kaup- mannsins í gamla kirkjugarðinum í Genúa, sem kostaði margfallt fé á við funkis-graf- reitinn í Fossvogi. Á báðum stöðum eru veraldlegir framtaksmöguleikar fyrir hendi og heiður og velvild til handa þeim, sem dó. En hinir ólíku minnisvarðar eru fyrst og fremst yfir lífsstefnu, sem fól í sér virðingu fyrir hégómlegu bruðli, og minnisvarði yfir aðra lífsstefnu, sem virð- ir hagsýni og einfaldleik í beinum línum. En við þurfum ekki að fara suður til Genúa til þess að sjá mismuninn í gerð nýrra og gamalla kirkjugarða. Reykjavík á sinn gamla kirkjugarð, sem borgin er nú að vaxa í kring um og loka inni, og enn eldri kirkjugarður er nú orðinn að skrúð- garði í miðbænum. Þar er ekkert hlaðið leiði og lítil vitneskja um þá, sem þar báru beinin. En munurinn á nýja og gamla kirkjugarðinum er augljós. Sá nýi er gerður með fyrirhyggju og í tilliti til framtíðarinnar. Hinn eldri virðist hafa orðið til af tilviljun og hafa verið notaður af handahófi fyrir líðandi stund. En svo hefir mönnum allt í einu komið í hug, að þetta væri óheppileg ráðstöfun, og þá var garðurinn girtur og afmarkaður. En þau leiði, sem haldið hefir verið við, og enn hafa ekki máðst, standa mörg hver hornskökk og ybbast á, eins og hinir dauðu hafi risið upp, tekizt á og dagað uppi. Árin liðu. Fólkið hélt áfram að deyja. Minnisvararnir urðu fleiri, týndu leiðun- um fjölgaði líka, en skipulag garðsins breyttist furðu lítið til batnaðar. Þess vegna er það, sem nokkrir verkamenn hafa nú atvinnu af því að rista ofan af gleymd- um leiðum og leggja götur í gamla kirkju- garðinum. Þar rabba þeir saman um ástandið í alþjóðamálum, um síldveiðina og afurðasöluhorfurnar og allt, sem kem- ur lífinu við. Bráðum hverfa þeir kannske ofan í þennan garð, og þá koma nýir verkamenn til að leggja götur og rista ofan af gleymdum leiðum. Við skulum látast hverfa hundrað ár fram í tímann, og hugsa okkur, að við skjótum þá upp höfðinu hér í Reykjavík. Vafalaust verða þá hér svo miklar breyt- ingar á orðnar, að við munum lítt eða ekki kannast við okkur. Meðal annarra verður sú breyting orðin, að búið verður að reisa lág og fögur einbýlishús úr gleri, krómuðu stáh, sindrandi hrafntinnu og silfurbergi, þar sem nú stendur gamli kirkjugarðurinn. Breiðir akvegir og gang- stígar liggja þar fram og aftur. Og þar, sem frönsku sjómannagrafreitirnir eru nú, eins og ósáð beð í gömlum kálgarði, verð- ur kannske búið að reisa torg með blóma- reitum og grænum trjáröðum utan með torginu. Á miðju torginu verður kannske myndastytta af Jóni Sigurðssyni forseta. Ef til vill verður þessi breyting ekki komin til framkvæmda eftir hundrað ár, — ef til vill miklu fyrr. En eitt er víst, að þeir tímar hljóta að koma, að húsin ryðjast inn í kirkjugarðinn, og skolpræsi, vatnsæðar, rafmagnsleiðslur og símaþræð- ir breiða net sín og bregða möskva sína í þessum vígða, friðhelga reit dauðans, — því að lífið er alltaf herskárra en dauðinn! I marga kirkjugarða kemur f jöldi fólks, til að gráta og láta huggast við grafir ást- vina sinna, — einnig í gamla kirkjugarð- inn. — Við hverja gröf er grátið og beðið, og í grátkviðum sorgarinnar eru allir menn jafnir. Hér sameinast sálir hinna háu og þeirra smáu, þeirra voldugu og hinna vamarlitlu, hinna menntuðu og hinna fákunnandi. Hér fellur um stund af fólki sá klakahjúpur sjálfsþótta og of- látungsháttar, sem lífsreynslan hefir gef- ið hverjum og einum. Og hvergi skilst fólki betur en við opna gröf í kirkjugarði, að lífið á sín takmörk, og dauðinn sína hlut- deild í öllum. Kvöld eftir kvöld hefi ég séð roskin hjón sitja angurvær og hljóð við leiði litla barnsins síns, sem þau misstu fyrir mörg- um, mörgum árum, — og þegar þessi hjón hafa leiðzt út úr garðinum á kvöldin, hefi ég heyrt þau tala um það, hvað barnið þeirra mundi nú vera orðið gamalt, ef það hefði fengið að lifa, og hvar það mundi vera statt á veginum til frægðar og frama. Þau tala um þetta eins og barnið vaxi og dafni á meðal þeirra, enda þótt þeim sé það vel ljóst, að dauðinn skilar engu aftur héma megin grafar. Stundum eru líka sumir kirkjugarðar friðland elskandi fólks, sem ekki órar fyrir því, að lífinu og ástinni séu nokkuy tak- mörk sett í tíma eða rúmi. Þegar ágúst- rökkrið hvelfist yfir Reykjavík og háreysti dægurbaráttunnar f jarar út í svefnró næt- urinnar, er gamli kirkjugarðurinn stund- um kvikur af ást og rómantík, enda er

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.