Vikan


Vikan - 17.08.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 17.08.1939, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 33, 1939 r j I þróttakapparnir. •— Sko, frændi! kallaði Stebbi, sem var níu ára gamall. — Nú get ég gengið um allt á höndunum. — Gættu þín, drengur, sagði mamma hans gremjulega. Síðan Friðrik; bróðir hennar, hafði komið frá Danmörku — þau bjuggu í Ameríku, — hafði hún verið sí- hrædd um myndir sínar, vasa, skálar og allt, sem brothætt var, því að Friðrik stökk heljarstökk, kollstökk og gekk á höndunum jafnt inni sem úti. Stebbi æfði sig daglega í þessum listum. Stundum kepptu þeir, hvor gæti staðið lengur á höndunum. Mamma Stebba var þessum íþróttum mótfalhn, sérstaklega þegar þeir voru að iðka þær inni í stofu. — Þetta endar með skelfingu, sagði hún, og í sömu andrá heyrðist brothljóð. Stebbi hafði misst jafnvægið, rekið ann- an fótinn í glerið á bókaskápnum og brot- ið það. — Hvað sagði ég, sagði mamma hans. — Ég vil ekki hafa þessi læti hér inni. Ég skil ekki, hvers vegna hann frændi þinn er að kenna þér þetta. Þú borgar glerið sjálfur, get ég sagt þér. Sæktu sparibauk- inn þinn. — Ég borga helminginn, sagði Friðrik frændi. Stebbi, sem var að telja aurana sína, varð glaður við og gaut augunum til móð- ur sinnar til að sjá, hvað hún segði. -—■ Já, það er sanngjarnt, sagði hún. — En frænda veitir líklega ekkert af sínum aurum, því að hann brýtur eitthvað fyrr eða síðar. — Nei, við hættum þessu hér inni, Stebbi. — Ég hætti að minnsta kosti, sagði Stebbi, og síðan var ekki minnst á það. Næsta laugardag fóru þeir Friðrik og Stebbi í kvikmyndahús, á barnasýningu. Þeir komu dálítið of seint, svo að áhorf- endurnir voru setztir í beztu sætin. Fremsti bekkurinn var aðeins auður. — Hoj — þurfum við að sitja á fremsta bekk. Við sjáum ekkert, sagði Stebbi. — Hverjum er það að kenna, að við komum of seint? spurði Friðrik. Stebbi svaraði þessari spurningu ekki, því að hann hafði viljað nema staðar við hvern búðar- glugga á leiðinni. En ekki leið á löngu áður en hann hafði gleymt reiði sinni, og þeir skemmtu sér báðir ágætlega. Þegar sýn- ingin stóð sem hæst, varð ókyrrð aftast í salnum. Það var reynt að þagga niður í óróaseggjunum, en ekkert þýddi, og allt í einu hvað við í salnum: — Eldur! — Eldur! — Húsið er að brenna! Allir urðu óttaslegnir. Það var æpt og grátið, og bömin raddust út. Barnasaga — Kveikið ljós! — Róleg, börn. Það er engin hætta. — Sitjið þið kyrr! — Þið flækist hvert fyrir öðru. Uss! Uss! hrópaði fullorðna fólkið, en enginn hlustaði á það. Nú fann Friðrik líka brunalyktina. — Stebbi ríghélt í hann. — Frændi, við brenn- um inni, hvíslaði hann, utan við sig af hræðslu. — Vertu ekki hræddur, Stebbi! Frændi þrýsti hendi drengsins. — Ég skal gæta þín. Við komumst öll heilu og höldnu út. Það var kveikt ljós á leiksviðinu, en ekki í salnurh, svo að þar var rökkur. Það meiðist einhver í þessum troðning- um, hugsaði Friðrik. — En hvað á að gera? Allt í einu datt honum snjallræði í hug. — Komdu! kallaði hann til Stebba, og þegar drengurinn hikaði við að fylgja hon- um, dró hann hann með sér. — Við verðum að láta þau sitja kyrr, sagði hann. Kvikmyndahúsin í Ameríku eru allflest útbúin þannig, að fyrir framan kvikmynda- tjaldið er lítið leiksvið, sem listamenn geta sýnt listir sínar á, og þannig var þetta. Skömmu síðar voru Friðrik og Stebbi komnir upp á leiksviðið. — Verið þið kyrr, krakkar! kallaði Friðrik yfir salinn. Einn og einn krakki leit upp á leiksviðið, en engum datt í hug að sitja kyrr. — Syngdu! hvíslaði Friðrik að Stebba. Sjálfur hoppaði hann og dansaði um allt leiksviðið um leið og hann söng hverja gamanvísuna á fætur annarri. Börnin störðu undrandi upp á leiksviðið. Þau skildu ekki, hvað það var, sem þeir sungu, því að þeir sungu danskar vísur, en þau héldu, að hættan gæti ekki verið mikil, þegar listamenn væru komnir fram á leiksviðið. — Bravó, áfram, áfram! hrópaði full- orðna fólkið, sem gat sér til, hver tilgang- ur ungu mannanna væri. — Nei, sjáið þið, krakkar! — Ágætt, hvíslaði Friðrik, þegar Stebbi tók að standa á höfði og sparka með fót- unum út í loftið. Sjálfur tók hann nokkur heljarstökk. Börnin settust aftur. Þau, sem farin voru út, sneru inn aftur. Engin óp heyrð- ust lengur. ,,Listamennirnir“ fóru í elting- arleik á höndunum. Áhorfendurnir hlógu. Friðrik var með dynjandi hjartslátt og orðinn kófsveittur af látunum, en samt sem áður hélt hann áfram að láta eins og hann væri óður. Að lokum lyfti hann Stebba upp á herðarnar á sér, en þar stóð Stebbi teinréttur og kallaði: — Halló krakkar og fólk! Litlu börnin klöppuðu, en stóru börnin sögðu: — Uss, þetta er enginn vandi! En Friðrik hafði tekizt það, sem hann ætlaði. Nú kom maður til hans. — Þetta var ágætt, sagði hann hrifinn. Síðan sneri hann sér að börnunum. — Því miður verðum við' að fresta sýningunni. Börnin gengu nú hægt og rólega út. Friðrik sat á gólfinu og þurrkaði svita- dropana af enninu á sér. Hann var svo dauðuppgefinn, að hann tók ekkert eftir þeim, sem komu til þess að þakka honum fyrir afrekið. Eldurinn, sem kom upp í litlu búningsherbergi, hafði löngu verið slökktur, svo að hætta var engin af hon- / um, en hefði Friðrik ekki dottið þetta snjallræði í hug, hefðu áreiðanlega orðið slys við dymar, þegar börnin tóku að ryðj- ast út, viti sínu fjær af hræðslu. Hann sagði þeim nafn sitt og heimilis- fang. Loksins komust þeir af stað. — Þetta var lagleg sýning, sagði Stebbi, þegar þeir voru komnir út. — Eigum við að halda áfram? — Langar þig? spurði frændi hans. — Nei, mig langar mest heim. Nokkrum dögum síðar fengu Stebbi og frændi hans böggul frá stjórn kvikmynda- hússins. I bögglinum voru tvö gullúr ásamt þakkarbréfum. — Þetta borgaði sig, sagði Stebbi, sem var meira en lítið hreykinn af úrinu sínu. — Já, það segirðu satt, sagði mamma hans og bætti stríðnislega við: — Mér fyndist, að þú og frændi þinn ættuð að gera það að lífsstarfi ykkar að leika hirð- fífl. Þið virðist hafa hæfileika til þess. — Hirðfífl? hrópaði Stebbi móðgaður. — Þú meinar íþróttakappa ? — Ég meinti það, sem ég sagði, sagði mamma hans. — En ég játa það, að það getur komið sér vel að geta staðið á höfði og gengið á höndunum, svo að frændi þinn á, þrátt fyrir allt, þakkir skildar fyrir að hafa kennt þér það.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.