Vikan


Vikan - 17.08.1939, Blaðsíða 5

Vikan - 17.08.1939, Blaðsíða 5
Nr. 33, 1939 VIKAN 5 Íslenzkir áhrifqmenn: „Ég held þad ekki — ég veit þad.M f hartnær þrjá áratugi hefir nafn Sveins Björnssonar komiS mikið við sögu i opin- * beru lífi þjóðarinnar, en um hann hefir þó aldrei staðið sá styr og blásið sú há- værð, sem títt er um íslenzka áhrifamenn á sviði stjórnmálanna. Virðist hann hafa kunnað betur en aðrir að ganga á snið við blindbylji orðahríðanna, því að hann hefir stöðugt notið vaxandi álits og vinsælda síðan hann kom fyrst fram á sjónar- sviðið. Hvar sem hann fer, hittir hann marga mæta menn og volduga, enda er honum skipaður sess í röð fremstu manna á jVoröuiiöndum. Og eigi mun það vera ofmælt, að inn á við, meðal landa sinna, sé hann kannske vinsælasti embættis- maður þjóðarinnar. En hitt er svo annað mál, hvort starf hans og staða sé ýkja eftirsóknarvert. Kreppan, verzlunarhöftin og viðskiptaörðugleikarnir hafa beint skeyt- um sínum að mörgum sendisveitarskrifstofum, — líka Sendiráði Islands í Kaup- mannahöfn, því að þar komast útlöndin alltaf næst Islandi, nema að þau vilji sækja okkur heim! — Sendiherrann hefir dvalið hér í Reykjavík um þriggja vikna tíma, að nokkru leyti í opinberum erindum. Hann fór utan í gær með skemmtiferðaskip- inu Arandorra Star. Samtal við Svein Björnsson, sendiherra. — Ég er fæddur í Kaupmannahöfn, beint á móti Botnaisk Have. Foreldrar mínir, Björn Jónsson, ritstjóri, og Elísabet Sveinsdóttir, fluttu búferlum til Hafnar 1878, og dvöldu þar í nokkur ár. 1 þeirri útlegð fæddist ég. Býst ég við, að með þessari utanför hafi upphaflega vakað fyr- ir föður mínum að ljúka lagaprófi, en hann var þá orðinn ritstjóri og prentsmiðjueig- andi hér heima, og hafði mikinn áhuga á þeim málum. Mun hann því hafa varið mestum tíma til að kynna sér blaða- mennsku. Svo fluttu foreldrar mínir heim aftur, og settust að í húsi því í Bankastræti, þar sem Landsbankinn var síðar, og nú er Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar. Ég var þá tveggja ára. I Bankastrætinu man ég fyrst eftir mér. En árið 1886 lét faðir minn reisa hús Isa- foldarprentsmiðju í Austurstræti, og flutt- um við þá þangað upp á loftið. Þar stóð mitt bernskuheimili og þar voru mínir æskuátthagar. Það var mjög skemmtilegt. Stundum rifjast margt upp fyrir mér, þegar ég geng fram hjá þessu húsi. Nú hafa atvikin hagað því þannig, að ég er búsettur erlendis, og kem hér í seinni tíð aðeins endrum og eins, eins og gestur til æskustöðva minna. Hin síðustu ár hafa orðið svo örar breytingar hér í Reykjavík, og ég komið nógu sjaldan heim til að veita því eftirtekt, hvernig saxast á það gamla, og hvernig það nýja brýzt fram. En þó að margt hafi breytzt, stendur þó Isafold þarna enn eins og minnisvarði yfir það, sem ég man bezt um gömlu Reykjavík. En ég sakna gömlu prentaranna, sem ég ólzt upp með, og sem léku við okkur systkinin á loftinu. Meðal þeirra var Ferguson gamli. Hann var Skoti, og yfirprentari hjá föður mínum í nokkur ár. Hann var fim- leikamaður góður, og brautryðjandi á Snáðinn, sem ekki gat stokkið yfir Lækinn. sviði líkamsræktar hér á landi. Hann kenndi mér leikfimi, og var ég dágóður leikfimismaður, áður en ég kom inn í La- tínuskólann. Ég kunni líka að synda, því að faðir minn hafði áhuga fyrir sund- íþróttinni og gekkst fyrir því að Sundlaug- amar voru gerðar og hafin þar sund- kennsla. En er ég var í öðrum bekk, varð ég fyrir því óhappi að hrapa niður af þaki á viðbyggingunni vestan við Isafoldarhús- ið, og skella niður á götu. Meiddist ég illa og fótbrotnaði, svo að ég var stinghaltur Sveinn Björnsson. nokkur ár eftir það. Kenndi ég því um, að ég gat aldrei stokkið yfir Lækinn, en það var þá siður fimra skólapilta, að fara ekki yfir brúna, en stökkva yfir hann niður við skólann. — Eitthvert skólaæfintýri ? — Þau voru nú mörg, og ég býst við, að þeir fjölgi fremur en fækki, þegar fundum gamalla skólabræðra ber saman. Við vorum mestu fjörkálfar, og stundum ófyrirleitnir, eins og gengur. Merkasti við- burður í minni skólatíð, og sá, sem mér er minnisstæðastur, er kóngsbænadags- byltingin, sem svo var stundum nefnd. Það var 1897. Kóngsbænadagurinn hafði þá um langan aldur verið helgidagur, en hafði nú verið numinn úr gildi. Og þar sem þetta var gamall frídagur, fórum við þess á leit við rektor, að hann gæfi okkur frí þennan dag, eins og venja hafði verið. En hann synjaði okkur um þá bón. Tókum við þá til okkar ráða og mættumst allir um morguninn uppi í skóla, biðum þangað til kennsla skyldi hef jast og marseruðum þá allir út úr skól- anum og gengum í skipulegri ,,prosessíu“ gegn um bæinn og inn í Rauðarárholt. Þar héldum við kyrru fyrir um stund og sett- umst á rökstóla. Voru þar haldnar margar ræður og miklar æsingar hafðar í frammi, þó að allir væru hjartanlega sammála. Guðmundur Guðmundsson skólaskáld orti mikið og mergjað kyæði, og hvatti menn til dáða. En er komið var fram yfir skóla- tíma, slitum við þingi í Rauðarárholti og snerum aftur til bæjarins, fylktu liði og skipulögðu, og sungum. Vakti þetta mikið umtal í bænum, og síðan komst málið til stiftsyfirvaldanna. — Hvenær lukuð þér stúdentsprófi? — Aldamótaárið, 1900. Þá um haustið sigldi ég til Kaupmannahafnar og las þar lögfræði. Prófi lauk ég 1907. Ég hlaut aðra einkunn við embættispróf. Það gerði mér ekkert til. Það gerir engum til. Framh. á bls. 11.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.