Vikan - 14.09.1939, Síða 6
6
VIKAN
Nr. 37, 1939
í ARIZOiA er
ekkert ómögulegt.
Jane Withers ■ kvikmyndinni
»Villikötturinn í Arizona«.
Kringluleita, villta stelpan, Jane Wit-
hers, leikur aðalhlutverkið í nýrri kvik-
mynd, sem er sögð svo viðburðarík, að ef
maður deplar augunum, á meðan á sýn-
ingu kvikmyndarinnar stendur, missir
maður af einhverju.
Pyrst er sýndur póstvagn, sem er dreg-
inn af villtum hestum, sem þeytast á
fleygiferð eftir aðalgötu bæjarins Mine-
ville, Arizona. Þegar íbúar borgarinnar
hafa stöðvað vagninn, sjá þeir, að öku-
maðurinn og tveir verðir liggja dauðir í
vagninum. Póstvagninn, sem var að flytja
gull frá námunni, hefir verið stöðvaður og
rændur. Póststjórinn og menn hans fara
á stúfana að leita ræningjanna.
Jane og fósturfaðir hennar, fyrrverandi
frægur, mexíkanskur þorpari „E1 Gato“,
sem nú er góður borgari í Mineville, gruna,
að póststjórinn sé í vitorði með glæpa-
mönnunum. Þau ákveða að taka málið í
sínar hendur, og það endar með því, að allt
kemst upp um póststjórann og flokk hans.
Leo Carillo leikur „E1 Gato“, og eftir-
tektarsamur áhorfandi hefði áreiðanlega
getað heyrt, að hann stundi, þegar hann
rak hest sinn þangað, sem taka átti mynd-
ina. Myndin var nefnilega tekin í héraði,
sem afi Carillo, einn af fyrstu nýbyggjum
Kaliforníu, átti einu sinni. Reyndar átti
fjölskylda hans geysilegt landflæmi og ef
hún hefði haldið því, væri Carillo einhver
auðugasti maður heimsins.
Aðalhlutverkin í kvíkmyndinni, „Villikötturinn í Arizona", leika Jane Withers og Leo Carillo. Hér
á myndinni eru þau að syngja og spila ásamt vinkonu sinni.
Péstvagn er rændur, og póststjórinn reyndist ve .a toringi glæpamannanna. Það er tilefnið til hinna mörgu viðburða, sem gerast í kvikmyndinni.