Vikan - 14.09.1939, Page 10
10
VIKAN
Nr. 37, 1939
að óttast neinar slúðursögur, en þið vitið,
hvernig kvenfólk er, og hvað það er lagið á
að koma mönnum í vandræði.
Ég gaf því einum fiskimanninum einn
silfurskilding, og hann reri mér yfir á
eyjuna. Það var vandalaust að rata, mjótt,
óslétt einstigi lá upp frá ströndinni, upp
á hérumbil fimm hundruð feta háa
brekku, þangað sem skarðið niður í dalinn
lá. Ég gekk um hundrað metra í gegnum
skarðið og kom þá fram á grasi gróna
tungu. Fyrir neðan mig sá ég kofann, sem
ég minntist á áðan, með rauða tígulsteins-
þakinu, vatnið í miðjum dalnum, grasflöt-
ina og kartöflugarðinn. Annað var ekki
að sjá.
Ykkur finnst það nú kannske ótrúlegt,
en satt er það eigi að síður, að í þessum
kofa bjó maður, einn með systur sinni.
Þessi systir hans var sérstaklega lagleg.
Hann fór einu sinni í viku til aðaleyjunnar,
til að sækja matföng; og hún sá aldrei
nokkum mann. Þarna bjó hann fullkom-
lega ánægður.
Ég. fór niður að kofanum, og skýrði
fyrir þeim eins og ég bezt gat á þeirra
máli, að ég væri ókunnur ferðamaður. Það
var ekkert út á framkomu mannsins að
setja. En ungur maður — innan við þrí-
tugt, sem lifir svona lífi má vera eins kurt-
eis í framkomu og hann vill, í mínum
augum getur hann aldrei verið með öllum
mjalla. Ég mundi líka hafa hypjað mig
burtu fljótlega, því að ég er næsta lítið
fyrir brjálaða menn, ef stúlkan hefði ekki
verið svo skolli lagleg. Hvað er að gera,
þegar maður er tuttugu og fimm ára og
hittir verulega laglega stúlku? Ég segi
fyrir mig, að það gerði mig alltaf eitthvað
svo undarlegan. Ég hefði ekki getað farið,
ekki með nokkuru móti, hvernig sem ég
hefði reynt.
Þama var ég þá kominn. Ég hefði aldrei
átt að hanga í kringum húsið þeirra, níð-
ast á gestrisni þeirra, sofa í hlöðunni
þeirra og „líta inn“ til þeirra hvað eftir
annað, á matmálstíma, auðvitað í þeim
eina tilgangi að sníkja mat. Lagleg stúlka
var það, sem ég átti sízt von á þarna, enda
var ég alls ekki að gá að slíku, þvert á
móti var ég frekar að forðast þær. Nú,
ég hékk svo þama, þangað til ég sá, að
maðurinn var að missa þolinmæðina, og þá
hefði ég átt að fara. Það hefði verið það
eina rétta, ég sé það nú. Ég sagði þetta
líka við stúlkuna, en hún andvarpaði svo
töfrandi, þegar hún kvaddi mig, að ég
bráðnaði alveg; ég gat ekki fengið það af
mér.
Daginn eftir skrapp hann yfir á hina
eyna eftir matföngum. Ef hann hefði sagt
meiningu sína, eins og maður, sagt mér að
fara, býst ég við, að ég hefði gert það, en
hann gaut svo lymskulega, svo illgirnis-
lega til mín augunum, um leið og hann fór,
að ég hefði ekki gert neitt fyrir hann eftir
það, nema hann hefði grátbeðið mig um
það á hnjánum, og jafnvel þá hefði ég held-
ur sparkað í hann. Já, ég var gestur hans,
það veit ég vel. En þið sáuð ekki augna-
tillitið, sem hann sendi mér. Hann hafði
líka viðbjóðslegar tennur. Þær voru stór-
ar og sterkar, satt er það, en þær voru
viðbjóðslegar á að sjá, ef þið skiljið, við
hvað ég á.
— En hann gat nú samt ekki skotið mér
skelk í bringu. Um leið og hann hvarf inn
í sprunguna, fór ég að tala við stúlkuna.
Hún hafði ekkert á móti því. Nú, hvað
haldið þið? Ég var eini maðurinn, sem hún
hafði séð í heilt ár. Nema ef þið kallið
brjálaða bróður hennar mann.
— Það var ekki liðinn klukkutími frá
því að hann fór, þegar jarðskjálftinn kom.
Eins og ég sagði ykkur áðan, var ég ekki
einu sinni viss um, að það væri jarðskjálfti.
Ég stóð við hliðina á Liríu — svo hét
stúlkan — og var að horfa á sprunguna í
klettabeltinu, og ég sá veggina hreyfast,
einungis af því, að ég horfði svo fast á
þá, af ótta við, að bróðir hennar mundi
læðast aftur til baka, sem hvorugt okkar
kærði sig um.
— Ég sagði við hana, að þetta hefði
verið einna líkast jarðskjálfta, og svo sneri
ég mér að öðrum þýðingarmeiri málum,
og fór að tala við hana aftur. Það leið góð
stund þangað til ég tók eftir, að hún hvorki
anzaði mér, né hlustaði á mig, heldur starði
án afláts á sprunguna. Hún hafði lokazt,
og hún horfði á hana, án þess svo mikið
sem að depla augunum. Auðvitað var
sprungan henni nákomnari en mér, hún
haf ði þekkt hana alla sína æfi; og það leið
góð stund, áður en mér varð Ijóst, að þetta
var raunverulega eina leiðin upp úr daln-
um.
— Það liðu tveir ónotalegir og ótrúlega
langir klukkutímar. Það var farið að
skyggja. Endurnar voru farnar að flykkj-
ast ofan á vatnið, og ég var að brjóta
heilann um, hvað til bragðs skyldi taka,
þegar bróðirinn kom í ljós á klettabrún-
inni, og fór að renna niður kaðli. Auðvitað
klifruðum við upp grasbrekkuna og upp
undir bergið, þar sem kaðallinn kom til
jarðar. En undir eins og við vorum búin að
ná í kaðalendann, tók hann að kalla
hástöfum: — Kvenfólk fyrst! Kvenfólk
f yrst!
— Auðvitað hafði ég aldrei ætlað mér
að fara á undan. I þeim sökum þurfti ég
ekki á ráðum að halda frá vitlausum út-
lendingi. Ég hjálpaði henni að bregða um
sig endanum, og hann tók að draga hana
upp. Hann virtist vera sterkur og honum
gekk auðveldlega að draga hana upp. Ég
settist niður og beið eftir því, að kaðallinn
kæmi niður aftur. Ég var léttur í þá daga,
tæp 120 pund, þó að það sjái ekki á mér
nú, og ég vissi, að honum mundi reynast
auðvelt að draga mig upp. Ég beið á með-
an hann hvíldi sig eftir að hafa dregið
upp stúlkuna. Mér lá ekkert á. Hvíldin
virtist ætla að verða nokkuð löng. Stjörn-
ur komu í ljós.
— Mig grunaði ekki, hvað skeð hafði,
fyrr en mér datt í hug, hvað maður eins
og hann gæti gert. Og þá vissi ég undir
eins, hvað hann hafði gert. Skilið mig eftir.
— Já, svona var hann inn við beinið.
Ég hefði átt að sjá það á tönnunum í
honum.
— En það var nú of seint að fárast um
það. Og ef þessi jarðskjálfti hefði ekki
komið, hefði hann sennilega rekið mig í
gegn með hníf. Hann hafði sennilega farið
yfir á hina eyjuna til að ná í langan, íbjúg-
an hníf. En hægfara hungurdauði hefir
fallið honum betur í geð. Nú lá hann lík-
lega andvaka og reiknaði út, hvað kartöfl-
urnar mundu endast mér lengi, sem var að
heita mátti það eina, sem til var matar-
kyns í kofanum. Þetta var í vikulokin, og
hann hafði farið að sækja ný matföng.
Hann mundi sennilega vita upp á hár, hve
margar kartöflur væru til, og hve lengi
þær mundu endast mér. Og hann mundi
hafa komizt að réttri niðurstöðu, ef ég
hefði borðað kartöflumar sjálfur. En það
gerði ég ekki, ég gaf öndunum þær. Já,
endurnar komu venjulega í stórhópum og
settust á tjörnina, á kvoldin og fóru aftur
á morgnana. Nú eru endur mjög gráðugar
í kartöflur, og ég kunni aðferð til að ná
þeim.
Ráðið til að veiða villiönd með kartöflu,
er að setja nýja kartöflu á planka, sem
skagar út yfir vatnið, og festa bandi í hana
með einhverju þungu t. d. steini í hinn
endann, og ef þú ert nógu grimmur, þá
seturðu krók innan í kartöfluna. Það var
of grimmdarlegt fyrir mig, svo að ég bjó
til snöru í staðinn, sem öndin varð að
smeygja sér í gegnum til að ná í kartöfl-
una. Auðvitað er miklu auðveldara að hafa
krók, en ég vildi ekki gera það. Maður
setur steininn á blábrúnina á plankanum,
og undir eins og öndin finnur, að hún er
komin í snöruna, reynir hún að kippa sér
lausri, og veltir þá steininum, sem svo
dregur hana með sér niður í vatnið.
— Hvers vegna að nota nokkurn stein?
spurði Terbut. — Hvers vegna ekki að
binda bandið við plankana?
— Af því önd, sem spriklar í snömnni,
fælir burtu allar hinar, sagði Jorkens. —
Og ekki aðeins það, þær koma aldrei aft-
ur. Þegar lífið er komið undir því að veiða
nokkrar endur, gleymir maður ekki smá-
atriðum eins og þessu. Og auk þess ætlaði
ég ekki að hafa þær eingöngu til matar.
Mér hafði dottið ráð í hug, sem í ykkar
augum mun vera hreinasta f jarstæða, eins
og það vissulega var, sem sé að binda á
þær miða með beiðni um hjálp. I því hug-
myndaflóði, sem streymdi í gegunm heila
minn, þegar ég sá, að ég var genginn í
þessa gildm, greip ég þessa hugmynd, sem
mér fannst mjög snjöll. Maður sættir sig
ekki aðgerðarlaus við þá framtíð að grafa
sig smám saman í gegnum kartöflugarðs-
holu, til þess svo að deyja með síðustu
kartöflunni.
— Það var áreiðanlega engin önnur leið
upp úr dalnum, og auðvitað athugaði ég
spuminguna vandlega, en, trúið þið því,
það var naumast hægt að koma hnífsblaði
Framh. á bls. 16.