Vikan - 14.09.1939, Blaðsíða 11
Nr. 37, 1939
VIK A N
11
Tveir syndaselir.
George Merivale kom út úr Waterloo
járnbrautarstöðinni og leið kynlega
vel út af því, að honum skyldi í
raun og veru leiðast, að konan hans var
farin. Það er alltaf gaman að finnast mað-
ur vera fyrirmynd, og það var áreiðanlega
ekki margur eiginmaðurinn, hugsaði hann,
sem þótti það verra að vera ekkill í nokkra
daga.
George hafði verið kvæntur í rúmt ár.
Kona hans hafði farið til vinafólks síns
Smásaga.
Hann kinkaði brosandi kolh: — Já, og ég
er hamingjusamasti maður í heiminum.
Cynthia Stanton horfði hugsandi á hann,
því að konum verður alltaf hulin ráðgáta,
hvemig öðrum konum tekst að ná svo
ágætum árangri.
— Það er ágætt, sagði hún. — Hefi ég
nokkum tíma séð konuna þína ?
— Má ég ekki aka þér þangað? Það er
í leiðinni!
— Jú, þakka þér fyrir, svaraði hún.
Áður en George Merivale skildi við
Cynthiu hafði hann ákveðið að bjóða
henni í leikhús um kvöldið.
— Enginn, sagði hún — skilur eins vel
og ég, hvað það er að vera einmana.
Og George, sem í einfeldni sinni vissi
ekki, að einvera er trompið í spilum djöf-
ulsins, fannst þau skilja hvort annað svo
vel. Cyntia var ágæt. Kunningjar þeirra
beggja voru iðulega með þeim, og þau töl-
uðu um það, sem einu sinni var, með þeirri
angurværð, sem maður hefir fyrir því, sem
liðið er. George minntist oft á það, hvað
Betty yrðí henni þakklát fyrir það, hvað
í Cowes og ætlaði að dvelja þar í tíu daga.
Honum fannst tíu dagar vera heil eilífð.
Til allrar hamingju hafði hann nóg að gera
á skrifstofunni, og á kvöldin gat hann
spilað og hlakkað til þess að fá bréf frá
Betty.
Aumingja fólkið, sem dæmdi hjónaband-
ið frá sjónarmiði léttúðugra manna! Auð-
vitað voru þau hjónabönd til, þar sem hjón-
in döðruðu við hina og þessa, en það
mundu þau Betty aldrei gera. Fyrir þeim
var ekki til nokkur annar maður eða kona
— það var ekkert auðveldara fyrir þau en
að vera hvort öðru trú . . .
Þegar George Merivale kom út úr stöð-
inni hljóp hann bókstaflega í fangið á
Cynthia Stanton.
Cynthia hafði allt það við sig, sem þarf
til þess að láta mann gleyma öllu því, sem
hann á ekki að gleyma. Hún skildi vel,
hvað það var að vera ekkill og átti gott
með að hlusta á allt það, sem karlmenn
hafa að segja um gjörðir sínar. Brúnu
augun hennar horfðu með hrifningu á
George.
— George Merivale! Ég held, að ég hafi
ekki séð þig í tvö ár!
Hann þrýsti hönd hennar glaðlega.
— Cynthia! En hvað það var gaman að
sjá þig!
— Heyrðu, þú ert kvæntur? spurði hún.
— Ég held ekki. Hún heitir Betty
Fraser og er frá Cowes. Ég var að fylgja
henni á brautarstöðina. Hún ætlar að
skreppa heim.
— Aumingja drengurinn að vera skilinn
aleinn eftir, sagði hún.
— Já, tíu dagar eru langur tími. En þeg-
ar hún kemur heim, skaltu heimsækja
okkur — hún er yndislegasta konan í heim-
inum.
— Hún er að minnsta kosti hamingju-
samasta kona í heiminum, sagði Cynthia.
George brosti. Engin maður er svo ást-
fangin af konu, að gullhamrar annarrar
konu hafi ekki áhrif á hann.
— Þetta var fallega sagt, sagði hann.
— Hvert ertu að fara?
— Ég? Ég er að fara að borða á Savoy
með kunningjum mínum.
hún væri almennileg við sig.
— Þú heldur, að hún hafi ekkert á móti
því? spurði Cynthia dálítið vonsvikin, því
að það eru nú einu sinni engir gullhamrar
fyrir konu, að önnur kona skuli trúa henni
fyrir manni sínum.
— Nei, áreiðanlega ekki. Hún skilur
þetta, svaraði hann sannfærandi.
Maður, sem er ástfanginn af konu sinni,
þjáist af kynlegu iítillæti, og það aðgreinir
hann frá öllum öðrum mönnum. George
gat ekki séð neina ástæðu til þess, að
Cynthia kærði sig um að tala við sig, en
þegar hún sagði honum, að hún kæmi út
með honum aftur, fannst honum hún vera
alveg einstakur félagi. Þannig liðu tíu dag-
amir fljótt.
Síðasta kvöldið áður en George fór að
Pramh. á bls. 20.
Enginn, sagði hún — skilur eins vel og ég, hvað það er að vera einmana.