Vikan


Vikan - 14.09.1939, Page 15

Vikan - 14.09.1939, Page 15
Nr. 37, 1939 VIKAN 15 I»að, sem áður er komið af sögunni: Félagamir sátu inni í drykkjustofu í Sjómanna- hælinu og spjölluðu saman. Muller gamli tók að segja þeim frá Mullers Bo-k-kunni, og æfintýrinu, sem Ágústínus, að- stoðarprestur og frændi hans, hafði ratað i. — JRonald Bracy-Gascoigne og Hypatia Vace, frænka yfirmanns Ágústinusar, biskupsins yfir Storth- ford, höfðu orðið ástfangin hvort af öðru, en biskupinn var á móti ráðahagnum. Ágústínus ætl- aði að hjálpa þeim að ná saman með því að gefa biskupnum dropa úr hinni svo kallaðri Mullers Bo-k-ku. — Þegar biskupinn og frúin komu í Jieimsókn til Ágústínusar, ætlaði hann strax að grípa tækifærið og tala máli Hypatiu, en þau voru bæði ósveigjanleg, þar sem þeim hafði verið sagt, að mannsefnið væri í alla staði ómögulegt. Hypatia varð fyrri til en Ágústínus og gaf bisk- upshjónunum dropa úr Mullers Bo-k-k-unni. Hjónin urðu bæði ákaflega fjörug af drykknum og fengu lánaða grímubúninga til þess að kom- ast á grímudansleikinn á Vegamótum. Þegar biskupinn tók eftir gljáfægðu and- liti lögregluþjónsins, slakaði hann óðara á geðvonskuklónni, á harðneskju- og fyrir litningarsvipnum, sem hann hafði dregið að hún á tignarásjónu sinni. Nú var ómögulegt að villast á honum og Savonar- óla, þegar hinn síðarnefndi var að kaghýða syndugan múginn með þrumandi skammar- ræðum. Nú var biskupinn ekkert annað en gamla, glaðlega góðmennskan og vel- vildin. — Öldungis rétt, og hverju orði sann- ara, herra flokksforingi, mælti hann geisl- andi af fögnuði. Þegar ég var nokkru yngri maður en nú, vann ég tvö ár í röð fyrstu verðlaun og heiðurspókalinn í ,,Hinu opinbera flokks-þunga-kjafts-högga-félagi aðstoðarpresta“. Og það sýnist svo, að smekkurinn sá, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber. Lögregluþjónninn skríkti aftur með ánægjulegu handbragði. — Það' er nú svo sem deginum ljósara, hvað þessa óviðjafnanlegu leikni yðar snertir, herra minn. — En, hélt hann áfram, um leið og önuglyndis-skýjafar leið um andlit hans, „það er meira en ég get komið í minn ferkantaða haus, hvað allt þetta tilstand hefir átt að þýða. Lög- reglustjórinn okkar með eltiskinns-andhtið sagði: — Þið farið piltar og hreinsið Vega- móta-svínastíuna, og svo fórum við og gerðum það. En hjarta mitt var ekki með í því verki, og ekki heldur hjörtu hinna. Hvað er svo sem rangt í dálítið róttækri eiiemmtun til vinstri? Það er einmitt það, sem ég segi. Hvað er rangt í slíku? — Meistara röksemdafærsla, herra flokksforingi. — Það er einmitt mín hjartans sann- færing. Hvað er rangt í því? Lofum fólk- IIIMIMIIIIIIIMMMMMIMMMMMMMMMMI1111MMMMMMMMMMMMMMMMM111111111111/, Stutt framhaldssaga eftir P. Q. Wodehouse. FJÓRÐI KAFLI | ''■'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiine'* inu að skemmta sér akkúrat eins og það vill. Það segi ég. Og ef við lögreglumenn- irnir komum þefandi og snuðrandi, og för- um að skerast í leikinn með slettirekuskap, ja, þá skulu menn bara reka hnefann í augun á okkur, eins og þér gerðuð við Booker lögregluþjón. Það er þ a ð, sem ég segi. — Þetta líkar mér, og er hverju orði sannara, sagði biskupinn. Hann sneri sér til konu sinnar og mælti: — Þarna sérðu, nú fyrst, fyrirmyndar lögregluþjón og ein- stakasta gáfumann. Finnst þér það ekki, elskan mín? — Mér leizt óhemjuvel á manninn, strax og ég sá hann, sagði biskupsfrúin. — Hvað heitið þér, herra lögregluvörður ? — Smith, heiðraða frú. En ég bið yður að kalla mig Cyrill. — Sannarlega er mér hinn mesti heiður og óblandin ánægja að gera það. Fyrir nokkrum árum þekkti ég einhverja Smitha í Lincolnshire, Cyrill, það skyldi þó aldrei vera, að þér séuð skyldur þeim? — Má vel vera, frú. Þetta er lítil veröld. Bíðið annars við. Þegar ég hugsa mig betur um, man ég, að þeir hétu Robinson. — Allt í lagi, þetta er nú líf, frú mín, finnst yður ekki? sagði lögregluþjónninn. — Ja, slíkt og þvílíkt. Það má nú segja. Þér hafið aldrei talað sannara, Cyrill, sagði biskupinn. Ástarkrásir þessar, sem farnar voru að gerast ærið soðhlaupskenndar og marg- lyttulegar voru nú miskunnarlaust brytj- aðar niður með ískaldri og skeleggri rödd Hypapatiu Wace. — Það verð ég að segja, sagði Hypatia, — þetta eru ááindislagleg skötuhjú. — Ha, hvað? Hvað eru þokkaleg skötu- hjú? spurði lögreglumaðurinn. — Þessi tvö, sagði Hypatia. Eruð þér kvæntur, herra officeri? — Nei, ég er einstæðings-kuldastrá, sem hrekst með stormi og öldu í straumi tímans. — Þér hafið þó að minnsta kosti ein- hvern veginn einhverja hugmynd um það, hvaða tilfinningum ástarsælan veldur í hjörtum manna. — Hverju orði sannara, fröken. — Jæja þá, svo að þér vitið það. Ég er trúlofuð herra Bracy-Gascoigne. Þið hafið vafalaust einhvern tíma sézt. Mynduð þér ekki segja, að hann væri hið einstakasta göfugmenni og prúðmenni? — Bókstaflega hvítasti maðurinn, sem ég hefi nokkurn tíma kynnzt, kæra fröken. — Einmitt það. En nú vil ég giftast hon- um, en frændi minn og frænka fyrirbjóða mér það, af því að þau segja, að hann sé svo þessaheimslegur, hann taki stundum uppá því að dansa. En svo dansa þau sjálf sólana undan skónum sínum. Þetta get ég ekki kallað heiðarlegt eða drengilegt. Hún fól andlitið í fögrum höndum sín- um og skalf af niðurbældum ekka. — Ég skil þetta ekki, sagði biskupinn. — Ég ekki heldur, sagði biskupsfrúin. — Elsku barnið mitt. Hvað á allt þetta tal um það, að við samþykkjum ekki giftingu ykkar Bracy-Gascoigne að þýða? Hvenær og hvernig gaztu fengið þessa flugu í höf- uðið? Hvað mig áhrærir, máttu vissulega giftast herra Bracy-Gascoigne. Og ég held, að mér sé óhætt að fullyrða, að í þessu efni mæh ég einnig fyrir munn míns elskulega eiginmanns. — Algerlega, sagði biskup. — Alveg skilyrðislaust. Hypatia rak upp fagnaðaróp. — Elsku hjörtun ykkar, hjartans egg- in ykkar. Má ég það virkilega? — Svo sannarlega máttu það. Þér hafið ekkert á móti því, Cyrill? — Ekki minnsta grand, frú. Hypatia fölnaði upp. -— Ó, mig auma, sagði hún. — Hvað er nú að? — Mér datt einmitt í hug, að nú yrði ég að bíða klukkutíma eftir klukkutíma, áður en að ég get sagt honum það. Hvílík mæða að verða að bíða klukkutímum saman. Biskupinn tók að hlæja hinum glaðlega og góðlátlega hlátri sínum. — Hvað á það að þýða að bíða klukku- tímum saman, barnið gott? Fyrsti tíminn beztur, og engin tími eins tilvalinn og þessi stund. — En hann er háttaður. — Þess betra, þá rífum við hann upp, sagði biskup elskulega. — Nú skuluð þið heyra mína upp- ástungu í þessu máli. Ég legg það til, að ég og þú, Hypatia, og Priscilla — og þér, Cyrill? — förum öll niður að húsinu hans, nemum staðar fyrir neðan gluggann hans — og æpum. — Eða köstum sandmöl upp í gluggann, sagði biskupsfrúin. — Það skulum við sannarlega gera, elskan mín, ef þú vilt það heldur, sagði biskupinn. — Og þegar hann stingur höfðinu út um gluggann, hvernig væri þá að hafa garð-vatnslönguna við hendina, og gefa honum duglega bunu? Ég held, að það mundi vekja hollan hlátur og heilnæman fögnuð, sagði lögregluþjónninn. — Minn kæri Cyrill, sagði biskupinn, — þér hugsið blátt áfram um alla hluti.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.