Vikan


Vikan - 14.09.1939, Page 16

Vikan - 14.09.1939, Page 16
16 VIKAN Nr. 37, 1939 Ég skal svikalaust nota áhrif þau, sem ég kann að hafa á æðri stöðum, til þess að yður verði veitt tignarlegra og ábyrgðar- meira embætti, þar sem hinir takmarka- lausu hæfileikar yðar geta notið sín í víð- áttumeiri verkahring. Jæja, nú skulum við fara að búast til ferðar. Þér komið með okkur, minn kæri séra Ágústinus. Ágústinus hristi höfuðið. — Þarf að skrifa ræðu, herra biskup. — Einstaklega satt frá sagt, séra Ágústinus. Ef þér svo vilduð vera svo hug- ulsamur að láta gluggann standa opinn, kæri félagi, á meðan við erum að reka þetta litla erindi miskunnsama Samverj- ans, gætum við, þegar við komum aftur, fundið bólin okkar og komizt í þau, án þess að gera þjónustufólkinu minnsta ónæði. — Allt í lagi, herra biskup. — Jæja þá í bráðina, dull, dull, dull, Ágústinus, sagði biskupinn. — Dull, dull, dull, herra biskup, endur- tók Ágústinus. Svo tók hann pennaskaftið og fór að endurbæta niðurskipun efnisins í ræðunni, sem eitthvað hafði haggazt. IJti í sætilmandi næturloftinu gat hann heyrt raddir fjórmenninganna deyja út í fjar- lægð. Honum fannst, að þeir væru að syngja gamla enska drykkjuvísu. Hann brosti góðlátlega. — Glatt hjarta veitir góða heilsubót, segir sá vitri maður, Salómon, í orðskvið- um sínum, 17, 22, raulaði Ágústinus. JAKÐSKJÁLFTI. Frh. af bls. 10. í hana. Ef stúlkan hefði ráðið sér sjálf, hefði hún sent mér hjálp, en hún fengi vafalaust ekki að vera sjálfráð, ég gerði mér engar tálvonir í þeim sökum. Ég var því þarna í þessu kofatetri, með allar von- ir mínar bundnar við villiönd með hjálpar- beiðni um hálsinn. Ég skrifaði á miða, braut hann saman og náði mér í seglgam, sem var inni í kofa. Síðan borðaði ég það litla, sem eftir var matarkyns, og fór svo með plankann niður að vatninu til þess veiða endur. Og þá skyndilega varð mér ljós sú hræðilega staðreynd, að endurnar færu á morgnana af vatninu og flygju út á sjó, og að það eina land, sem þær kæmu í námunda við, væri þetta eyðisker, sem þær kæmu á á hverju kvöldi. Sá mögu- leiki, að einhver af þessum villiöndum mundi fljótlega falla fyrir byssu ein- hvers veiðimanns var alltof fjarlægur til að hægt væri að reikna með honum í al- vöm; slíkt átti ekki heima nema í skáld- skap. Ég var eini maðurinn, sem þær nokk- um tíma komu nálægt. Nú virtist ekki vera nema um tvennt að velja, að lifa á kartöfl- unum á meðan þær entust, eða lifa á önd- um, sem einnig mundi taka enda fljótlega eftir að kartöflumar væru búnar, því að ég hafði engin önnur ráð til að veiða þær. Mér var fyllilega ljóst, að vitlausi bróðir- inn mundi fara með Liríu yfir á einhverja aðra smáeyju, og að ég mundi aldrei heyra þau eða sjá framar. Nú, ég var óneitanlega meira gefinn fyrir endur en kartöflur, en ég vissi, að það tæki líka enda. Þær héldu ekki áfram þessu flugi allt árið, og það var orðið á- liðið sumars. Bráðlega mundi vatnið skæna, og engin önd sjást á því, ég þekkti lifnaðarhætti þeirra, ekki svo að skilja, að það þyrfti mikla þekkingu til að vita, að endur kæmu ekki til að synda á tjörn, sem væri ísi lögð. Já, nú var annað hvort að duga eða drepast. Ég varð að finna eitthvert ráð. Og auðvitað kom það. Það var eimblástur, hvorki meira né minna. Minna hefði held- ur ekki dugað. Það var engin leið upp úr dalnum, og ekkert nema þetta eina, þetta dæmalausa, gat forðað mér frá að bera beinin í þessum dal. Ég hafði verið að hugsa um bréfið, sem ég ætlaði að binda við öndina, og hafði reiknað út, að ein önd gæti hæglega borið 150—170 grömm, og þá skyndilega kom eimblásturinn yfir mig einhvers staðar utan úr geymnum, alger- lega fyrirvaralaust — þessi fáu, gullnu orð, sem björguðu lífi mínu: Ef ein önd getur borið 150 gr., þá geta tvær endur borið 300 gr. Aldrei fyrr hefir svo dýrðleg hugmynd fæðst í mínum heila. Vatn á eyðimörku var ekkert í samanburði við hana, ekki heldur heimilið fyrir útlagann, né matur fyrir hungraðann. Hún veitti mér allt þetta, og líf og frelsi að auki. Og þó var þetta að- eins óbrotinn, alkunnur sannleikur. Ég á við, tvisvar tveir eru, þegar öllu er á botn- inn hvolft, fjórir, og ekkert annað. — Það vitum við, sagði Terbut. — Nú, já, og tvisvar tvö hundruð eru fjögur hundruð, hélt Jorkens áfram. — Það eina, sem gera þurfti, var að ná í nógu margar endur. Eins og ég sagði áð- an, var ég tæp 120 pund um þetta leyti, og með nógu mörgum öndum ætti það að geta borið sig, ef kartöflurnar bara entust. — Bera þig! hrópaði Terbut. — Vandinn var að ná í nógu margar endur, sagði Jorkens. — Það var nóg af þeim, og hægur vandi að veiða þær á kartöflurnar, en það varð að gerast fljótt, annars entist maturinn ekki, og þá yrði harla lítið eftir af mér til að flytja burt úr dalnum. Það mesta, sem ég þorði að leggja á hverja önd voru 170 gr. eða ríflega reiknað þrjár fyrir hvert pund, með öðrum orðum 400 til að bera mig — það var skolli stór hópur. Það voru raunverulega alltof margar, en ég þorði ekki að leggja meira á hverja. Ég hafði, sem betur fer, nóg af seglgarni og drjúgt af kartöflum, en ég hafði ekki nóg- an tíma. Annað hvort varð ég að borða kartöflur, og þá yrði ekki nóg eftir handa öndunum, eða ég varð að borða endur, en með því móti næði ég aldrei tilsettri tölu af öndum. Þetta var skolli snúið. Nú, ég reiknaði út, að ef ég skyldi eftir stígvélin, jakkann og vestið mundi ég létt- ast um ein 8 pund — eða 24 endur, þá var talan komin niður í 376. Ég tók nú plankann og fór niður að vatninu, lagði kartöflu á hann bundna við stein, og fór svo í felur, þegar hópurinn kom. Þær létu ekki standa á sér, en flugu rakleitt að plankanum. Það var auðséð, að mann- skrattinn hafði ekki haft byssu, ég hefði reyndar átt að vita það, að hann væri eng- inn veiðimaður. En þótt þær væru gæfar og gráðugar í kartöflurnar, mundu þær ekki vera kyrrar, ef ég gengi niður að vatn- inu. Því var nú f jandans ver. Ef ég færi til að draga eina önd upp úr vatninu, mundu allar hinar fara, og með því að veiða eina á hverju kvöldi tæki það mig meira en ár að ná tölunni, en hámarkið, sem ég mátti reikna með voru þrjár vikur. Og samt veiddi ég f jórtán fyrsta kvöld- ið. Aðferðin var þessi: Endur geta lifað óratíma undir vatninu. Það fyrsta sem fljúgandi endur gera þegar þær koma að vatni, er að kafa. Hve lengi þær geta ver- ið í kafi, veit ég ekki, aftur varð ég að geta mér þess til, eins og um burðarmagn- ið. En ég þóttist, að minnsta kosti, viss um, að þær gætu verið fimm mínútur í kafi, sér að skaðlausu. Ég beið því fimm mín- útur eftir, að sú fyrsta fór í kaf og fór svo niður að vatninu. Að þessu sinni veiddi ég fjórtán. * — Mér tókst sjaldan að veiða fleiri. Margar komu aftur sama kvöldið, en ég þorði ekki að veiða fleiri í einu, af ótta við að fæla þær burtu fyrir fullt og allt. En ég var ekki iðjulaus á daginn. Ég þurfti að koma fyrir öndum, sem ég náði. Ég notaði til þess alla þá kassa, sem ég fann, og rimlabúr, sem ég klambraði saman. Ég gróf upp kartöflur handa öndunum og handa sjálfum mér og í beitu til kvöldsins. Strax eftir sólsetur hófst svo veiðin að nýju. Stundum át ég önd, en oftast kartöflur. En þegar þessar þrjár vikur voru næstum liðnar, án þess að mér tækist að auka veið- ina, fór ég að sjá fram á, að þetta ætlaði ekki að takast. Að kvöldi tuttugast daginn hafði ég 283 endur, og ég þurfti 376. Eftir einn dag væru kartöflurnar búnar, nema ef ég borðaði endur, og ef ég gerði það væri ég fjær því en nokkru sinni að ná tölunni. Ég fann, að það var úti um mig, og mér þótti það leitt, leiðinlegt að deyja, og líka leiðinlegt, að ráðagerð mín skyldi fara út um þúfur, því að enginn hafði, að því er ég bezt vissi, gert þetta fyrr. Þetta var fullkomin ráðagerð, gallalaus, en tím- inn var á móti mér, og hann hafði unnið. Tuttugasti og fyrsti dagurinn var sá síðasti, sem ég neytti matar, og ég veiddi aðeins tólf endur þann dág. Upp frá því gaf ég öndunum allar kartöflumar og át sjálfur ekkert í þrjá daga. Ég var fengsæll þessa þrjá, síðustu daga; veiddi 53 endur samtals. Alls var ég því búinn að veiða 347 endur, en nú gat ég ekki meira. Ég leit á tölurnar og sá, að ég var ofurliði borinn. En hvað haldið þið, að hafi skeð þessa þrjá síðustu daga? Ég hafði létzt um tíu pund! 346 endur mundu nægja, og ég var búinn að veiða einni meira. Ekki ein-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.