Vikan


Vikan - 12.10.1939, Blaðsíða 5

Vikan - 12.10.1939, Blaðsíða 5
Nr. 41, 1939 VIKAN 5 SVAÐILFÖR. Síðasti kafli af ENDURMINNINGUM GUÐLAUGS ASMUNDSSONAR á Fremstafelli. Veturinn 1880 og 1881 átti ég heima á Stöng. — Sá bær stendur á Mývatnsheiði, svo að segja beint í vestur frá Gautlöndum í Mývatnssveit og er klukkutíma gangur á milli þessara bæja. Bærin Stöng stendur nyrzt á lítilsháttar holtarana, sem nefndur er Bæjarás; liggur hann út og suður, en á hina þrjá vegu frá bænum eru mýrarflákar. Vetur sá, sem nefndur er hér að ofan, var afar harður og almennt kallaður frostavetur, og á Stöng, sem stendur uppi á heiði, urðu snjóþyngsli fljótlega mikil, svo að fé stóð stöðugt inni frá því hálfum mánuði fyrir vetur og þar til viku fyrir sumar. En vorið, á eftir, mátti heita sæmi- lega gott. Þennan vetur rak hafís að Norðurlandi á jólaföstu. Urðu þá strax frosthörkur miklar, svo að margoft fór það yfir 30 stig á Rem., og í sumum stórhríðarbyljum fór það yfir 20 stig. Vorið áður höfðum við á Stöng byggt beitarhús norðaustur frá bænum, í svo- kölluðum Grófum. Var slétt mýri milli bæj- arins og hússins, og því illt að rata þar í dimmviðri, þar sem ekkert var við að styðjast. Að vísu hafði ég byggt vörður, um haustið, yfir mýrina, en þær voru frem- ur strjálar og ekki í vel beinni línu, gátu því ekki orðið nægilega til gagns þegar mest á reyndi. Á húsi þessu voru hafðir 40 sauðir um veturinn, og hirti ég þá, ásamt fleira fé, er 'ég hirti heima. Á þriðja í jólum fór ég á húsið sem oftar, þegar ég var búinn að gera morgun- verkin og gefa ánum, sem ég hirti, fyrri gjöf þeirra. Var þá logndrífa svo mikil, að naumast man ég eftir jafn miklum snjó- burði. Þegar ég var að enda við að gefa á húsinu — klukkan að ganga eitt — hvessti snögglega, og eftir litla stund var veðrið orðið svo mikið, að braka tók í hús- inu, og þar sem fyrir var meira en ökla- þykkur lognsnjór, má nærri geta, hve kófið hafi orðið dimmt og kæfandi, þar sem þá líka var 20 stiga frost. , Nú var úr vöndu að ráða fyrir mér, hvort heldur ég ætti að bíða á húsinu, það sem eftir var dagsins og næstu nótt, ef veðrið kynni þá að lægja, ellegar að leggja út í iðuleysið. — Ég tók nú að yfirvega þetta nákvæmlega, meta og vega ástæð- umar, bæði með og mót. Að vísu benti skynsemin mér á það, strax í byrjun, að óráðlegt væri að leggja út í slíkan byl, en á hinn bóginn var ýmislegt, sem kvatti til og rak á eftir, að ég reyndi að brjót- ast heim. Á heimilinu voru tveir karlmenn, aðrir en ég: Kristján, stjúpi minn, — þá orðinn roskinn og naumast fær um svaðilfarir — og húsmennskumaður, sem hjá okkur var, Methúsalem að nafni, hvatur röskleika- maður að vísu, en þá kominn yfir léttasta aldurskeiðið og því ekki eins þolinn og kjarkmikill og áður. Hann þurfti að hirða lömb sín á svo nefndu Gautlandaseli, sem var næstum eins langt í suðaustur frá Stöng, eins og mitt hús var í norðaustur. Nú taldi ég víst, að hann hefði verið lagð- ur á stað til selsins, áður en bylurinn skall á, og þó hann hefði náð selinu, sem ekki var einu sinni víst, ef hann hefði lent í bylnum, voru engar líkur til, að hann legði heim aftur það kvöld eða næði bænum, þótt út legði, þar sem hann átti móti óveðri að sækja. Allar líkur voru því til, að stjúpi minn væri nú einn heima af karlmönnum. Þar að auki var eftir að gera mikið af úti- verkunum heima, en í svona veðri naum- ast fært á milli húsa, þótt nærri væru, nema fyrir harðröska menn. Þarna fyrir utan var svo það, sem fyrir mér var allra þyngst á metunum, og það var líðan mömmu minnar. Ég vissi það, að ef ég kæmi ekki heim um kvöldið, myndi mamma alveikjast af hræðslu um mig, og enda verða undir eins svo hrædd, að Kristján yrði neyddur til að leggja út og leita mín. Og ef svo færi, var ég ekki í neinum vafa um endirinn á slíku. Ég vissi, að Kristján hafði ekki þrek til að etja við óveður það, sem nú var skollið á. Og þó Methúsalem væri heima og færi með honum, sem ég vissi, að hann auðvitað myndi gera, þá sá ég engar líkur til, að þeir gætu náð húsinu sem ég var í, á móti þvílíkum ofsa-byl, sem nú æddi, og óvíst, að þeir næðu bænum aftur, ef þeir legðu út. Ég var um þessar mundir á mínu létt- asta skeiði — hann var þá rétt rúmlega 22 ára, — fullur af lífsfjöri, sem mér fannst, að ekki mundi geta bilað, nema þá af einhverju ósjálfráðu slysi, og að ég hlyti að þola að véra úti í hinum æsta byl um nokkurn tíma, og ennfremur, að líkur væru til, að ég næði bænum, ef ég aðeins hefði hug til þess að leggja út, þar sem ég átti næstum undan veðrinu að sækja. Fannst líka, að það væri skylda mín að koma í veg fyrir það, ef hægt væri, að piltarnir heima legðu út í auðsæja lífshættu, og það þá máske fyrir löðurmennsku mina. Niðurstaðan varð að lokum sú, að ég lagði af stað heimleiðis. Ekki var ég kom- inn langt frá húsinu, þegar ég varð þess var, að veðrið var óviðráðanlegt. Þegar á mýrina kom, sem áður er nefnd, og var mestur hluti leiðarinnar milli húss og bæjar, ætlaði ég að reyna að fylgja vörðunum, sem ég hafði hlaðið þar sem lítilsháttar vegvísir, en ég fann ekki nema þrjár fyrstu vörðurnar, og úr því tók ég það ráð að halda sem beinasta stefnu á bæinn. Mér heppnaðist nú ekki samt að hitta hann, sem ekki var heldur von í öðru eins dimmviðri og ofsa. Ég lenti fram hjá bænum, örlítið vestanvert við hann, eins og seinna kom í ljós. Ég gekk á skíðum, en veðurhæðin var svo mikil, að ég þurfti af og til að stinga fyrir mig stafnum til þess að fara ekki á of mikla ferð. Það var því óþægilegra að reikna vegarlengdina út nákvæmlega, en ég þóttist vita, að ég væri kominn fram hjá bænum og stanzaði því, og tók að at- huga, hvað gera skyldi, en í þessum ham- förum náttúrunnar var ekki þægilegt til mikilla umsvifa. Ég þóttist vita, að ég hefði lent suður hjá mjög nærri bænum, en hvoru megin hans ég hafði farið, gat ég þó ekki vitað fyrir víst, þó að ég teldi líklegra, að ég hefði lent vestan við, eins og líka reyndist að var. Mér sýndist ekki ráðlegt að snúa við og leita bæjarins, þar sem ég ekki gat vitað stefnuna neitt fyrir víst. Að ætla sér að leita annarra bæja, var ekki viðlit, í öðrum eins byl, svo voru þeir í mikilli fjarlægð. Ég réði því af að setjast þarna að undir eins, áður en ég færi lengra afvega og yrði meira þrekað- ur af óveðrinu. Ég vissi líka, að ég hlaut að vera tiltölulega skammt frá bænum, svo að ef veðrið linaði nokkuð teljandi, hlyti ég að ná bænum á skömmum tíma. Ég var vel klæddur, í góðum nærfötum og milliskyrtu, tvennum utanhafnabuxum, þrennum sokkum, fóðraðri treyju, stórt ullarnet um hálsinn, prjónahettu á höfð- inu og hatt yfir, stórri og síðri hríðar- hempu og með tvenna vettlinga á höndun- um. Með svona góðum útbúnaði og ókrenktu fjöri og lífsþrótti, bjóst ég við að geta boðið óveðrinu birgin um alllanga stund, þótt fyrir gæti komið, að ég biði ósigur að lokum. En þá var ekki um annað að gera en taka því með ró og stillingu. Og úr því að ég var svo fífldjarfur að leggja frá húsinu, í öðrum eins náttúru- hamförum og nú voru, þá varð ég auð- vitað að taka afleiðingum þess með þeirri karlmennsku og því viti, sem ég átti yfir að ráða. Yrði ég samt sem áðuf undir í þessari baráttu, þá bæri að taka því æðru- laust og með rósamri hugprýði, og halda um stýrið meðan þróttur entist og leggja ekki árar í bát, fyrr en au$séð væri, að ekki yrði undankomu auðið. Eftir þessar hugleiðingar, sem ekki tóku langan tíma, tók ég að grafa mig niður í fönnina. Gekk mér það all-greitt, því að aldrei hafði hjarnað um veturinn, það sem af var. Notaði ég við þennan gröft annað Frh. á bls. 19.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.