Vikan


Vikan - 12.10.1939, Blaðsíða 20

Vikan - 12.10.1939, Blaðsíða 20
20 VIK A N Nr. 41, 1939 Niðurlag greinar Knúts Arngrímssonar: ÍRSKUR Irar heima og erlendis biðu þess, að færi gæfist til að hef ja baráttu fyrir frelsi sínu, og þegar England átti í styrjöld við ný- lendur sínar í Norður-Ameríku, Frakk- land, Spán og Holland samtímis (Frelsis- stríð Bandaríkjanna 1775—83), töldu margir, að rétti tíminn væri kominn til að hugsa til hreyfings. Helzt var einhver von til, að eitthvað áynnist, þegar England hefði í nógu mörg horn að líta. Nú var líka svo komið, að margir ensku innflytj- endanna höfðu sannfærzt um réttmæti hins írska málsstaðar og voru fúsir að leggja honum lið. Henry Grattan gerðist foringi þeirrar hreyfingar, sem nú reis upp. Hann safnaði um sig sjálfboðaliðum, búnum vopnum og skotfærum, sem flutt voru frá Frakklandi með leynd. England neyddist til að slaka á klónni. Enska stjómin gaf þinginu í Dublin, — sem öldum saman hafði verið áhrifalaust, — löggjafarvald um írsk sérmál. Irsku ráðherrarnir skyldu þó ekki bera ábyrgð fyrir þinginu, heldur fyrir Bretastjóm. En fyrir kaþólska menn ávannst nú það tvennt, 1) að þeim var nú leyft að kaupa undir, svo sem nýmjólk, hangikjöt, mag- áll, harðfiskur, Mývatns-silungur, brauð, súrt smjör og hangiflot. Borðaði ég með góðri lyst og lagðist síðan til svefns, við fagnaðar- og ástaratlot mömmu minnar og systkina. Hafði ég þá sannarlega ástæðu til að taka undir með skáldinu og segja: „Aldrei siklingur neinn hefir sinni í höll lifað sælli né fegurri stund.“ Ekki var ég búinn að lúra lengi, þegar ég fékk ill-þolandi sviða í tærnar. Tók ég þá það ráð að bera á þær steinolíu, datt þá sviðinn niður, og ég sofnaði vært. Undarlega fljótt varð ég jafngóður af þessum hrakningi, aðeins nokkra daga sár á tám og dofinn á hnjám. Ekki flögnuðu tærnar, sem frosið höfðu, og þótti mér það undarlegt. Taldi ég líklegt, að það væri því að þakka, að þær vom svo lítið frosn- ar, og máske af því, að ég bar á þær stein- olíuna? Ég hefi verið nokkuð langorður um þennan hrakning minn og ber tvennt til, annað það, að ég vildi rif ja hann upp ná- kvæmlega, af því að hann var svo alvar- legur fyrir sjálfan mig, og svo hitt, að sem gleggst yrði séð, hvers mest ber að gæta, er menn lenda í lífsháska, og það er fyrst og fremst að láta á engan hátt hugfallast og beita skynseminni á allan mögulegan hátt sér til varnar, því að þá er oft hægt, þótt áhorfist, að koma í veg fyrir lífs og lima tjón. PRESTUR. jarðir, og 2) að nú var þeim frjálst að halda sína eigin skóla. Þetta gerðist 1782, og það kom meira að segja til mála að veita kaþólskum mönn- um kosningarrétt og kjörgengi til þings- ins, en hafðist ekki fram. Sömuleiðis var William Pitt hinn yngri þess fýsandi, að írum yrði veitt verzlunarfrelsi, en ekki náði það heldur fram að ganga. Og þing, sem var skipað mótmælendum einum, reyndist sem fyrr lint í sókninni og Eng- lendingum hlynnt, ef á herti. Kaþólskir Irar töldu sig því litlu bættari, þótt lög- gjafarvaldið ætti að heita í höndum þess. Nóg var enn af ófrelsi og óánægju. Svo brauzt út Stjórnarbyltingin mikla á Frakk- landi (1789). Ólga frá henni breiddist víða um lönd, ekki sízt þar sem menn áttu við verstu kúgun að búa. Sú ólga fór þá ekki heldur fram hjá Irlandi. Og þegar Eng- land lenti í styrjöld við Frakkland 1793, vöknuðu nýjar vonir meðal Ira um það að geta knúið fram réttarbætur með vopn- aðri uppreisn og franskri hjálp. En nú var England vel á varðbergi. William Pitt hinn yngri, sem fór þar með stjórnarforustu, var í hjarta sínu velviljaður írum, en hann vissi, hver hætta Englandi var búin, ef írum tækist að veita Frökkum fótfestu á Bretlandseyjum. Styrjöldin krafðist þess, að þar væri engin linkind sýnd. Tvær land- göngutilraunir Frakka á Irlandi (1796 og 7) voru að engu gerðar, og uppreisnir á írlandi brotnar á bak aftur með svo harðri hendi, að helzt mátti líkja þeim aðförum öllum við heimsókn Cromwells 1649. Það var Lake hershöfðingi, sem bældi niður uppreisnirnar 1797 og 8. Og enn í dag verður ekki nafn hans nefnt á írlandi, án þess að það minni á blóð, blóð og aftur blóð. Einn aðalforingi uppreisnarinnar á sunn- anverðu Irlandi var Wolfe Tone mála- færslumaður. Þótt hann væri mótmælenda- trúar, gerði hann málstað kaþólskra Ira að sínum. Bretar náðu honum á vald sitt. En hann vildi ekki bíða þeirra kvala, er hann átti í vændum. Hann var Ijóngáfaður maður og glæsilegur leiðtogi, og aðeins 35 ára að aldri. Nú réði hann sér bana í fang- elsinu. En England var ekki að fullu öruggt um sig, þótt þessi uppreisn væri brotin á bak aftur. William Pitt hugði tryggasta ráðið vera það, að binda algeran enda á sjálf- stæði írlands. Bretlandseyjar myndu bezt verða varðar fyrir Frökkum, ef þar væri komin á ein órofin ríkisheild. Að hans ráði var hafið að því í maímánuði árið 1800 að innlima Irland. Þingið í Dýflin var afnum- ið, en Irar áttu upp frá því að senda full- trúa á enska þingið í London. En samfara þessari breytingu hafði Pitt hugsað sér, að kaþólskum mönnum á írlandi yrði nú veitt trúfrelsi. Hann gerði sér það fullkomlega ljóst, að öll barátta Englendinga gegn kaþólskri trú á Irlandi hafði verið hin hörmulegasta glópska, sem yrði nú að fá bráðan enda. Ibúar Irlands voru þá 4,500,000. Af þeim voru 3,150,000 kaþólskir, 900,000 öldunga- kirkjumenn en aðeins 450,000 fylgdu ensku biskupakirkjunni, hinni lögboðnu ríkis- kirkju. Hvaða vit gat nú verið í því lengur, að aðeins þessar 450 þús. hefðu kosningar- rétt og kjörgengi? Og ýmsir kaþólskir Irar voru innlimun- inni fylgjandi, af því þeir treystu því, að stefna Pitts yrði ráðandi, trúfrelsið yrði nú veitt. En þá er það Georg III., þáver- andi Englandskonungur, sem allt strand- ar á. Hann mat nú meir ráð ýmsra þröng- sýnna gæðinga sinna heldur en rök og ein- lægan vilja eins hins mesta stjórnmála- manns, sem setið hefir í forsætisráðherra- sæti Englands. Pitt, sem hafði sett þetta mál á oddinn, sagði af sér, og England varð að vera án forustu hans næstu þrjú árin. Það þýddi lítið þótt hetjan Robert Emmet stofnaði til nýrrar uppreisnar á Ir- landi árið 1803. Hann og helztu fylgismenn hans bættust í hóp írskra píslarvotta. Það var allt og sumt. Hinn kaþólski málsstaður Irlands varð að sætta sig við það eitt, er áunnist gæti með starfi írskra fulltrúa á Englandsþingi, sem voru mótmælendatrú- ar, og með því að standa sameinaðir heima fyrir um frelsiskröfur sínar. Kaþólskafé- lagið, sem stofnað var í Dublin 1805, sam- einaði í sér ýmsa beztu kafla þjóðarinnar og fyrir kröfum þess börðust svo ýmsir fulltrúar Irlands í málstofum brezka þings- ins. Henry Grattan lét enn raust sína gjalla, en nú var kominn fram á sjónar- sviðið annar maður, sem enginn komst undan að hlíða á, hvort sem hann tók til máls fyrir austan írlandshaf eða vestan. Það er gáfnaljósið Daniel O’Connell, hinn „ókrýndi konungur Ira“, sem England ótt- aðist og hataði mest allra manna eftir að Napoleon leið. Hann var kaþólskur, en áhrif hans kveiktu í fjölda gáfumanna af mótmælendatrú, enskra og írskra. Mælska hans og eldmóður hreif nú alla hina kúg- uðu þjóð og sannfærði hana um, að nú væri vitjunartími hennar kominn. Og það fór svo, að enska stjómin varð undan að láta. Árið 1829 gengu lög í gildi, er gáfu kaþólskum mönnum kjörgengi og kosn- ingarrétt. Irski presturinn og munkurinn máttu nú aftur um frjálst höfuð strjúka. * 19. öldin er næstum því öll ein óslitin bar- átta á Irlandi fyrir efnahagslegu og stjórnarfarslegu sjálfstæði. Jafnhliða var hún líka barátta trúarlegs eðlis, því þrátt fyrir trúfrelsisviðurkenninguna, sem kaþólskum mönnum var veitt árið 1829, hélt enska biskupakirkjan áfram að vera

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.