Vikan - 12.10.1939, Blaðsíða 10
10
VIKAN
Nr. 41, 1939
aftur, þar eð skorpusteikin var allt of
sölt.
Við borðið sat Sysow á milli eftirlits-
mannsins og Bruni. Eftir fyrsta réttinn
byrjuðu skálaræðurnar, samkvæmt gamalli
venju.
— Ég álít það ánægjulega skyldu mína,
byrjaði eftirlitsmaðurinn, — að biðja hátt-
virta tilheyrendur, að votta þakklæti sitt
hinum f jarverandi vemdurum skólans,
Daniel Petrovitch og ... og ...
— Og Ivan Petrovitch, hvíslaði Bruni að
honum.
— Og Ivan Petrovitch Kulikin, sem ekki
sjá í nein útgjöld fyrir skólann, og ég vil
biðja ykkur að drekka þeirra skál ...
— Ég fyrir mitt leyti, sagði Bruni, og
stökk upp eins og hann hefði verið stung-
inn með nál. — Ég bið ykkur að drekka
skál hins heiðraða eftirlitsmanns gagn-
fræðaskólanna, Pavels Gennadievitch
Nadarov!
Stólum var ýtt aftur á bak, andlitin ljóm-
uðu og brostu, og hinar vanalegu glasa-
klingingar hófust.
Þriðja skálin var alltaf drukkin til heið-
urs Sysow. Og einnig í þetta skipti stóð
hann upp og byrjaði að tala. Hann setti
upp alvörusvip og ræskti sig. Fyrst lýsti
hann því yfir, að hann væri ekki mælsku-
maður, og að hann væri ekki undir það
búinn að halda ræðu. Ennfremur sagði
hann, að á þessum f jórtán árum, sem hann
hefði verið skólastjóri, hefðu átt sér stað
mörg samsæri, margar lúalegar árásir, og
jafnvel leynilegar kærur um hann til yfir-
valdanna, að hann þekkti óvini sína og þá,
sem hefðu kært hann, en vildi ekki nefna
nöfn þeirra, — til þess að spilla ekki mat-
arlyst einhvers. Að þrátt fyrir þessi sam-
særi stæði Kulikin-skólinn framar öllum
öðrum skólum í héraðinu — ekki aðeins á
andlegu, heldur einnig á efnalegu sviði.
— Alls staðar annars staðar, sagði
hann, — fá skólastjórar tvö hundruð eða
þrjú hundruð rúblur, en ég fæ fimm hundr-
uð, og auk þess hefir hús mitt verið endur-
bætt og jafnvel búið húsgögnum á kostnað
fyrirtækisins. Og nú í ár hafa allir veggir
þess verið fóðraðir að nýju . . .
Ennfremur fór skólastjórinn mörgum
orðum um það, hve ríkulega nemendum
væri séð fyrir ritföngum í verksmiðjuskól-
anum, samanborið við skóla héraðsstjórn-
arinnar og ríkisins. Og allt þetta ætti skól-
inn, að hans áliti, ekki að þakka yfirmönn-
um verksmiðjunnar, sem byggju erlendis,
og vissu varla, að hann væri til, heldur
manni, sem þrátt fyrir þýzkan uppruna sinn
og lúterska trú, væri Rússi í hjarta sínu.
Sysow talaði lengi, með þögnum, til að
ná andanum, og með tilraunum til mál-
skrúðs, og ræða hans var leiðinleg og óvið-
felldin. Hann minntist oft á vissa fjand-
menn sína, talaði undir rós, endurtók hið
sama hvað eftir annað, hóstaði og pataði
fingrunum. Að síðustu var hann uppgefinn
og sveittur, og fór að tala í rykkjum, með
lágri röddu eins og hann væri að tala við
sjálfan sig, og endirinn á ræðu hans var
ekki alveg skýr: — Og því bið ég ykkur
að drekka skál Brunis, það er að segja
Adolfs Andreyitch, sem er hér, á meðal
okkar . .. yfirhöfuð að tala . .. þið skiljið.
Þegar hann lauk máh sínu, vörpuðu all-
ir öndinni, eins og einhver hefði steinkað
köldu vatni og hreinsað andrúmsloftið.
Þjóðverjinn ljómaði af ánægju og rang-
hvolfdi augunum, tók hrærður í hönd
Sysows og var aftur vingjarnlegur eins og
hundur.
— Ó, ég þakka yður, sagði hann, með
áherzlu á óinu, og lagði hendina á hjarta
sitt. — Ég er mjög hamingjusamur, að þér
skulið skilja mig! Ég óska yður alls góðs
af öllu hjarta. En ég þarf aðeins að taka
það fram, að þér gerið meira úr mér en ég
á skilið. Skólinn á upphefð sína aðeins yður
að þakka, minn heiðraði vinur, Fyodor
Lukitch. Ef yðar nyti ekki, væri hann á
engan hátt öðrum skólum fremri! Þér
haldið, að Þjóðverjinn sé að slá gullhamra,
að hann sé að vera kurteis. Ha — ha! Nei,
minn kæri Fyodor Lukitch, ég er ærlegur
maður og slæ aldrei gullhamra. Ef við
borgum yður fimm hundruð á ári, þá er
það vegna þess, að við álítum yður þess
verðan. Er það ekki svo? Herrar mínir,
það, sem ég segi, er satt, er það ekki ? Við
myndum ekki borga neinum öðrum svo
mikið. .. . En góður skóli er heiður fyrir
verksmiðjuna.
— Ég verð að viðurkenna það, af alhug,
að skóli yðar er vissulega einstakur í sinni
röð, sagði eftirlitsmaðurinn. — Þér skuluð
ekki halda, að þetta sé ofsögum sagt. Að
minnsta kosti hefi ég aldrei rekizt á ann-
an eins skóla á æfinni. Þegar ég sat við
prófið, var ég fullur aðdáunar. .. . Dásam-
leg börn! Þau kunna mikið og svara skýrt,
og um leið eru þau einhvern veginn sér-
stök, óþvinguð, hreinskilin. .. . Það er auð-
séð, að þau elska yður Fyodor Lukitch. Þér
eruð skólastjóri alveg inn að beini. Þér
hljótið að hafa verið fæddur kennari. Þér
hafið allt, sem til þess þarf — meðfædda
köllun, langa reynslu, og ást á starfi yðar.
.. . Það er blátt áfram undravert, þegar
tekið er tillit til þess, hve heilsutæpur þér
eruð, hvílikan dugnað, hvílíkan skilning . ..
hvílíka þrautseigju, skiljið þér, hvílíkt
óbifanlegt traust þér hafið. Einhver í
skólanefndinni sagði réttilega, að þér vær-
ur skáld í starfi yðar ... Já, skáld eruð
þér!
Og allir þeir, er viðstaddir voru, byrj-
uðu sem einn maður að tala um hina
óvenjulegu hæfileika Sysows. Og eins og
stífla hefði sprungið hófst nú flóð ein-
lægra aðdáunarræða, sem menn tala ekki
þegar þeir eru algáðir og varfæmir. Ræða
Sysows, óþolandi skapvonzka hans,oghinn
viðbjóðslegi, úrilli svipur á andliti hans;
allt var gleymt. Allir töluðu frjálslega,
jafnvel nýju kennararnir, feimnu og þegj-
andalegu, bláfátækir, aðþrengdir ungling-
ar, sem aldrei töluðu við eftirlitsmanninn
án þess að ávarpa hann: „heiðraði herra“.
Það var auðséð, að Sysow var mikils met-
inn maður í sínum hóp.
Hann var orðinn vanur við velgengni og
hrós, þessi fjórtán ár, sem hann hafði ver-
ið skólastjóri, og hlustaði með skeytingar-
leysi á háværan ákafa aðdáenda sinna.
Það var Bruni, sem drakk í sig lofið, í
stað skólastjórans. Þjóðverjinn greip hvert
orð, Ijómaði allur, skellti saman lófunum,
og roðnaði feimnislega eins og hrósinu væri
beint til hans en ekki skólastjórans.
— Bravó! Bravó! hrópaði hann. — Það
er satt! Þér hafið skilið, hvað ég meina!
. .. Ágætt! .. .
Hann horfði í augu skólastjórans eins
og hann vildi fá að taka þátt í dýrð hans.
Að lokum gat hann ekki á sér setið lengur.
Hann stökk upp og skræki tenórinn hans
yfirgnæfði allar hinar raddirnar.
— Herrar mínir! hrópaði hann. — Lof-
ið mér að tala! Iss! Við öllu, sem þér
segið, get ég aðeins gefið eitt svar: stjórn
verksmiðjunnar mun ekki gleyma því, hvað
hún skuldar Fyodor Lukitch! . . .
Allir þögðu. Sysow leit upp í rósrautt
andht Þjóðverjans.
— Við vitum, hvernig við eigum að
þakka það, hélt Bruni áfram og lækkaði
röddina. — Sem svar við orðum ykkar, ber
mér að segja ykkur það, að . .. það verður
séð fyrir f jölskyldu Fyodors Lukitch, og að
f járupphæð var lögð í banka fyrir mánuði
síðan, með það fyrir augum.
Sysow horfði spyrjandi á Þjóðverjann,
á stéttarbræður sína, eins og hann gæti
ekki skilið, hvers vegna átti að sjá fyrir
f jölskyldu hans, en ekki fyrir honum sjálf-
um. Og allt í einu las hann á öllum andlit-
unum, í öllum hreyfingarlausu augunum,
sem horfðu á hann, ekki hluttekninguna,
ekki meðaumkunina, sem hann gat ekki
þolað, heldur eitthvað annað, eitthvað milt,
blítt, en um leið ógurlega voveiflegt, eins
og ægilegan sannleika, eitthvað, sem á einu
augnabliki, gerði hann kaldan um allan
líkamann og fyllti sál hans óumræðilegri
örvæntingu. Allt í einu stökk hann upp,
með andlitið náfölt og afmyndað, og greip
um höfuðið. I fjórða part úr mínútu stóð
hann þannig og starði fullur skelfingar
á ákveðinn punkt fyrir framan sig, eins og
hann sæi dauðann, sem Bruni var að tala
um, nálgast óðfluga, síðan settist hann
niður og fór að hágráta.
— Svona! Svona! ... Hvað er það ?
heyrði hann æstar raddir segja. — Hér
er vatn! Drekkið þér svolítið vatn!
Eftir dálitla stund varð skólastjórinn ró-
legri. En samkundan fékk ekki aftur f jörið
frá því áður. Veizlan endaði í drungalegri
þögn, og miklu fyrr en áður tíðkaðist.
Þegar hann kom heim skoðaði Sysow sig
strax í speglingum.
— Auðvitað var engin ástæða fyrir mig
að fara að grenja! hugsaði hann, og horfði
á innfallnar kinnamar og dökku baugana
fyrir neðan augun. — Litarháttur minn er
miklu betri í dag en í gær. Ég þjáist af
blóðleysi og magakvefi, og hósti minn er
aðeins magahósti.
Hann hughreysti sjálfan sig og afklæddi
Framh. & bls. 21.