Vikan


Vikan - 12.10.1939, Blaðsíða 16

Vikan - 12.10.1939, Blaðsíða 16
16 VIKAN Nr. 41, 1939 heyrðist, að greifafrúin hefði tapað blæ- vængnum sínum. Denry heyrði þetta, en þagði. Þegar greifafrúin var komin upp í vagn sinn, þaut Denry á eftir henni. — Ég fann hann, sagði hann. — Þakka yður fyrir, sagði hún. Greifa- frúin hallaði sér út um vagngluggann og sagði brosandi: ■— Þér eruð ekki ráðalaus. Þau hlógu bæði, og fólkið starði á þau. Denry, sem allir öfunduðu, gekk í þung- um þönkum heim. Allt í einu hafði hann fleiri peninga í vasanum en hann vann sér inn á einum mánuði hjá hr. Duncalf. Svip- ur kvennanna sveif fyrir þreittum augum hans. Hann var hamingjusamari en nokk- ur orð fá lýst, — en honum leið samt ekki vel. 2. KAPÍTULI. Denry Machin varð sem nýr maður við að hafa boðið greifafrúnni fyrstur upp í dans. Það voru ekki eingöngu borgarbú- amir, sem dáðust að honum, heldur einnig hann sjálfur. Hann gat ekki gert að því. Hann hafði alltaf verið skapgóður og bjartsýnn. Nú var hann rólegri og vissari. Hann fór syngjandi og dansandi á fætur á morgnana. Nú beið hann eftir því, að eitthvað kæmi fyrir. Og hann þurfti ekki að bíða árangurslaust. Nokkmm dögum eftir þetta fræga ball kom frú Codleyn til þess að tala við hr. Duncalf, sem var málafærslumaður henn- ar. Hún var lítil, grönn kona um sextugt, ekkja eftir lyfsala, sem hafði grætt mikla peninga áður en hlutafélög tóku að græða á lyfjavörum. Peningana hafði hann sett í hús, og þannig varð frú Codleyn eigandi að 70 húsum. Þó að þau gæfu henni 12 pund á viku, leit hún á þau sem mótlæti. Hún talaði mikið um þau eins og hún vildi með ánægju gefa þau hverjum, sem kærði sig um þau. — Fegin verð ég að losna við þau. Þannig láta flestir húseigendur. Sér- staklega var henni illa við að borga skatt af þeim. Frú Codleyn kom einn laugardag til að tilkynna hr. Duncalf, að skattar á húsum hennar hefðu hækkað í stað þess að lækka. Skrifstofumennirnir höfðu heyrt sam- talið, sem þeirra fór á milli. Þegar frú Codleyn var farin, blístraði hr. Duncalf tvisvar sinnum hátt og hvellt. Það var merki til Denry, sem skellti aftur bókinni og hlýddi skipuninni. — Skrifið, sagði húsbóndi hans reiði- lega. Rétt eins og reiði frú Codleyn væri honum að kenna. — Heyrið þér það? — Já. — Frú — áður hafði það verið: Kæra frú! eða: Kæra frú Codleyn! — Frú! Auðvitað þarf ég ekki að taka það fram, að ef þér viljið skipta við ein- hvem annan málafærslumann en mig, af- hendi ég öll yðar skjöl með ánægju. Yðar ... Til frú Codleyn. Denry hugsaði: — Asninn! Að hann skuli ekki láta hana jafna sig. Á hverjum mánudegi rukkaði Denry húsaleiguna fyrir frú Codleyn — andstyggilegt starf. Hr. Duncalf fékk 7y2% af húsaleigunni, þó að hann kæmi þar hvergi nærri. — Það er gott, sagði hr. Duncalf. En þegar Denry ætlaði að ganga út úr herberginu, kallaði hr. Duncalf hranalega: — Machin! — Já, svaraði Denry. 1 sama bili var honum ljóst, að eitthvað hryllilegt var að ske. Hann hafði boðið sér sjálfur á ballið og ekki nóg með það, held- ur klæðskeranum og danskennaranum líka. Hann hafði kviðið fyrir því að mæta hr. Duncalf, ef hann segði: — Machin, hvað voruð þér að gera í ráðhúsinu í gærkvöldi? En hr. Duncalf sagði ekkert, og Denry hélt, að hann væri úr allri hættu. — Hver bauð yður á ballið? spurði hr. Duncalf þmmandi röddu. — Eg sjálfur, sagði hann. Það var satt. Það þýddi ekkert að ljúga. — Hvers vegna? — Ég hélt, að þér hefðuð gleymt að skrifa mig á listann. — Jæja, og þér hafið kannske haldið, að ég hefði gleymt að skrifa skraddara- rindilinn hann Sillitoes á listann líka? Allt hafði þá komizt upp! Shillitoe hafði blaðrað þessu. Denry mundi nú, að helzti skraddari bæjarins, Hatterton, sem var nú að missa viðskiptavinina yfir til Shillitoe, var bezti vinur Duncalf. — Jæja, hélt hr. Duncalf áfram þegar Denry þagði. Denry, sem hafði haldið sér við þögnina, lét ekki gabba sig. — Þér virðist hafa gaman af að dansa við heldra fólk? hreytti hr. Duncalf út úr sér. — Já, sagði Denry, — en þér? Hann ætlaði sér alls ekki að segja þetta, en það kom áður en hann vissi af. Hann hafði vanið sig á að svara fólki: — Já, en þér — eða — Nei, en þér — Þetta hafði haft góð áhrif á Shillitoe og greifafrúna. Hann var að verða frægur fyrir þetta. Nú hafði það einnig áhrif. Hr. Duncalf hafði einnig dansað við greifafrúna, en öllum til athlægis hafði hann þann leiða vana að stíga á kjóla kvennanna í stað þess að stíga á gólfið. — Þér farið héðan eftir viku, sagði hr. Duncalf tignarlega. Ekki meira um það. Húsbændur eru ósvífnir í deilum. — Einmitt það, sagði Denry og bætti við við sjálfan sig: — Eitthvað hlýt ég að fá að gera. Hann svimaði af að vera þeytt svona út í heiminn. Hann var reiður yfir því, að hr. Duncalf skyldi láta gremju sína við frú Codleyn bitna á sér. En það kynlega var, að Denry var ekkert niðurdreginn. Nei, hann gekk um syngjandi og trallandi, þó að hann sæi ekki'fram á annað en að svelta eða láta móður sína sjá fyrir sér. Hann labbaði um göturnar og velti því fyrir sér, hvað hann ætti að gera. Enn hafði hann ekki snert á hundraðkallinum, sem hann hafði unnið af Harold Etches. Lífið er tómar tilviljanir. Það skeður ekkert, sem á ekki rót sína að rekja til tilviljunar. Allar miklar breytingar eru til- viljunum að kenna. Næsta morgun komu bæði frú Codleyn og Denry of seint til kirkju. Frú Codleyn fitunnar vegna, Denry viljandi. Denry hitti frú Codleyn í skrúð- húsinu. Það var tóm tilviljun. Frú Codleyn hefði ekki staðið þar, ef kirkjusætið henn- ar hefði verið utar og ekki heldur, ef hún hefði verið grennri en hún var. Hún beið þarna til þess að jafna sig eftir gönguna og sat um tækifæri til að komast inn í kirkjuna, þegar enginn tæki eftir henni. Ef hún hefði ekki komið svona seint, ef hún hefði ekki verið svona feit, ef sætið hefði ekki verið svona innarlega, hefði Denry ekki fengið tækifæri til að tala við hana einslega. — Þið eruð dálaglegir menn, sagði hún, þegar Denry tók ofan. Hún átti við hr. Duncalf og starfsmenn hans. Reiðin sat enn í henni. Bréfið, sem hún hafði fengið um morguninn, hafði æst hana. — Það er ekki mér að kenna, sagði Denry. — O, þið eruð allir eins. Ég skal bara segja yður það, að ég tæki hann á orðinu, ef ég þekkti einhvern, sem gæti rukkað fyrir mig leigjendurna. Ég hefi heyrt svo ljótar sögur um rukkara. Ég neyðist til að semja frið við hann. — Ég gæti vel haldið áfram að rukka leigjendurna, ef þér viljið. — Þér? — Ég hefi sagt upp vinnunni, sagði Denry. — Okkur hr. Duncalf kemur ekki rétt vel. saman. Nú kom einhver inn í skrúðhúsið, og frú Codleyn og Denry þögnuðu skyndilega og gengu saman út í kirkjugarðinn. Hún virti hann fyrir sér. Hann var skrif- stofumaður, sem hafði 18 shillinga á viku og leit út fyrir að vera það. Móðir hans var saumakona og leit út fyrir að vera það. Það virtist vera ákaflega hlægilegt, að þessum laglega, en tötralega Denry og þessum volduga Duncalf gæti ekki komið vel saman. Denry þótti verst að geta ekki verið í kjólfötunum. — Ég tek 5% fyrir það, hélt Denry áfram. — Yður er óhætt að treysta mér, frú. Þessari fögru hugsun hafði skotið niður í Denry eins og eldingu, og hún virtist hafa sömu áhrif á frú Codleyn. Þegar þau höfðu ákveðið þetta, fóru þau inn í kirkjuna. Að viku liðinni var komið spjald á dyrn- ar hjá móður Denrys: E. H. MACHIN Húsaleigurukkari og umboðssali. 1 blöðunum komu einnig auglýsingar þessu viðvíkjandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.