Vikan - 12.10.1939, Blaðsíða 3
Nr. 41, 1939
V IK A N
3
Dr. phil. Guðmundur Finnbogason:
BÖRi.
að er altaf vandi að vera góð-
ur vinur, og það er sérstaklega
vandi að vera barnavinur. —
Til þess að vera öðrum góður vinur,
verður fyrst og fremst að skilja hinar
sönnu þarfir hans, vita, hvað honum er
fyrir beztu, og breyta eftir því. Það kemur
fram í orðum Hávamála: „Esa sá vinr öðr-
um es vilt eitt segir“, sá er ekki vinur öðr-
um, er aðeins segir það, sem honum er
ljúft. En að skilja hinar sönnu þarfir barn-
anna er oft svo erfitt af því, að „þess minn-
ist ekki kýrin, að hún hefir kálfur verið.“
Mikið af harmsögu mannkynsins er í því
fólgið, að hinir fullorðnu hafa löngum
rembst við það eins og rjúpan við staur-
inn að gera börn lifandi eftirmynd sjálfra
sín, innræta þeim sem fyrst sömu kredd-
urnar, sem þeir voru sjálfir tröllriða af.
Það hefir ef til vill aldrei komið hryggi-
legar fram en nú á dögum víða um heim,
þar sem stjórnmálaflokkar vinna að því
harðri hendi að gera börnin að garganplöt-
um pólitískra jazza. Slíkt er sálarmorð,
litlu betra en barnamorðin í Betlehem. Því
að hvað er barnamorð, ef það er ekki að
drepa barnseðlið? Hvað er þá bamseðlið?
Ég held, að því hafi sjaldan verið lýst
betur en í kvæði Stephans G. Stephans-
sonar „Við barn.“ Það er svona:
Bam með skapið ofið úr
árdegisblíðu og þrumu-skúr,
veðri því, sem allt grær í,
öll er veröld þér svo ný.
Allt það, sem þitt auga sér,
upp í þínum huga ber
spurning — út 'úr öllu skín
einhver þýðing djúp og brýn.
Hreinskilið í huga þú
hræsnar enga venju-trú,
aldrei þinnar reynslu rök
rýrir úrlausn dularspök.
I vona þinna og vizku garð
víða þó að hrapi skarð,
þú átt gnægð af efni að
eins gott jafnskjótt bæta það.
Freistar þess, sem óreynt er,
ofraun margt þó verði þér
stundum óvænt afreks-verk
á því vinnur hönd þín sterk.
Þar sem blíða finnst og fjör
festirðu augun skilningssnör —
bezt þú sögur kappa kannt,
kostum þeirra mest þú annt.
Ærslum með og æsku-sveim
yngir þú upp roskinn heim.
Ertni þinni flýja frá
fýludrembinn staur-karl má.
Barn, sem æ átt upprof víst
ef í hretkast bernskan snýst;
hún er fleira en hlátra-sköll,
hún er raun og tára-föll.
Barn með hjarta haturslaust,
hugar-auðlegð, von og traust,
sátt við gærdag sofnar strax,
sól ei kvíðir morgun-dags.
Barn, með skapið ofið úr
árdags-blíðu og þrumu-skúr:
Ljá mér hjarta og huga þinn,
hönd þó stirðni og fótur minn.
Mér þá út úr öllu skín
einhver þýðing djúp og brýn,
hljóma ei tímans hávamál
heyrnarlausri fyrir sál.
Hlégiljur, sem veldið vítt
veitir spekings-gerfi sítt
erta þori þykkju spar —
þó það nefnist stráka-par.
Þekkingar í þarfa-garð
þreytist ei að fylla skarð.
Kaupið hæsta heimta í
hverju verki að: orka því.
Og með geðið æskurótt
eins þig kyssi góða nótt!
er hátta lætur hinsta sinn,
heimur, þreytta drenginn þinn.
Þeir eiginleikar barnsins, sem skáldið
bendir á, eru þá í stuttu máli: gróðrar-
veðrið í sál þess, skilningsþorstinn, hrein-
skilnin, auðug ímyndun, reynsluþorið, ást-
in á hreystinni, glaðværðin, hatursleysið,
vonin og traustið. Og tökum eftir því, að
Stephan G. Stephansson, einn hinn mesti
andans skörungur, sem þjóð vor hefir átt,
hann þráir að eiga til æfiloka einmitt þessa
eiginleika barnsins:
Ljá mér hjarta og huga þinn,
hönd þó stirðni og fótur minn.
Hann veit, að auðnist honum þetta, þá
geti hann háttað rólegur hið hinsta kvöld.
Er þetta ekki sama kenningin og frelsar-
inn flutti mannkyninu, en það hefir aldrei
viljað skilja: „Hver sem ekki tekur á móti
guðsríki eins og barn, mun alls eigi inn í
það koma.“
Þetta viðhorf er gagnstætt því, sem al-
mennast hefir verið. I stað þess að reyna
með illu og góðu að gera börnin eftirmynd
hinna fullorðnu, þá er stefnan þarna sú
að líta á barnseðlið sjálft til að finna svar
við því, hvað mönnum er ætlað að verða.
Við skulum líta á þessa eiginleika, sem
skáldið bendir á, hvern fyrir sig, og sjá
hvert þeir stefna. Eru ekki heilindin í til-
finningum barnsins hressandi? Hvort sem
þar er ,,árdegisblíða“ eða „þrumu skúr“,
þá er þar engin uppgerð, ekkert óheilt og
engin trénun. Væri ekki dýrmætt að varð-
veita þessi heilindi til æfiloka? Hvað er
elskulegra en skilningsþorsti barnsins, er
það spyr, og glampinn í augunum, er það
fær úrlausn ? Á ekki markmiðið að vera það
að halda þessum þorsta til æfiloka? Hann
mun þá sjálfur á hverri stund afla sér
fullnægingar, ef barninu er kennt að beita
skynseminni og treysta sjálfu sér. Það
öðlast þá smám saman þær skoðanir, sem
nægja því betur en lánaðar fjaðrir til að
leysa þau vandamál, er fyrir það koma.
Er ekki hreinskilni barnsins, þegar það í
sakleysi segir það, sem því býr í brjósti,
í rauninni fyrirmynd ? Hvernig fer, ef menn
hætta að vera einlægir og nota orðin til að
dylja hugsanir sínar og tilfinningar ? Er
ekki ímyndun barnsins, sem blæs lífi í allt,
fyrsti neisti þeirrar gáfu, sem gerir menn
að skáldum? Er ekki reynsluþorið, hug-
rekkið til að „freista þess, sem óreynt er“,
skilyrði alira nýjunga og framfara í líf-
skoðun, vísindum og framkvæmdum? Það
þor glæðist af sögum um afreksmenn, og
því munu börnin unna þeim, eins og skáld-
ið tekur fram. Glaðværðin, haturslaust
hjarta, von og traust eru beztu undirstöð-
ur heilbrigðs lífs á öllum aldri. Og hvílíkt
framtak mundi verða með þjóðinni, ef allir
fengju þann hugsunarhátt barnsins:
Kaupið hæsta að heimta í
hve'rju verki: að orka því.
Ég spyr, en sjálf verðið þið að svara
fyrir ykkur.
En þó að börn séu að vísu, eins og kunn-
ugt er, gædd hverjum þessara eiginleika á
mismunandi stigi, þá býst ég við, að við
getum orðið sammála um það, að mark-
mið allra barnavina ætti að vera það að
glæða þessa eiginleika og styðja þá til
samræmilegs þroska, og að sú þjóð, sem
bæri gæfu til að skila ungu kynslóðinni
fram á fullorðinsár með þessa góðu eigin-
leika barnseðlisins í fullum þroska, gæti
gert sér von um fagran ávöxt í framtíð-
inni. Hún hefði verndað gróðurmagn sitt
einmitt á því skeiðinu sem hættulegast er,
vemdað það í vorhretunum og næðingun-
um, sem skæðastir eru hinum viðkvæma
nýgræðingi. Það er ávalt erfiðasta hlut-
verkið.